Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1961, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1961, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 39 Richard Beck | Hér anga rósir á aðfangadag (Ort í Suður-Kaliforníu og flutt á íslendingasamkomum I Los Angeles og San Francisco í desember 1960). Hér anga rósir á aöfangadag og eplin á trjánum glitra, og fuglar kvaka sitt Ijúfasta lag, svo laufhjörtun snortin titra. I Sú aukning sumars mér hitar hug, en hjarniö er mér aö háki, og sál mín himinglöö hefur flug meö hœkkandi vœngjataki. Já, dýrölegt er þaö aö eiga sér vor hiö ytra á miöjum vetri, aö rekja sumarsins sólbjörtu spor í síungra blóma letri. En dásemd meiri þó ööru er aö eiga sér vor í hjarta, þá sólartrú, sem oss birtu ber, er byrgir oss nóttin svarta. Hér anga rósir á aöfangadag, og yndi þaö hjörtum glæöir, en kvöldsins heilaga klukknanna lag meö klökkva um hug minn flœöir, því ilmur minninga af œskunnar grund og angan frá sumarblómum þau veröa eitt þessa unaöarstund við ómblœ af gömlum hljómum. bifuð enn um langt skeið, enda hafði Einar viðurkennt hann á því sviði. Það var ekki fyr en 1917 í London að lítið atvik vakti mig til þess að vera á verði einnig þar. Eg var þá, eins og svo oft, staddur heima hjá A. W. John- ston (þar mátti heita mitt annað heimili) og við ræddum um eitt- hvert fornbókmenntalegt vafa- atriði (eg man ekki lengur hvað það var), og þó að eg væri illa að mér, gat eg vitnað í eitthvað sem Björn Ólsen hafði um þetta sagt. Segir þá Johnston: „Já, Björn Ólsen, eg vil helzt alltaf leiða hjá mér það sem hann segir, því eg veit aldrei hvort það er heila- spuni eða styðst við rök“. Satt er það, að tilgátur hans eru oft býsna djarfar, en löngum eru þær skarplegar og líkindalegar, þó að réttara sé að taka þær með varúð. Fyrir náin kynni við nokkra þá menn, er voru í skóla fyrir og um 1880 hefi eg átt þess kost að fræðast um ótrúlega margt, sem í skólanum gerðist á þeim tíma. Þessir menn sögðu mér frá mörgum atvikum út í æsar. Þá gekk ýmislegt hröslulega í skól- anum og þar voru miklar erjur. Rektor, Jón Þorkelsson, var ljúf- menni og vildi öllum vel, en var ekki skörungur til stjómar. Björn Ólsen lét mjög til sín taka, en stjórn hans varð að ofstjórn, sem er hin versta tegund óstjórnar. (Hann var hvarvetna óhemjulega ráðríkur, nægir hér að minna á forustu hans í Bókmenntafélag- inu.) Hann kunni ekki að stjórna unglingum, kunni ekki að gera greinarmun á því, sem var þess eðlis að bezt var að láta það af- skiptalaust, og hinu, sem ekki mátti leiða hjá sér. í þessum erj- um kom hann ekki alltaf fram með þeim drengskap, sem ungir menn eru næmir fyrir og kunna að meta, ef þeir eru óspiltir af illum félagsskap. En í flestum þeim sögum, sem mér voru sagð- ar, kom hann eitthvað við gang málanna, stundum algerlega að óþörfu að því er virðast mátti. Mál þetta er í rauninni ekki svo einfalt sem það verður hjá Sig- fúsi Blöndal, þar sem ástin hyi- ur lýtin. Svo komu nú ósköpin þegar Björn Ólsen tók sjálfur við rektorsembættinu. Um þau þarf ekki að ræða hér. En gegnum margar þessar frásagnir virtist mér þó mega grilla að í rauninni var Björn Ólsen maður sem vildi nemendunum vel, og ég get ekki betur séð en að jafnvel milli hans og Jóns Þorkelssonar yngra hefði allt getað farið sæmilega ef Jón hefði ekki espað Björn með ert- ingum sínum. Framkoma Björns Ólsens gagn- vart Sigfúsi Blöndal, frá önd- verðu alt til æviloka, var með þeim ágætum að hún verður hon- um til ævarandi sæmdar. Og sömu sæmdina hlýtur Ingunn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.