Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1961, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1961, Blaðsíða 8
44 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS SVERTIIMG JALYÐVEL DIÐ H AITI MILLI Kúba og Puerto Rico er stór ey, sem heitir Hispaniola. Þar eru tvö ríki, Haiti og Dominikanska lýðveldið, þar sem töluð er spanska. Haiti er indianskt nafn og þýðir hálendi, enda er um 80% af landinu fjalllendi. Haiti er oft nefnt svarta lýð- veldið, því að það er byggt afkomendum svertingja, er fluttir voru frá Afríku sem þrælar. Eitt sinn laut það Frökkum, en brauzt undan þeim á dögum Napoleons mikla, og þá stofnuðu svertingjar þarna sitt eigið riki 1804. Nú eru þarna um 3Vz milljón manna og fátækt óskapleg. Eftirfarandi frásögn er út- dráttur úr grein um lýðveldi þetta og birtist hún í seinasta heftinu af „National Geographic“. tilveruna. Ásigkomulag þessara langvarandi slæðinga minnir á hinar fornu kenningar um sálna- flakk og hreinsunareldinn. Stund- um virðist sem tekizt hafi að hjálpa þessum villtu og reikandi sálum með fyrirbænum. Þegar tímar líða dregur úr reimleikum slæðinga af þessari tegund og að lokum mást þeir út og hverfa. Dæmi eru til, eftir ís- lenzkri reynslu, að slæðingar þess- arar tegundar, hafa orðið aldar- gamlir eða meir. Nokkur slík dæmi væri hægt að nefna til þess og allra þeirra dularfullu fyrir- brigða, sem að framan er getið. En tilgangurinn er ekki að ræða einstök fyrirbrigði né segja slíkar sögur. Aðalatriði þess, sem hér hefir verið hugleitt eru þessi: Að sálin og sálarlífið eru mannin- um gefið að öðrum leiðum en líkamslífið. Að sálin og sálaröflin starfa langt út fyrir svið líkamslífsins — og Að svipverur látinna manna — sé slíkum fyrirburðum ekki með oflæti hafnað — eru órækt vitni um tilvist sálarinnar eft- ir líkamsdauðann. Kaffi HRESSINGAREFNI það, sem er bæði í kaffi og te, nefnist „caffein“. Nú hefir tekizt að framleiða það í kjarn- orkustöðvum og hefir það langt efna- samsetningarnafn: I-methyl — C14 — 3,7 — dimethylxanthine. En ekki er bitinn gefinn, eitt millicurie kostar 450 dollara. Það yrði því dýrt fyrir almenning að gera sér kaffi úr þessu, enda ekki til þess ætlast, heldur verð- ur það notað til rannsókna á því hvaða áhrif „caffein“ hefir á hjarta, öndunarfæri og taugakerfi manna. ÞEGAR við stigum af flugvél- inni á Bowen Field, flugvelli Port au Prince, heyrðum við dyn í bumburin í fjarska. Og er við stóðum inni í afgreiðslusalnum, sem er skreyttur marglitum myndum eftir innlenda málara, heyrðum við bumbudyninn enn. Eg hafði orð á því við konu mína hvort eyarskeggjar mundu vera að fagna okkur um hábjartan dag með voodoo, eða særingadönsum sínum. Tollvörður heyrði hvað egsagði. Hann brosti góðlátlega og sagði: „Nei, þetta er ekki voodoo. Það er „combite“ eða vinnufögnuður. Einhvers staðar hér í nágrenninu hefir fólk safnazt saman til þess að hjálpa bónda til að reisa sér hús. Þeir syngja við vinnuna og bumbuslátturinn stjórnar söngn- um“. VIÐ FÓRUM til borgarinnar í leigubíl, það er ekki nema 10 mínútna akstur. Á götunum var mikil umferð fólks í marglitum klæðum, og töltandi asna. Sól- skinið er bjart, en það er ein- hver hrörnunarsvipur á timbur- húsunum. Víða mátti sjá stúlkur í litsterkum klæðum sitja við litl- ar handsnúnar saumavélar. Þær biðu þess að fá að gera við rifu á fati, eða fá að sauma einhverja flík þarna á götunni. Markaður- Húsfreya í sveit.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.