Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1960, Side 2
622
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
hauskúpu bessa í kirkjugarði, það
væri ekki mikil fyrirhöfn. Hann
svaraði því, að einu mætti gilda
hvar ónothæfur hlutur flæktist.
„Ekki er nú víst að þeim dána sé
sama um það“, mælti eg. „En hvar
hefir þú fundið hauskúpu þessa?
Er hún máske af sjó rekin?“
Þorsteinn skýrði mér þá frá þvi,
að sjór hefði brotið rúman helm-
ing framan af gamla kirkjugarð-
inum og þaðan mundi hauskúpan
komin. En nú hefði verið gerður
þar nýr kirkiugarður ýjær sjó og
væri hann enn í friði fyrir brim-
inu.
Að kvöldi þessa dags kom til
Húsavíkur Sveinbjörn frá Parti
Björnsson bónda þar Sveinssonar
bónda á Dallandi, Pálssonar Svein-
björn var greindur maður og
merkilega dulrænn, hraustur mað-
ur og gætinn, og stálminnugur, eins
og hann átti ætt til. Eg var honum
nokkuð kunnugur og iell vel við
hann.
Eg brá nú á gaman við hann og
spurði hvort honum væri það
nokkuð á rnöti skapi að kynnast
manni þeim sem hauskúpan væri
af þar við husdyr
„Ef eg gæ*:j fengið hann til að
birtast þér í draumi, þá spurðu
hann að nai'ni cg hvar hann hafi
átt heima hér á jörðinni. Veittu
honum þá °innig nána athygli, svo
að þú getir síðan lýst vexti hans
og öllu útliti og eins hve gamall
hann sé“.
Sveinbjörn tók ‘þessu ágætlega
og sagði að sér væri bað ánægja
ef maðurinn vildi vitrast sér.
„En hvers vegna vilt þú ekki
sjálfur reyna að hafa samband við
manninn og taia við hann?“ spurði
hann.
Eg taldi tormerki á að það mætti
takast, vegna þess hvernig eg hefði
hugsað til hans þegar eg sá haus-
kúpuna fyrst; fyrir það mundi
hann bera þykkju til mín. Þó
kvaðst eg nú vilja bæta fyrir það
með því að stuðla að því að haus-
kúpan kæmist í vígða mold, en
væri ekki lengur að hrekjast ofan
jarðar.
Við ræddum þetta nokkra stund,
og síðan fór Sveinbjörn heim að
Parti, enda var þá kominn hátta-
tími.
Eg var látinn sofa í rúmgóðri
stofu í vesturenda hússins í Húsa-
vík. Herbergisfélagi minn var
Kristinn, sonur hjónanna, og sváf-
um við sinn í hvoru rúmi. Við töl-
uðum fátt saman og hugðumst
sofna, en mér varð ekki greitt um
að festa svefninn, enda á eg vanda
til þess í ókunnum stöðum.
Leið svo fram yfir miðnætti. Þá
heyrist mér einhver hreyfing vera
á ganginum fyrir framan og í sama
bili rýkur hundur upp með gelti
og látum, og síðan ýlfri og heyrist
mér þá sem honum væri kastað í
veggina sitt á hvað. Þó reyndi eg að
skýra þetta á þann hátt að hundur
þessi mundi vera flogaveikur, og
mundi ekki geta haldið sér kyrr-
um. Þessi ’æti jukust nú úm allan
helming og gekk á þessu í full-
komlega hálfa klukkustund, en þá
datt allt í dá og heyrðist ekki í
hundinum framar Taldi eg þá víst
að hann mundi mikið lamaður, eða
jafnvel dauður.
Að lokum sofnaði eg, en varð
ekki friðsamt. Mig dreymdi að eg
væri kominn fram á ganginn, og
um leið sá eg ganghurðina opnast.
Þar sveif inn einhver skuggamynd
af karlmanni. Hann teygði fram
hægri höndina og þóttist eg sjá að
handleggurinn væri með holdi og
blóði. Hann greip um langatöng
mína fast, og dró mig jvo fram og
aftur um ganginn Fann eg að hann
mundi vera mjög sterkur. Eg þótt-
ist vita að hann mundi vera reiður
við mig út af einhverju og þá var
sem því væri hvíslað að mér að
þarna væri kominn eigandi haus-
kúpunnar. Þá varð mér að orði:
„Viltu að eg komi beinum þínum
í vígða mold?“
Þá kveður við dimm rödd: „Þau
fara aftur þangað er þau fundust,
og fleira þar með, og mun ekki
þykja tíðindalaust“.
Síðan hvarf mér þessi skugga-
mynd og draumurinn varð ekki
lengri.
Klukkan átta að morgni vaknaði
eg og þóttist útsofinn. Klæddi eg
mig skjótt. Voru þá hjónin komin
á fætur og niður í eldhús. Þar
ræddu þau saman í hálfum hljóð-
um, því að börn þeirra munu enn
hafa sofið, því að þeim hefir sjálf-
sagt ekki orðið svefnsamt fram eft-
ir nóttu. Eg bauð hjónunum góðan
dag og spurði hvort þau hefðu
nokkuð getað sofið í nótt fyrir ólát-
unum í hundinum. Þau kváðust
ekki skilja hvað amað hefði að
hundinum, )>ví að aldrei fyr hefði
heyrzt neit.t í honum að næturlagi;
hann hefði hlotið að verða var við
eitthvað meira en lítið. Var svo
ekki rætt meira um þetta.
Um daginn vonaðist eg eftir að
Sveinbjörn kæmi, en það brást því
að hann hafði skroppið til Seyðis-
fjarðar. Eftir þrjá daga kom hann
úr þeirri ferð og náði eg þá tali af
honum. Eg spurði hvort honum
hefði vitrast nokkuð nóttina eftir
að við hittumst í Húsavík.
„Ekki var iaust við það“, svaraði
hann. „Mig dreymdi að eg þóttist
úti staddur heima á Parti. Mér
fannst vera nótt, en ekki dimmt,
svo að eg ^á vel til Húsavíkur. Sá
eg þá hvar maður kom út úr hús-
inu í Húsavík og stefndi beint heim
að Parti. Þykist eg þegar skynja,
að hann muni ætla að finna mig.
Hann er óðar kominn og staðnæm-
ist hjá mér Ekki þekkti eg mann-
inn, en mér leizt þegar vel á hann,