Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1960, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1960, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 601 synlegt var að finna varpstöðvarn- ar, til þess að friða þær þar einnig. í aprílmánuði hefja tröriurnar norðurflug sitt. Og um leið og þær fóru, var sjóflugvél send með þeim til þess að komast að því hvar þær settust að. Flugvélin elti þær sunn- an frá Texas norður yfir öll Banda- ríkin og langt norður í frumskóga Kanada. Þar missti flugvélin sjón- ar á þeim. Seinna fundust þó varp- stöðvarnar. Þær voru norðan við Stóra Þrælavatn í auðnum Kan- ada. Á varpstöðvunum safnast trön- urnar saman í hópa á hæstu hóllyn og hefja einkennilegan dans. Þær ganga hver fyrir aðra og hneigja sig með mikilli kurteisi og síðan hoppa þær hvor í kringum aðra og baða út vængjunum. Upp úr þessu verður svo hjúskapur og hver trönuhjón byrja að gera sér hreið- ur. Þær velja sér hreiðurstað úti í vatni og hlaða þar upp dyngjur, sem ná um 18 þumlunga upp úr vatninu. Þarna verpa þær svo, en eggin eru aldrei fleiri en tvö. Þau eru stór, um 4 þumlungar á lengd og dröfnótt. Viðkoman er því ekki mikil og þegar þess er gætt, að talsverð vanhöld verða á ungviðinu, þá mun skiljast að seint gengur að fjölga trönunum. í fyrra voru þær þó orðnar 33, hafði fjölgað um 19 síð- an þær voru alfriðaðar og eftirlit haft með þeim. í vor sem leið voru þær ekki nema 32, hafði fækkað um eina. Og þessi eina hafði farizt í bifreiðarslysi í Oklahoma í haust sem leið. Hún var á flugi yfir hæð nokkra og flaug mjög lágt. Á móti henni kom bíll og sá hvorugt annað fyr en þau rákust saman á háhæð- inni. Það er alveg óvíst hve lengi trönurnar fá að njóta varpstöðva sinna hjá Þrælavatni. Menn- irnir og menningin færist óðum norður á bóginn, menn hafa fundið námur þar nyrðra og flugvélar eru þar alltaf á ferð. Er því hætt við að trönurnar flæmist enn lengra norður og þá er óvíst að hægt sé að hafa eftirlit með þeim. Hið friðlýsta náttúrusvæði í Texas, þar sem þær hafa vetur- setu, verður þeim máske ekki held- ur friðland í framtíðinni. Þar er nú farið að nota vélbáta og fjölgar þeim óðum, en við þá eru trönurn- ar hræddar. Það var vani þeirra, er þær komu heim á haustin, að hver fjölskylda haslaði sér sérstakt svæði til fanga, og þangað mátti engin önnur fjölskylda koma. En í fyrra breyttist þetta. Þær lögðu niður hina dreifðu byggð og hóp- uðust saman á einn stað. Það var vegna hræðslunnar við skellina í vélbátunum. Og nú eru náttúru- fræðingar dauðhræddir um, að þessi lífsvenjubreyting muni hafa ill áhrif á þær, jafnvel svo að þær missi 'eðli sitt og hætti að tímgast. En þá verður þess skammt að bíða að seinasta tranan fljúgi gjallandi ein síns liðs norður á bóginn að vori, og sjáist aldrei framar. Forskeyti sem tákna stœrð og smœð TERA, giga, nano og pico eru ný for- skeyti, sem vísindamenn hafa tekið upp til þess að tákna háar tölur og lágar tölur. Tera á að koma í staðinn fyrir trilljón og giga í staðinn fyrir miljarð. En nano þýðir miljarðasta hluta og pico triljónasta hluta. Þetta eru viðbætur við þau nöfn, sem nú eru notuð í tugkerfinu. Röðin verður þá þessi: Tera — 1.000.000.000.000 giga — 1.000.000.000 mega — 1.000.000 kilo — 1.000 hekto — 100 deka — 10 deci — 0.1 centi — 0.01 milli — 0.001 micro — 0.000.001 nano — 0.000.000.001 pico — 0.000.000.000.001

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.