Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1960, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1960, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGITNBLAÐSINS 603 ríkinu, berst kolefni 14 til allra lifandi vera. Þegar jurtir eða dýr deya, hætt- ir söfnun kolefnis 14, og síðan fer það að geisla sér út, eins og öll geislavirk efni gera. Þessi út- geislan er mæld þannig að miðað er við hve langan tíma efnið þarf til að geisla sér út að hálfu, síðan aftur að hálfu og svo koll af kolli. Hjá kolefni 14 er útgeislunartím- inn 5568 ár, eða með öðrum orð- um, 5568 árum eftir að það byrj- ar að geisla sér út, hefir það misst helming geislamagns síns, eftir önnur 5568 ár hefir geisla- magn þessa helmings aftur mink- að um helming, og þannig koll af kolli. Með því að mæla þetta geta menn svo rakið aldur einhvers hlutar allt að 40.000 ár aftur i tímann. Þessi aðferð hefir það sér til ágætis, að hægt er að reyna hana á efni, sem menn vita fyrir- fram hve gamalt er. Hefir það sjaldan brugðizt að svörin sé rétt. Þessi aðferð miðast þó eingöngu við lífræn efni. Með því að mæla hve mikið er eftir að geislavirku kolaefni 14 í þeim, má með nokk- urri vissu segja hvenær kolefnið hafi farið að geisla sér út, og þa er um leið fundinn aldur þess efnis. —O— Áður höfðu menn ýmsar að- ferðir til þess að ætla á um ald- ur hluta. Ef um hlut úr tré var að ræða, fóru menn eftir árshring- um í viðnum. Þykkt árshringa fer eftir því hve mikla vætu tré hef- ir dregið í sig. Vöxtur árshringa fer því eftir árferði á hverjum stað, og með því að bera saman árferði og árshringa, mátti sjá að þetta fór saman. Með mikilli at- hugun og nákvæmum samanburði um margar aldir, hafa svo jurta- fræðingar og fornfræðingar gert sér „árshringa-almanak", sem nær allt að 3000 ár aftur í tímann. Annar leiðarvísir fornfræðinga og jarðfræðinga eru jökulurðir þær, sem borizt hafa fram á ísöld. í norðurhluta Evrópu hafa menn miðað við þetta allt að 12000 ár aftur í tímann. Svipaður leiðar- vísir eru jarðlögin. Þau hafa myndazt á ýmsum tímum, og menn hafa þózt fara nokkuð nærri um aldur þeirra. Finnist nú fornminjar í einhverju vissu jarðlagi, hljóta þær að vera jafn- gamlar því. Sama gildir um forn- leifar sem finnast í öskulögum, þegar menn vita hve gömul ösku- lögin eru. Þá hafa menn og farið eftir þvi, þegar fornar mannavistir finnast, hvaða bein finnist þar úr dýrum, er mennirnir hafa lagt að velli og haft til matar. Ef nú t. d. finn- ast mammútbein í fornum manna- bústöðum í Mexíkó og Arizona, þykjast menn vita að þau geti ekki verið yngri en 8000 ára, því að fyrir 8000 árum hafi mammút- ar verið aldauða á þessum slóð- um. Þegar fornfræðingar finna alls konar bein á sama stað, og vilja gjarna ganga úr skugga um hvort þau sé öll jafngömul, þá hafa þeir notað hina svokölluðu ,,flúr“- aldursgreiningu. Hún byggist á því, að úr jarðvegsvatni drekka bein í sig „flúr“, og eftir þvi sem meira er af því efni í beinunum, eftir því eru þau eldri. —O— Með geisla-aldurgreiningu Libb- ys, urðu miklar breytingar á þessu. Og nú koma hinar nyu aðferðir til þess að greina aldur ólífrænna efna. Hafa nú forn- fræðingum, efnafræðingum og jarðfræðingum verið lagðar upp í hendurnar rannsóknaraðferðir, sem líklegt er talið að verða muni til þess að þeir geti ákveðið aldur fornminja, sem eldri eru en nokkrar sögur. (Úr „Science News Letter“) Berklaveiki er gamall sjúkdómur ENSKUR læknir, dr. H. D. Chalke, segir að berklaveikin hafi herjað á vestrænar þjóðir síðan á 17. öld, og um 200 ára skeið hafi hún verið í algleym- ingi. En í byrjun 19. aldar hafi hún farið að hjaðna aftur, án þess að neinar sérstakar ráð- stafanir hafi /erið gerðar vegna hennar, og þrátt fyrir það að þrifnaður og hreinlæti var þá á mjög lágu stigi. Það sé engu líkar en menn hafi þá orðið ó- l næmari fyrir henni. Þetta skeði 70 árum áður en nokkurt heilsu- hæli var stofnað fyrir berkla- sjúklinga. Smám saman hafi svo dregið úr veikinni fram um 1860, en þá hafi hún blossað upp aftur. Molar Það var á stjórnmálafundi í Banda- ríkjunum og frarrbjóðandi var að halda ræðu. En á bekk skammt frá honum sat kona, sem alltaf var að kalla fram í fyrir honum. Hann skifti sér ekki af þessu um hríð. en svo hvessti hann á hana augum og sagði: — Eg man nú ekki hvað þú heitir, en eg sá þig a fundi fyrir sex árum og þekki þig á kjólnum. Meira þurfti hún ekki til þess að þagna. - • - Sálgrenslari í Lundúnum fekk póst- kort frá Sviss og var þaó frá einum sjúklinga hans Á því stóð: — Mér 'íður ljómandi vel. Vildi bara að þér væruð kominn til að segja mér hvernig a því stendur. > I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.