Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1961, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1961, Blaðsíða 2
18 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hefði gert neitt til að verðskuldá. Og ekki var það kotungslegt að gefa mér íslenzku orðabókina þeg- ar hún kom út. Það var síður en , svo að Sigfús ætti sök á því, að eintakið komst aldrei í mínar hendur, heldur var það sök þess manns, er trúað var fyrir bókinni, og vitaskuld lét eg gefandann aldrei vita að hún hefði ekki komizt mér í hendur. Þeir munu flestir verða á einn veg vitnisburðirnir um Sigfús Blöndal. —OOO— Fyrir jólin í vetur komu út Endurminningar Sigfúsar. Ekki verður hér skrifað um þá bók í heild, því að eg er ekki að skrifa ritdóm, en það ætla eg að örugg- lega megi segja, að enga eigum við minningabókina elskulegri en hana. Því miður nær hún skemmra niður á við í tímanum en við mundum óska, því að henni lýkur þar sem höfundurinn kemur til Kaupmannahafnar 19. september 1892, þá átján ára gamall stúdent, sem ráðinn er í að gera forntung- urnar að sérgrein sinni við há- skólanámið. Síðar fannst honum sem þetta hefði ekki verið heppi- legasta valið, og að heldur hefði hann átt að taka sögu. Hvað sem því líður, þá átti þessi blásnauði unglingur eftir að verða á síðara hluta ævi sinnar án efa fjöllærð- astur allra þeirra íslendinga, er þá voru uppi, og að vinna það af- rek sem aldrei getur með öllu fallið í gleymsku meðan einhver leggur stund á íslenzka tungu. Eigi að síður eru þó Endurminn- ingar hans ritaðar á heldur lé- legri íslenzku og virðast hugsaðar á dönsku, eins og berlega kemur fram í því, að tíðir sagna eru þar að dönskum hætti, fremur en ís- lenzkum. Og sú eina setning, sem eg mun brátt taka upp úr bók- inni (því að sökum þeirrar setn- ingar er grein þessi skrifuð), er í rauninni danska sögð með íslenzk- um orðum. En orðin eru ekki ein- ing málsins, heldur setningin. Á þeim sannindum gengur þeim mönnum einatt illa að átta sig, sém baslarar eru á ritvellinum, eins og t.d. þorri blaðamanna hér og þeirra er fréttir segja í út- varpi. En Sigfús Blöndal var ekki baslari á því sviði, heldur var það hitt, að löng og stöðug notkun framandi tungu hafði slævt til- finningu hans fyrir móðurmálinu. Eðlilegt væri að ætla, að æsku- minningar rifjaðar upp eftir um það bil hálfa öld, hlytu að verða fátæklegar um fróðleik. En hér verður raunin önnur. Bókin er troðfull af fróðleik, bæði um líf þjóðarinnar tvo næstsíðustu ára- tugi nítjándu aldar og um fjölda einstakra manna, karla og kvenna, er þá voru uppi. Vera má að sum- ar mannlýsingarnar séu ekki svo alhliða sem við mundum óska, það eru þær sannlega og sannan- lega ekki allar. En ekki er þar tepruskap eða einurðarleysi um að kenna, því að Sigfús Blöndal skrifar einmitt af fullkomnu hisp- ursleysi (getur jafnvel látið sög- una um Coghill og „helvítið hana Guddu“ fljóta með). Hann hefir bæði vitsmuni og heiðarleik til þess að skilja það, að svo bar honum að gera. Og svo er það líka hitt, að hversu hlutlægt sem við reynum að dæma um aðra menn, getur naumast hjá því far- ið að nokkuð af okkar eigin per- sónuleika blandist inn í niður- stöðuna. í umsögnum Sigfúsar Blöndals má að jafnaði gera ráð fyrir að án þess að vera sér þess meðvitandi láni hann þeim mönn- um, er hann ræðir um, dálítið af sinni eigin frábæru góðmennsku og prúðmennsku, láti hvatir þeirra spretta upp úr svipuðum jarðvegi og sínar eigin. Og vel gat hann, eins og hver annar, þekkt mann án þess að hafa séð allar hliðar hans. En á okkur öllum eru marg- ar * hliðar, og þó ekki á öllum jafn-margar. í allri bókinni er á engan mann hlaðið slíku lofi sem á Björn M. Ólsen. Sökum þess, hve einhliða dómur Sigfúsar er um þenna kennara hans, vin og velgjörða- mann, verður hann að oflofi, og mun það þó satt, að finna megi stað nálega öllu þessu mikla hrósi. Svo var mikið vel um þenna höfð- inglega og skörulega gáfumann. En borið gat það við að skapofs- inn þurkaði út höfðingsskapinn. Ekki fer það mér úr minni er eg eitt sinn í ráðherratíð Björns Jónssonar (sem eg þá hafði enn ekki kynnzt af eigin raun) kom vestan Austurstræti, en á undan mér gengu Björn Ólsen og ein- hver góðkunningi hans, sem eg þekkti ekki. Sá virtist hægur og rólegur, en Björn var í mjög æstu skapi og jós sér út yfir Björn Jónsson með svo óþvegnu og strákslegu orðbragði að mig undraði stórlega, og alltaf var Ól- sen í mínum augum heldur smærri eftir þetta. Eg mundi vel hvað Einar Hjörleifsson hafði sagt í Fjallkonunni um hæfileika hans til þingmennsku þegar Hannes Hafstein gerði hann að konungkjörnum þingmanni. Mér hafði þá fundizt að ómaklega hlyti að vera mælt, og skorti þó ekki á að eg fylgdi Fjallkonunni að málum í þá daga, en nú þótti mér í svipinn vænt um að Einar hafði skrifað eins og hann gerði, fannst sem dómur hans hefði far- ið nærri réttu. Tröllatrú mín á frábærum skilningi Ólsens á fombókmenntum okkar hélzt ó- i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.