Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1961, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1961, Blaðsíða 6
106 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS • • Orvhendir menn HVERNIG stendur á því að sum- ir menn eru örvhendir? Um þetta hefir verið mikið rætt og ritað, en menn hafa ekki kom- izt að neinni fastri niðurstöðu enn. Ekki vantar þó að ýmsar get- gátur hafi komið fram. Sumir segja að þetta sé erfða- eiginleiki, líkt og litur á augum og hári. En ekki hafa fengizt neinar fullgildar sannanir fyrir því, að svo sé. Að vísu verða börn örvhendra foreldra oft örvhend, en það er talið stafa fremur af fordæmi foreldranna — að börnin taki það eftir þeim að nota meira vinstri höndina. Aðrir halda því fram, að menn sé örvhendir vegna þess, að heila- stöðvarnar sem ráða handatiltekt- um, sé þroskaðri hægra megin og þess vegna beri menn fremur fyr- ir sig vinstri höndina. En þessi tilgáta hefir verið kveðin niður vegna þess, að með rannsóknum vísindamanna hefir ekki verið unnt að finna neinn mun á heila- stöðvum þessum hægra megin og vinstra megin. Dr. Ira S. Wile rannsakaði mjög gaumgæflega fornaldarminjar, svo sem steinvopn og hellamál- verk, til þess að reyna að komast að því hvort menn hefði verið örvhendir upphaflega. Og hann komst að þeirri furðulegu niður- stöðu, að fyrir 4000 árum hefði annar hvor maður verið örvhend- ur. Margir hallast þess vegna að þeirri skoðun, að upphaflega hafi mönnum verið báðar hendur jafn tiltækar, og þeir styðja þetta með því, að börn á fyrsta ári virðist nota báðar hendur jafnt til þess að ná í eitthvað, þau virðist alltaf beita þeirra hendinni, sem á hæg- ar með að ná í hlutinn. En hvernig stendur þá á því, að meginþorri manna tók upp á því að beita hægri höndinni aðal- lega? Það rekja menn til vopna- burðar í fornöld. Skjöldur var aðallega notaður til þess að verja hjartað, en vegna þess að hjartað er vinstra megin, heldu menn skildi með vinstri hönd. Sverðið höfðu þeir þá í hægri hendi. Vopnfimi lærðu menn á æfingum og þannig vöndust þeir á að beita hægri höndinni miklu meira en þeirri vinstri. Þetta hefir svo haldizt síðan, bæði vegna þess að flest verkfæri eru miðuð við hægri handar notkun, og eins vegna hins, að bæði foreldrar og kennarar hafa með öllum ráðum reynt að venja börn af því að vera örvhend. Undir eins og for- eldrar taka eftir því að barn þeirra ber fremur fyrir sig vinstri höndina, fara þau að leggja barna- gullin þannig að börnunum sé hægar að ná í þau með hægri hönd. Og þegar börn eiga að læra að skrifa, hafa kennarar beitt hörðu við þau að nota hægri höndina. Það er því vegna kennslu fullorðna fólksins, að færri eru örvhendir en vera mundi ella. ★ Bandaríkjamenn eru kunnir að því að vilja rannsaka alla hluti, og þeir hafa einnig rannsakað þetta. Hafa þeir komizt að þeirri niðurstöðu, að nú sé í heiminum um 200 miljónir örvhendra manna og þeim fari óðum fjölgandi. Fyr- ir 25 árum voru 2—4% barna í skólum í Bandaríkjunum, sem ekki gátu skrifað öðru vísi en með vinstri hönd. Tíu árum seinna hafði talan hækkað upp í 8% og nú er talið að hún hafi hækkað upp í 11%. Stofnunin „Human Engineering Laboratory“ hefir á undanförnum 20 árum rannsakað um 300.000 manna til þess að komast að raun um hvað það sé ríkt í eðli manna að beita fremur fyrir sig vinstri höndinni. Niðurstaðan var sú, að fjórða hvert barn hefði verið örvhent er það kom í skóla, en kennarar neytt þau til að beita hægri höndinni, þótt þeim væri það þvert um geð. Örvhendir menn standa að ýmsu leyti ver að vígi heldur en aðrir, því að flest vinnubrögð og verkfæri eru miðuð við það, að menn sé rétthendir. Hraðritun er t. d. eingöngu miðuð við notkun hægri handar, og sama máli gegn- ir um ýmsar skrifstofuvélar. Og örvhendur maður getur ekki leik- ið á fiðlu. Örvhendar konur geta ekki prjónað, nema þá öfugt. Og mörg áhöld í eldhúsi eru eingöngu miðuð við hægri handar notkun. Út af þessu var það, að örv- hendir menn í Bandaríkjunum stofnuðu félagsskap til þess að berjast fyrir réttindum sínum. En meiri hlutinn skellti skolleyrum við kröfum þeirra. Það þótti þá ankannalegt að nota vinstri hend- ina, og það var litið niður á þá, sem það gerðu, eins og sjá má á ýmsum niðrandi orðatiltækjum í málinu. En svo skeði merkur atburður fyrir nokkrum árum. Stjórnar- menn í stórum banka voru kvadd- ir á leynifund, og fundarefnið var að ræða hvort gefa skyldi út ávísanabækur handa örvhendum mönnum — öfugar við það sem venjulegt er. Og skömmu seinna

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.