Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1960, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
625
að þarna var óbyggt svæði og
engir menn í námunda við
sprengistaðinn nema nokkrir
Tungusar, en þeir eru af Mong-
ólakyni og eru á sífelldu flökti
fram og aftur með hreindýr sín.
Þó bárust fréttir frá þeim um
ógurlega sprengingu, sem orðið
hefði nærri ánni Tunguska (nærri
60. breiddargráðu), en enginn
maður með viti vildi gera sig
hlægilegan með því að leggja
nokkurn trúnað á kjaftasögur hjá-
trúarfullra hirðingja.
Hér má geta þess, að seint á ár-
inu 1908 var haldinn í Dublin
fundur „The British Association
for the Advancement of Science“,
og þar helt dr. H. W Shaw erindi
um merkilegt fyrirbrigði.' Hann
skýrði frá því að undarleg loft-
bylgja hefði farið yfir England
frá norðaustri til suðvesturs hinn
30. júní. Mælitæki á sex rann-
sóknastöðvum hefði orðið vör við
þessa loftbylgju. Menn ræddu um
þetta fyrirbæri fram og aftur, en
enginn af þeim vísindamönnum,
sem þar voru, gat gefið neina
skýringu á því. Skýrsla Shaw var
því borðlögð og gleymdist. Þessi
fyrirburður skeði sama daginn og
sprengingin mikla varð í Síberíu.
Nú leið og beið Heimsstyrjöld-
in fyrri skall á, og menn höfðu
þá um annað að hugsa meðan hún
geisaði, og svo kom rússneska
byltingin þar ofan á, svo að Rúss-
ar höfðu nógu öðru að sinna en
rannsóknum.
En svo var það árið 1920 að
jarðfræðingurinn L. A Kulik pró-
fessor fekk rússnesku stjórnina til
þess að veita nokkurt fé til
rannsóknar á því, hvað hæft
væri í sögunum um hina miklu
sprengingu í Síberíu fyrir 12 ár.
um. Sumarið eftir fór svo Kulik
prófessor austur til Kansk í
Síberíu, en það er járnbrautarstöð
Hér er mynd, sem sýnir hring.
beltin, sem Kulik talar um. í
innsta hringnum voru öll tré
uppi standandi. í næsta hring
voru þau öil brotin eða rifin upp
með rótum, en þar fyrir utan
fóru skógarskemmdirnar minnk-
andi. Þó höfðu tré brotnað í 48
km. fjarlægð frá sjálfum sprengi-
staðnum.
um 600 km. fyrir sunnan sprengi-
staðinn. Þarna átti hann tal við
ýmsa menn, sem mundu spreng-
inguna. Þar á meðal var járn-
brautarverkamaður, sem hafði
verið að vinna við hliðarbraut
skammt frá Kansk, og sagðist
honum svo frá: „Skyndilega varð
eg var við ógurlegan súg og heyrði
mikla þrumu. Eg varð dauðhrædd-
ur. Lestarstjórinn í lestinni nr. 92
varð svo hræddur að hann stöðv-
aði lestina, að öðrum kosti helt
hann að hún mundi fjúka af tein-
unum. Og þegar hann kom inn
á hliðarbrautina þar sem við vor-
um, bað hann okkur að athuga
hvort ekki hefði orðið sprenging
einhvers staðar í lestinni“. Ýmsir
aðrir gáfu honum upplýsingar og
þótti honum allt þetta svo merki-
legt, að fullkomin ástæða væri til
þess að gera út sérstakan rann-
sóknaleiðangur á sjálfan sprengi-
staðinn.
Rússneska stjórnin daufheyrðist
þó við þeirri málaleitan hans er
heim kom, og svo liðu enn sex
ár svo, að ekkert var aðhafst. En
þá fekk Kulik styrk til rannsókna-
ferðar. Lagði hann svo á stað
ásamt samverkamönnum sínum.
Hrepptu þeir mikil illviðri og
komust oft í hann krappan áður
en þeir náðu áfangastaðnum. En
hann var auðþekktur þegar að
honum var komið. Sprengingin
hafði gert þar grunnan gíg um 3
km víðan, en inni í honum voru
svo aðrir smærri gígar, um 200
að tölu og var botninn í þeim
nú þakinn mosa.
Umhverfis gíginn var 7—10 km
breitt skógar-hringbelti, þar sem
trén stóðu öll, en voru nú fevsk-
in vegna þess að hitinn af spreng-
ingunni hafði brennt af þeim lauf
og greinar. Þar næst kom annað
hringbelti, þar sem hvert einasta
tré hafði brotnað eða rifnað upp
með rótum. Var einkennilegt að
líta yfir þann val, því að trjá-
topparnir sneru allir burt frá
sprengistaðnum. Þar fyrir utan
komu enn tvö hringbelti, er náðu
um 60 km. í allar áttir út frá
sprengistaðnum. Voru þar mörg
tré brotin og rifin upp með rót-
um, en þessi skógarspjöll urðu þó
minni og minni eftir því sem ut-
ar dró.
Kulik prófessor gróf 30 metra
djúpa gryfju í sjálfum gígnum til
þess að leita að brotum úr loft-
steini, því að hann var fyrirfram
sannfærður um að gríðarmikill
loftsteinn hefði fallið þarna til
jarðar. En er hann fann ekki nein
brot, þótti honum það mjög und-
arlegt. Hitt þótti honum einnig
furðulegt, að trén, sem stóðu á
næsta hringbelti við gíginn, skyldi
öll standa. Hvernig stóð á því að
þau höfðu ekki brotnað eins og
trén, sem lengra voru burtu? —
Hann reyndi að skýra þetta á
þann hátt, að nokkrum loftstein-