Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1961, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1961, Blaðsíða 4
104 LESBÓK MORGUNBLAPSINS þess að hefna Jóns biskups Ara- sonar. Getur séra Sigurður B. Sivertsen þess, að nokkuð af bein- um hafi verið flutt þaðan og þau greftruð í kirkjugarði. Hann getur þess einnig, að þar „hafi fundizt silfurhringur með gömlu verki“. En það var misskilningur að hér væri um bein þeifra Kristjáns skrifara að ræða. Þeir voru fyrst dysjaðir fyrir utan garð á Kirkju- bóli, en seinna voru líkin tekin UPP °g grafin að hálfkirkju, sem þar var. Veturinn 1868 varð í stórviðri mikill uppblástur hjá Hafurbjarn- arstöðum og komu þá í ljós nokkrar grafir. Sigurður Guð- mundsson málari fekk fregn af þessu og þóttist hann þegar vita, að þarna væri um að ræða kumla- teig frá fornöld. Fekk hann þá Ólaf bónda Sveinsson á Hafur- bjarnarstöðum til þess að rann- saka þennan kumlateig. Ólafur gróf upp 7 kuml og fann þar ým- islegt merkilegt, og eru þeir gripir geymdir í Þjóðminjasafni. „Enn skipar fundur þessi veglegan sess í fornaldardeild Þjóðminja- safnsins. Kumlateigurinn gæti ver- ið ættargrafreitur Hafur-Bjarnar Molda-Gnúpssonar“, segir Kristján Eldjárn þjóðminjavörður í bók- inni „Stakir steinar“. Þar segir hann ennfremur frá því, að sumarið 1947 fóru þeir Jón Steffensen prófessor vestur að Hafurbjarnarstöðum í eftirleit og fundu þar tvö óhreyfð kuml. „í annari gröfinni var ungbarn og hafði verið lagt til hvílu í litlum tréstokki og lögulegum steinum snoturlega raðað umhverfis. í hinni gröfinni lá beinagrind af fullorðinni konu (um fertugsald- ur). Hún lá á hægri hlið, fætur mjög krepptir, beinin stráheil og hrein í hvítum sandi, brimsorfnir steinar yfir. Kona þessi var búin * nokkru haugfé, þó ekki ríkmann- legu. Til hversdagsgripa má telja hníf, kamb og matskeljar þrjár, fremur til skartgripa bronsprjón vænan, sem konan hafði borið á brjósti, líklega til að taka saman skikkju eða feld, og litla skraut- lega bronsnælu við háls, sennilega til að loka með klauf á kyrtli“. Hann segir ennfremur: Merk- asti gripur haugfjárins er brons- nælan. Þótt farið sé með logandi ljósi um öll forngripasöfn Norður- landa, finnst ekki ein þríblaða- næla eins og nælan frá Hafur- bjarnarstöðum. En stíl hennar þóttist eg eigi að síður geta skil- greint. Skrautverk þetta mun eiga að telja til keltnesk-norræns skrautstíls, sem upp kom fyrir samskifti keltneskra og norrænna manna við írlandshaf og bezt er þekktur af hinum frægu stein- krossum frá 10. öld á eynni Mön. Smiðurinn, sem steypti næluna frá Hafurbjarnarstöðum, hefir kunnað þennan stíl og sjálfur, eða meistari hans á undan honum tek- ið upp á að nota hann til að skreyta hinn gamla norræna skartgrip, þríblaðanæluna. Næl- una má líta á sem dæmi um sýni- leg tengsl milli íslands og vest- rænna víkingabyggða á 10. öld. — Þessi litla næla hefir því merki- lega sögu að segja. Og ósjálfrátt leita ýmsar spurningar á hugann í sambandi við hana. Hvar er hún upprunnin? Hvernig stendur á því að hún skyldi finnast einmitt á þessum stað? Hver var koná sú er átti hana og hafði hana með sér í gröfina? Alls hafa fundizt 9 kuml hjá Hafurbjarnarstöðum, og aðeins í tveimur þeirra hafa konur verið leiddar, svo víst sé. Vera má, að eitt kuml eða fleiri hafi verið ör- fóka áður en rannsókn Ólafs Sveinssonar fór fram 1868. Um það vitum vér ekki neitt með vissu, aðeins þetta, að „nokkuð af beinum var flutt þaðan“ áður og grafin í kirkjugarði. Ekkert segir af því hvort þeir sem beinin hirtu hafi grafið eftir þeim, eða aðeins hirt þau bein, sem vindur hafði blásið upp. Af skýrslu Ólafs má þó ráða, að bein hafi verið hirt úr nokkrum kumlum áður en hann rannsakaði þau, og geta verið þau bein, sem greftruð voru fyrrum í kirkjugarði. Þegar athuguð eru þau tvö kvenkuml, sem fundust, má sjá að meira hefir verið haft við greftrun þeirrar konu, er í seinna kumlinu fannst, og hér hefir verið lýst. Þess vegna er ástæða til að ætla, að þetta hafi verið kuml húsfreyu á Hafurbjarnarstöðum. Húsfreya á Hafurbjarnarstöðum, kona Hafur-Bjarnar, var Jórunn dótturdóttir keltneska landnáms- mannsins Ráðorms í Vetleifsholti. Þarna er hið keltnesk-norræna samband, sem svo vel getur skýrt, hvers vegna hin einkennilega þrí- blaða næla, með keltnesk-norræn- um stíl, skyldi einmitt finnast þarna á þessum stað. Hér styður hvað annað. Gröfin bendir til þess, að hún hafi verið legstaður húsfreyunnar á Hafurbjarnarstöð- um, og hin einkennilega nál bend- ir til hins keltnesk-norræna ætt- ernis hennar. Vér getum vel hugsað oss, að nælan hafi verið ættargripur, fyrst í eigu Arn- bjargar húsfreyu í Kvíguvogum og síðan gengið að erfðum til dóttur hennar, húsfreyunnar á Haf- urbjarnarstöðum. Er þá gert ráð fyrir, að nælan hafi verið komin vestan um haf með Ráðormi. Þó er ekki loku fyrir það skot- ið, að Hafur-Björn hafi sjálfur smíðað þessa nælu handa konu í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.