Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1961, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1961, Blaðsíða 10
46 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sagði Ti Malice. „í morgun tók afi minn léttasótt, og vegna þess að engin yfirsetukona var til, varð eg að sitja yfir honum, og hann fæddi tvíbura“. — „Heyr á end- emi!“ sagði konungur, ,-,hvenær byrjuðu afar á því að ala böm?“ — „Um sama leyti og hænurnar fóru að mjólka“, sagði Ti Malice. — Haitimenn hlæa altaf jafn dátt að þessari sögu, þótt þeir hafi heyrt hana hundrað sinnum. Áður en við færum frá Banda- ríkjunum, ráðlögðu vinir okkar að við skyldum endilega kaupa málverk á Haiti. Og þeir vísuðu okkur á mann, sem heitir De Witt Peters. Við fréttum seinna að Peters hefði farið frá Bandaríkjunum til Haiti 1943, til þess að kenna þar ensku. Hann var einnig málari. Og þegar hann kom þangað furð- aði hann sig á því, að þar skyldi ekki vera neinir listmálarar, eins og litskrúðið í náttúrunni er mik- ið. Og eftir misseri hætti hann við enskukennsluna en stofnaði málaraskóla. Þar hafði hann leyst aðkallandi vandamál. Fólk streymdi að honum úr öllum átt- um, bílstjórár, skóladrengir, þjón- ar, fjallabúar og verkamenn. Allir vildu mála. Og nú er svo komið að málverk frá Haiti eru í einka- söfnum beggja megin Atlantshafs- ins. Þegar eg kom til Peters varð mér starsýnt á málverk, sem hekk þar á vegg. Það var af bláklædd- um engli, sem sveif í lausu lofti, en allt um kring hann voru blómstrandi trjágreinar. „Þetta er eitthvert merkilegasta málverkið, sem gert hefir verið á Haiti“, sagði Peters. Og svo sagði hann mér þessa sögu: Árið 1945 kom hann til þorps- ins Mont Rois. Þar kom hann auga á litskrúð mikið. Og er hann gáði betur að, sá hann að þar var við dyr máluð með sterkum lit- um auglýsing um ávaxtadrykki, en allt um kring voru myndir af fuglum og blómum. Peters sá þeg- ar, að þetta hafði enginn klaufi gert. Hann fekk nú að vita, að listamaðurinn var voodoo-prestur og húsamálari, sem hét Hector Hyppolite, en hann brygði því stundum fyrir sig að mála myndir með hanafjöðrum og nota til þess litskær lökk. Það var ekki fyr en mörgum mánuðum seinna að fundum þeirra bar saman í St. Marc. Þar átti Hyppolite heima og barðist við að hafa í sig, konu sína og tvo krakka. Peters keypti þá mynd af honum og gaf honum málaraáhöld. Fáum dögum seinna kemur Hyppolite til hans með 16 myndir. Hann sagði að sig hefði dreymt að.hann ætti að mála svo margar myndir, og maður, sem kæmi yfir hafið, myndi kaupa fimm þeirra. Þetta rættist. Fransk ur rithöfundur, André Breton, var þá á ferð á Haiti. Hann keypti fimm af þessum myndum og borg- aði 8 dollara fyrir hverja .Þar með var Hyppolite kominn á hina grænu grein. En Breton sagði: „Þessi málverk ætti að gera bylt- ingu í franskri málaralist“. — Nú fluttist Hyppolite til Port au Prince og gerðist listmálari. Að vísu hafði hann áður fengið leyfi voodoo-andanna til þess að mega breyta um starf. Og nú málaði hann og málaði, og ferðamenn streymdu til hans. Þremur árum seinna andaðist hann, en þá voru málverk hans komin á söfn víðs vegar í Ameríku og Evrópu. Þetta er ekki einstakt dæmi. Það er eins og listin sé Haitibúum í blóð borin og hafi fengið útrás, er Peters kom þangað. Líklega hefir þessi list komizt hæst í mál- verkum í Biskupakirkjunni í Port au Prince, þótt undarlegt megi virðast, því að í list þeirra bland- ast alls konar hugmyndir frá voodoo-trúnni og svartagaldri. Að- almálverkið er eftir sextugan mann, sem hét Philomé Obin, og er af krossfestingunni. Sagt er að Obin hafi beðizt fyrir á hverjum morgni, áður en hann byrjaði að mála. En á málverkinu stendur krossinn ekki á Golgata, heldur á götu í einhverri borg á Haiti. Annar málari, Castera Bazile, hef- ir málað mynd af upprisunni og þar sést Kristur fara til himna upp af götu þar sem strákar eru í boltaleik. Þriðji málarinn, Wil- son Bigaud, sem ekki var nema tvítugur, hefir málað mynd af brúðkaupinu í Kana. Þar sést einn af gestunum sitja í hæginda- stóli, en á bak við gestafjöldann er lögregluþjónn að handtaka hænsaþjóf. — o — Saga Haiti er saga sífeldra bylt- inga. Fólkið losaði sig við 14 for- seta hvern af öðrum. Einn var drepinn á eitri, annar var sprengd- ur sundur í tætlur o.s.frv. Þó kastaði tólfunum er Vilbrun Guil- laume Sam var forseti. Hann var harður í horn að taka og lét varpa mótstöðumönnum sínum í fangelsi hópum saman. Og í einhverju óðagoti létu fylgismenn hans drepa 167 af þessum föngum. Þá hófst uppreisn. Sam leitaði hælis í sendiráði Frakka, en þaðan var hann dreginn og óður múgurinn sleit hann sundur, lim fyrir lim. Það er mælt að kona nokkur hafi gengið um götur borgarinnar með höfuð hans á stöng. Hún hefndi sín þannig fyrir það, að sonur hennar hafði verið meðal þeirra fanga, sem drepnir voru. Þetta skeði 1915 og nú var þarna óstjórn, ringulreið og mann-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.