Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1960, Qupperneq 14
634
LESBÓK MORG líNBLAÐSINS
eða illa, hvort þær kunna við sig
þar sem þær eru og hvort þær eru
ánægðar með meðferðina á sér.
Þá sé hægt að bæta úr því sem
aflaga fer, og með því móti muni
jurtir þroskast mörgum sinnum
betur en nú er. Dr. Hubbard seg-
ir að jurtir geti orðið sálsjúkar og
visnað og dáið af því, en nú sé
hægt að koma í veg fyrir það þeg-
ar fylgst er með tilfinningalífi
þeirra.
Dr. Hubbard er svo sem ekki
einn um þessa skoðun. Þess er
skemmst að minnast er indverska
vísindakonan Stella Ponniah kom
fram með þá fullyrðingu, að
jurtir hefði unun af söng og hljóð-
færaslætti. Hún veitti bessu fyrst
athygli hjá stofublómum sínum.
Það var engu líkar en nýtt líf
færðist í þau við ómana af ind-
verskum danslögum. Og þá tóku
þau að vaxa langt fram yfir það
sem áður hafði verið. Þess vegna
fullyrti Stella Ponniah, að hægt
mundi vera að auka jarðargróða
margfalt ef tónar væri látnir ber-
ast yfir akrana.
Eins og allir vita er það eitt af
vandamálum geimferðanna, sem
ráða verður fram úr, á hverju
geimfararnir eiga að lifa. Heizt
hefir mönnum komið til hugar að
rækta einhverjar jurtir í geimför-
unum. Með því væri slegnar tvær
flugur í einu höggi: geimfararnir
fengi piatvæli og jurtirnar myndi
jafnframt eyða kolsýru úr and-
rúmslofti þeirra. Hafa því verið
gerðar margar tilraunir í þessa
átt. Ein þeirra var sú, að vita
hvort kálhöfuð væri ekki ágæt.
Voru nú tekin kálhöfuð og sett í
klefa, sem er eins og klefi í geím-
fari, þar sem aðdráttaraflið er
upphafið og sama er hvað snýr
upp eða niður. En er kálin voru
komin inn í þennan klefa, var
eins og þau töpuðu sér alveg og
( f
4
hættu að vaxa. Þetta er talin
sönnun þess, að ekki sé sama
hvernig farið er með jurtir. Þær
þrífast bezt ef þeim er sýnd alúð
og hjartahlýa, jafnframt því sem
vel er séð fyrir þörfum þeirra.
Vestur í Los Angeles er félags-
skapur sem nefnist „The Relegious
Research Foundation" sem hefir
það markmið að hlúa að plöntum
með því að hugsa hlýtt til þeirra.
Félagið heldur fundi reglulega og
kappkosta menn þá að senda
blómum og jurtum hlýar hugsan-
ir, en við þetta dafna blóm og
jurtir ágætlega og vaxa ótrúlega
mikið. Á þessu þykir sýnt að
jurtir kunni að meta vináttu og
þýðleik.
Aftur á móti eru mýmörg dæmi
þess að jurtir þola ekkt kaldlvndi
og hörkulegt viðmót. Og þá er
eins og sumar reiðist og andi frá
sér eitruðum gufum.
Ef einhver ódöngun kemur í
jurtir, er hægt að hressa þær með
rafmagnsstraumi. Þetta hefir garð-
yrkjumaður nokkur í Sussex í
Englandi reynt með góðum ár-
angri. Hann á gróðurhús, þar sem
hann ræktar tómata. Honum
fannst einhver deyfð í plöntunum
og var ekki ánægður með upp-
skeruna. Hann lagði þá rafmagns-
leiðslur í moldina við rætur
þeirra, og eftir það brá svo við
að hann fekk þrefalda uppskeru.
í blaðinu „This Week“, sem gef-
ið er út í Bandaríkjunum, segir
garðyrkjumaður nýlega, að þegar
mönnum skiljist að jurtum verð-
ur að líða vel og þær verði að
vera ánægðar, þá muni þær launa
fyrir sig með því að gefa upp-
skeru á öllum tímum árs.
(Úr World Digest)
—-
NÆSTA LESBÓK
kemur ekki fyr en um jólin.
Læknabók
Celsus
H V E R kannast nú við Celsus,
manninn sem ritaði sögu læknis-
listarinnar fyrir 2000 árum? Áreið-
anlega mjög fáir aðrir en læknar.
Fullu nafni hét hann Árelíus
Cornelíus Celsus og er talið að
hann hafi fæðst árið 25 f. Kr.
skammt frá Narbonne, sem er á
Miðjarðarhafsströnd Frakklands,
skammt frá spönsku landamærun-
um. Hann var af göfugum ættum
og sennilega ríkur og átti heima í
Rómaborg á manndómsárum sín-
um. Um hann er annars fátt vitað
nema þetta, að hann ritaði fyrstu
sögu læknislistarinnar og jafnvel
þá einu sem til er. Enginn af sam-
tíðarmönnum hans kallar hann
lækni. Pliny hinn eldri kallar
hann rithöfund. En bók hans ber
með sér að hann hefir verið vel
að sér í læknisfræði.
Hafi hann verið rithöfundur og
skrifað margar bækur, en nú eru
þær allar glataðar, nema saga
læknislistarinnar. Hún lá að vísu
gleymd og grafin í rúmlega 1400
ár. En þá var það að Nikulás
páfi V. uppgötvaði bókina. Hann
sá þegar hvílíkur dýrgripur hún
var og lét prenta hana í Florens
1478. Þetta er því fyrsta lækninga-
bókin sem komst á prent, enda
var prentlistin þá alveg ný af nál-
inni. Nikulás páfi var merkilegur
menningarfrömuður. Það var
hánn sem stofnaði hið víðfræga
bókasafn Vatikansins og páfahöll-
in 'var á hans dögum miðstöð
fræða og menningar í Ítalíu.
Celsus var Rómverji og hann
ritaði bók sína á latínu. En á ham
(