Lesbók Morgunblaðsins - 04.12.1960, Qupperneq 16
63«
LESBÚK MORGUNBLAÐSINS
BRIDGE
A 963
V K D 7
♦ Á K 4
* K 9 4 2
* A G 4 2
V 10 9 5 4
* 73
* D 10 3
♦ —
V A 8 3 2
♦ G 109 86
* G 7 6 5
♦ K D 10 8 7 5
V G 6
♦ D 5 2
X Á 8
N gaf og sagnir voru þessar:
N A s V
1 X pass 1 X pass
1 gr. pass 3 X pass
4 X pass pass pass
Vestur sló út T7 og slagurinn var
tekinn í borði. Þá kom tromp og V
drap drottningu með ás, og kom aft-
ur með tigul, sem nú var tekinn á
hendi. Kom svo SK og síðan lágspaði
undir gosann. Þá kom út hjarta, sem
A drap með ás, og sló síðan út tigli,
en þann slag fekk V á tromp, og þar
með var spilið tapað.
S hefði átt að slá út hjarta í öðr-
um slag. Með því náði hann ásnum
af A, og eftir það voru spil A gagns-
laus. Á þennan hátt hlaut S að vinna
spilið.
Sjón og heyrn
Halldór hét bóndi í Steinum undir
Eyafjöllum, merkur maður, greindur
vel, tölugur og hávaðamaður í meira
lagi. Einu sinni átti hann, ásamt fleir-
um, erindi út að Hlíðarenda til Vig-
fúsar sýslumanns Þórarinssonar. Vig-
fús kom út að fagna gestum og segir
við Halldór um leið og hann heilsar
honum: „Mikil rödd er yður gefin,
strax sem þér komuð út fyrir Selja-
landsmúla heyrði eg glöggt hvert orð,
sem þér sögðuð“. Halldór svarar:
MIÐBÆRINN 1 REYKJAVÍK. — Þessa ágætu mynd tók ljósmyndari Morgun-
blaðsins úr flugvél fyrir skemmstu. Sér þar yfir mestan hluta Miðbæarins,
Austurvöllur á miðri mynd og handan við hann Alþingishúsið og dómkirkjan,
sem nú eru orðin lítil í samanburði við ýmis stórhýsi þar í nánd. Svo sér yfir
tjörnina með hólmunum og tjarnarbrúnni. Lengst í burtu sér til Skerjafjarð-
ar og flugvallarins. (Ljósm.: Ól. K. Magn.)
„Guði sé lof fyrir heymina yðar og
málið mitt“. (Frásögn séra Stefáns
Stephensen í Hróarsholti)
Eftirmæli
Karl nokkur dó í Blönduhlíð og var
Gísli Konráðsson beðinn að yrkja til
minningar um hann, en Gísli afsakaði
sig með því, að hann gæti ekkert um
karlinn sagt, því hann hefði hvorki
gert gott né illt af sér. Var þá leitað
til Hallgríms Jónssonar læknis um
eftirmælagerð. Hallgrímur hafði þá
frétt orð Gísla og kastaði þegar fram
þessari vísu:
Satt um manninn segja ber,
sjálfs að efnum bjó hann.
Engum gerði illt af sér
eða gott. Svo dó hann.
Roðgúll
var hjáleiga á Stokkseyri og kemur
nafnið fyrst fyrir í Jarðabókinni 1708.
Um það segir dr. Guðni Jónsson (Ból-
staðir og búendur í Stokkseyrar-
hreppi): „Erfitt er að gera sér við-
hlítandi grein fyrir Roðgúlsnafninu.
Séra Jakob prófastur í Gaulverjabæ
ritar það jafnan Rauðgúll. Mun það
vera skýringartilraun hans.... Brynj-
ólfur Jónsson frá Minna-Núpi giskaði
á að upphaflega nafnið hefði verið
Rauðkuhóll.... Hyggjum vér.... að
Roðgúlsnafnið sé upphaflega gefið í
gamni eða kerskni". — 1 Blöndu II
er ritgerð um bæarnöfn eftir Pál
Bjarnason cand. phil. og heldur hann
því fram að forskeytið Rauð- merki
jarðsæld, auða jörð, og segir svo:
„Roðgúll (þ. e. rauðkjaftur) er Vatns-
dalur kallaður, af því að þar er jarð-
sælt og dalurinn gapir oft alauður inn
í hjarnbreiðu fjallanna umhverfis
hann“.
Upphaf Sauðárkróks
Um 1860 voru þrír búðargarmar á
Sauðárkróki úr torfi , er sjómenn
höfðu til skjóls, en eftir það fóru
menn að byggja þar. Fyrstur manna
byggði þar Árni Arnason „klénsmið-
ur“, og var þá farið að byggja þar af
fleirum. Fyrst verslaði þar Hallur As-
grímsson og þar næst Loðvík Popp og
svo hver af öðrum. En þar er nú höf-
uðstaður sýslunnar. (Símon Eiríksson
í Litladal)