Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1960, Page 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
627
Þetta stafar af því hvað Júpiter er
tiltölulega léttur. Meðalbungi hans
er ekki nema 1,3 sinnum meiri en
þungi vatns, en meðalþyngd jarð-
ar er 5,5 sinnum þungí vatns. Af
þessu er augljóst að jörðin er
miklu þéttari í sér. Og þá er held-
ur enginn efi á því, að gashjúpur-
inn utan um Júpitei er mörg þús-
und km. þykkur, en hve stór kjarn-
inn sjálfur er, vita menn ekki.
Þegar stjörnufræðingar athuga
Júpiter í stjörnusjá, er það ekki
annað en gashjúpurinn sem þeir
geta virt fyrir sér Og að þarna sé
um gasefni að ræða, er sannað með
mælingum á endurskini hnattar-
ins. Það telst vera 44%. Til saman-
burðar má geta þess að endurskin
Neptúnusar er talið 52%, Úranus-
ar 45% og Satúrnusar 42% Endur-
skin Venusar er calið 59% og er
það vegna gufuhjúpsins umhveríis
stjörnuna, en endurskin Marz er
aðeins 15% og Merkúrs 5,5%.
Fyrir nokkru tóku menn eftir
því, að á yfirborði Júpiters eru
bjartar og dimmar rákir, sem
liggja samhliða miðbaug hans. Or-
sakir þeirra telja menn storma.
Þegar fyrstu stjörnusjárnar
komu, tóku menn eftir því, að
Júpiter er ekki hnattlaga, heldur
mjög flatur til skautanna. Þetta
gat ekki stafað af öðru en mið-
flóttaaflinu, sem myndast við
snúning hnattarins svo að hann
belgist út um miðju, en dregst að
sér við skautin. Af þessu drógu
menn þá ályktun að Júpiter mundi
snúast ofsahratt um sjálfan sig.
Þetta sannaðist síðar Þá tóku
menn eftir því að rauður blettur
var í rákunum, og þessi blettur
virtist vera fastur og snúast með
hnettinum. Blettur þessi var norð-
an við miðbaug og var ekkert smá-
smíði, 48.000 km. á annan veginn
og 24.000 km á hinn veginn. Eftir
hreyfingu þessa bletts mældu
menn svo snúningshrað? hnattar-
ins, og kom þá í Ijós að hann fór
einn snúning á hverjum 9 klukku-
stundum og 55 mínútum En eftir
að þessi mæling var gerð, komust
menn þó að því að bletturinn var
ekki fastur á yfirborði hnattarins.
Hann fannst fyrst 1878. en árið
1890 hafði hann tærzt úr stað svo
að nam fjórða hluta af ummáli
hnattarins.
Þótt Júpiter snúist hratt um
sjálfan sig, fer hann hægt á hring-
braut sinni um sól. Meðalfjarlægð
frá honum til sólar er um 773
miljón km., en sporbraut hnattar-
ins umhverfis sól er 48 528.000.000
km. löng. Þessa braut fer hann
einu sinni á nær 12 árum. Hraðinn
er ekki nema um 13 km. á sek-
úndu, en jörðin fei á sinni spor-
braut um 29 km á sekúndu og
Merkúr 47,5 km. á sekúndu.
Tunglin ganga umhverfis Júpi-
ter á mjög mismunandi tíma, enda
er gríðarlegur munur á fjarlægð-
inni þar í milli. Það tunglið, sem
næst er Júpiter fer umhverfis
hann á 12 stundum en það fjarsta
er rúm tvö ár á leiðinni
Þetta er það sem menn vita
nokkurn veginn með vissu um
Júpiter. En það er þó ýmislegt
annað, sem menn þykjast vita eftir
mælingum. Er það bá fvrst, að á
yfirborði hans telja menn að sé
210 gr. frost á Fahrenheit og vegna
fjarlægðar hans frá sólu er þetta
talið sennilegt. (Áður heldu menn
að Júpiter væri enn glóandi). Með
brásjármælingum hafa menn kom-
izt að því, að í hjúpnum utan um
hann muni vera methan-gas og
ammóniak, með öðrum orðum, í
gufuhveli hans er ekkert annað
en banvænt eitur
Sumir stjarnfræðingar hafa
haldið því fram; að Júpiter vært
alls ekki úr föstu efni, þetta mundi
vera gashnöttur. En það getur ekki
verið, hann hlýtur að hafa ein-
hvern kjarna úr því að eðlisþyngd
hans er 1,3. En þá koma þessar
spurningar: Hve stór er kjarninn
og úr hverju erdiann? Hvað er gas-
lagið þykkt utan á honum? Hvern-
ig verður aðkoman þarna, ef geim-
fari tekst einhvern tíma að komast
svo langt?
t Það er þá fyrst, að geimfar sem
hætti sér inn í gashvelið, mundi
þegar verða fyrir ógurlegum
þrýstingi, vegna þess að hvelið er
miklu þéttara heldur en gufuhvel
jarðar. Ef geimskipið kæmist nið-
ur úr þessu hveli, sem gera má ráð
fyrir að sé 20—30.000 km., þá er
þrýstingurinn orðinn miljón sinn-
um meiri heldur en loftþrýstingur
á yfirborði jarðar, og mun ekkert
geimfar þola hann, nema það sé
álíka sterkt og öflugasti orustu-
dreki. Og hvað fengi menn svo að
sjá, ef þeir kæmist niður að yfir-
borði hnattarins7 Ekkert nema
jökul, sem er mörg þúsund kíló-
metra þykkur og harður sem stál,
vegna hins mikla þrýstings, sem á
honum hvílir. Þessi iökull hefir
þegar fyrir óralöngu sogað í sig
allt vatn, sem kynni að hafa verið
í gashvelinu. Vera má líka að ofan
á honum sé þykkt kraplag úr met-
han og ammóníum, ef til vill þús-
undir km. á þykkt. Væri geimfar
nú svo sterkt, að það kæmist í
gegnúm gashvelið án bess að leggj-
ast saman af þrýstingnum, þá
þyrfti það enn að komast í gegnum
þetta krap, áður en það fengi fasta
grund til að lenda á.
Nei, ef menn vilja rannsaka
Júpiter, og geta komist svo langt
út í geiminn verða þeir að lenda
á einhverju af tunglum hans, og
reyna að athuga hann þaðan.
'Úr bókinni „Nine planets“)