Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1960, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1960, Page 8
V 628 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Vöggustofa sem ThorvaldsensfélagiÖ er að reisa í Reykjavík. Þetta gerðist í nóvember ALLMIKLAR umræður og deilur urðu á Alþingi um landhelgismálið vegna þess að ríkisstjórnin féllst á ósk brezku stjórnarinnar um við- ræður um deiluna, þar sem reynt yrði að ná samkomulagi. Allir flokkar eru sammála um að ekki verði kvikað frá 12 milna fisk- veiðilögsögunni, en stjórnarand- stæðingar vilja alls ekki að við Breta sé talað. Útvarpsumræður voru um málið á Alþingi 25. nóv. VEÐRIÐ Veðurfar í nóvember hefir verið áfallalaust og kyrrt loft. Hiti var hinsvegar ekki áberandi meiri en í meðalári. Úrkoma hefir verið lítil sem engin og meðal annars orsakað rafmagnsskort á Norðurlandi vegna vatnsleysis í ám. Sem dæmi um veðurfarið má geta þess að útsprungin rós var í garði norður á Húsavík 24. nóv. (29.) og einnig í garði í Reykjavík (30.) Fyrsti hauststormurinn varð 29. nóv. og komst vindhraðinn þá upp í 11 vindstig í Reykjavík, en á Stórhöfða í Vestmanneyum í 15 vindstig. — Skemmdir urðu ekki miklar í veðri þessu, þó fauk strætisvagn út af vegi í Reykjavík (30.) ÚTGERÐIN A miðnætti fyrsta nóvember var öllum veiðisvæðum dragnótabátanna lokað, þar sem veiðileyfi voru þá út- runnin (1.) Yfir 20 bátar stunda síldveiðar frá Vestmanneyum. Tveir bátar eru um hverja nót (T. og 2.) Mikil brögð eru að því að bátar hafi ekki getað staðið í skilum með greiðslur á tryggingargjöldum sínum fyrir árið 1960 (2.) Verðmæti dragnótaaflans til septem- berloka nam um 17 miljónum kr. (6.) Sildveiðin í Eyum hefir gengið það vel að beitusíld er orðin næg og byrj- að að verka fyrir erlendan markað (13.) Afli togaranna hefir verið mjög lé- legur bæði á heimamiðum og við Grænland og Nýfundnaland. Hefir þetta meðal annars orsakað það að einum hinna nýu og stóru togara, Sig- urði ÍS 33, hefir verið lagt og skips- höfnin afskráð (15.) Einnig var ís- borgu lagt. Erfiðleikurh veldur á ísafirði að skortur er á fólki til vinnu i hrað- frystihúsin. 10 línubátar róa þaðan og hefir afli verið misjafn, en oft dágóð- ur (15.) Afli reknetjabáta við Faxaflóa hefir verið dágóður, sérstaklega eftir að líða fór á mánuðinn (19.) Vátryggingariðgjöld fiskiskipaflot- ans verða greidd af eftirstöðvum út- flutningssjóðs (20.) Síldveiðin hér syðra glæddist mjög síðustu daga mánaðarins. 28. nóvem- ber kom vélbáturinn Guðmundur Þórðarson t. d. fullhlaðinn til hafnar í Reykjavik, eða með 1500—1600 tunn- ur og Heiðrún með um 1100 tunnur (29.) FRAMKVÆMDIR Ný verzlun, Fons, opnar í nýum og glæsilegum húsakynnum í Keflavík (3.) Unnið er nú að margvíslegum fram- kvæmdum i Grundarfirði, vatnsveitan var endurbætt, barnaskóli smíðaður, ibúðarhús, vélaverkstæði og fleira (3.) Gerð hefir verið setustofa í Mennta- skólanum að Laugarvatni, fyrir nem- endur þar (4.) Höfn og verslun rís upp í Skarðs- stöð á Skarðsströnd (5.) Nýtt hús fyrir póst og síma opnað til afnota á Akranesi (5.) Bókaverslun ísafoldar í Austur- stræti stækkuð (8.) Kornrækt ryður sér nú mjög til rúms á Fljótsdalshéraði (12.) Ný snyrtivöruverslun, Tíbrá, tekur til starfa að Laugavegi 19 (12.) Ný verslun, sérverslun með raf- magnstæki og húsgögn, tekur til starfa á Bolungarvík (13.) Nýtt skipulag miðbæarins í Reykja- vík er nú undirbúið og verður kunn- gjört í ársbyrjun 1961 (13.) Nýr, 150 lesta bátur, Ólafur Tryggvason, kom til Hornafjarðar. — Eigandi er Tryggvi Sigjónsson (15.) Klúbburinn, nýstárlegt veitingahús, tekur til starfa í Reykjavík. Forstöðu- menn Klúbbsins eru Birgir Árnason og Bjarni Guðmundsson (15.) Lokið er við að steinsteypa fyrstu götuna á Akranesi (18.) Reykjavíkurbær hefir fengið 25 milljón króna lán af bandarísku vöru- kaupaláni til nýrra hitaveitufram- kvæmda (18.) Flökunarsalur og verbúð fyrir 100 manns í byggingu í Ólafsvík á vegum Hraðfrystihúss Ólafsvíkur (20.) Almenna bókafélagið opnar nýa og glæsilega bókabúð (20.) Ný síldarverksmiðja, sem bræðir 2500 mál á sólarhring tekur til starfa í Vestmanneyum (22.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.