Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1960, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1960, Síða 6
626 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Tröllið í sólhverfinu Júpiter er nœr 1J sinnum stœrri en jörðin um hefði slegið saman þarna og kraftur hvers þeirra hefði sama sem upphafið kraft hinna, líkt og þegar fjórir jafnsterkir menn tog- ast á um fjögur skaut. En nú skýra sovézkir vísinda- menn þetta fyrirbæri á þann hátt, að sprengingin hafi hlotið að verða í lofti, nokkuð fyrir ofan yfir- borð jarðar. Loftþrýstingurinn af sprengingunni hefði því fyrst komið niður nokkuð utan við sjálfan sprengistaðinn. Þess vegna standi trén í innsta hringbeltinu, en þar fyrir utan, þar sem ofur- magn loftþrýstingsins náði sér niðri, hefði það brotið hvert tré eða rifið upp með rótum. Leiðangursmenn Kuliks náðu í ýmsar frásagnir Tungusa um sprenginguna. Einn þeirra, sem þá hafði átt heima í Vanavara, um 80 km. frá sprengistaðnum, sagði svo frá: „Eg sat á verönd utan við húsið og horfði til norðurs. Og þá gaus upp í norðvestri svo óskaplegur eldur að hitinn af hon- um var óþolandi. Eg helt að kvikna mundi í fötunum mínum. Og þessi mikli eldur náði yfir stórt svæði, á að gizka hálfan annan kílómetra. En þetta var ekki nema í svip. Svo dimmdi og þá kom fellibylur, sem feykti mér út af veröndinni, og bá heyrði eg slíkan gauragang að engu líkara var en öll hús væri að fjúka. Rúð- ur brotnuðu í húsum og jarðveg reif af í torfum og slagbrandur- inn fyrir búðinni brotnaði, og var hann þó úr járni“< Allar voru frásagnirnar á þá leið, að engu var líkar en hér hefði orðið kjarnorkusprenging — fyrst hinn ógurlegi hiti, þar næst fellibylur út frá staðnum, og síð- an bylur úr öfugri átt, er loftið leitaði jafnvægis aftur. Sprengingin heyrðist alla leið norður að heimskautsbaug og suð- JARÐSTJÖRNURNAR Merkúr, Marz og jafnvel Venus líkjast jörðinni nokkuð. Öðru máli er að gegna um „stóru bræðurna" í sól- hverfinu, Júpiter, Satúrnus, Úran- us og Neptúnus. Fyrst og fremst er það stærðin sem gerir þá ólíka jörðinni. Júpiter er 138.720 km. að þvermáli, eða nær 11 sinnum stærri en jörðin. Satúrnus er 114,- 400 km. að þvermáli en Úranus og Neptúnus eru líkir að stærð, um 51.200 km að þvermáli. Þessir risavöxnu hnettir hafa ekki sama þéttleika og jörðin. Þeir eru því ekki allir úr föstu efni, heldur er kjarni þeirra umluktur ur að Baikal-vatni, en þangað eru 1000 km. frá Tunguska. Jarðhrær- inga, sem sprengingin olli, varð vart í Tiflis, sem er rúmlega 4000 km. frá Tunguska og í Jena, sem er í 5700 km. fjarlægð Veðurfræðingar í Evrópu, að minnsta kosti í Kaupmannahöfn og Vínarborg, tóku eftir einkenni- legum loftsjónum dagana 30. júní og 1. júlí ,en gátu enga grein gert sér fyrir því hvernig á þeim stæði. Einn þeirra hefir skráð þessa frásögn um það- „Mjög sterka gula birtu lagði á norðurloftið og norðausturloftið að kvöldi hins 30. júní, svo hálfbjart var alla nóttina fram að dögun 1. júlí, en þá varð austurloftið dökkgrænt með gulri slikju. Bæði kvöldin var norðurloftið eldrautt eða dumb- rautt. Næstu nótt var líka svo bjart, að hægt var að lesa smá- prent við þá birtu“. þykku lagi af gaskenndum efnum. Menn vita ekki hvað þetta gaslag muni vera þykkt, og þess vegna vita þeir heldur ekki hver er raun- veruleg stærð hnattanna Júpiter er tröllið í sólhverfinu. Honum fylgja fjórir stórir hnettir, eða tungl, og átta minni, svo að alls hefir hann 12 tungl sér til fylgdar. Vegna stærðar Júpiters töldu menn víst, að hann hefði geisimik- ið aðdráttarafl, en við nánari rann- sóknir hefir komið í ljós, að að- dráttarafl hans er ekki nema 2,6 sinnum meira en aðdráttarafl jarðar er við yfirborð hennar. En það sem . var óráðin gáta fyrir vísindamenn og veðurfræð- inga, var yfirnáttúrlegs eðlis með- al þeirra Tungusa, sem lifðu af þessar hamfarir. Þeir sögðu að eldguðinn Agdy hefði komið til að refsa mönnunum. Og allir urðu að flýa af þessum slóðum, því að þótt þar hefði verið áður hin bezta hagaganga fyrir hreindýr, þá var nú engri skepnu líft þar. Rússar hafa sent nokkra leið- angra á sprengistaðinn, en þeir bættu í engu um rannsókn Kuliks prófessors, þar til nú, að seinasti leiðangurinn hefir komizt að því, að jörðin umhverfis sprengistað- inn er geislavirk. Þar bætist enn við eitt óskiljanlegt atriði, og tím- inn verður að leiða í ljós hvort nokkra skýringu er hægt að fá á því. (Úr „The Milwaukee Journal")

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.