Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1961, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1961, Blaðsíða 12
11) LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Það heyrist aðeins í mælitækjum, sem flytja upplýsingar um geimfar- ann, hjartslátt hans og andardrátt. Það er þögn um stund. Svo heyrist rödd hans, lág en skír: — Mér líður vel. Eg hefi vald á geimfarinu. Svo er þögn um nokkra stund. Þá kemur röddin aftur: — Guð 'minn góður — hvílík opin- berun. Röddin er innfjálg, eins og þetta sé bænarandvarp. Nú þarf hann að breyta stefnu geimfarsins. Hann réttir fram hönd- ina svo að stríkkar á böndunum, sem hann er bundinn með. Svo lætur hann höndina falla niður á handfang og grípur um það. Hann sveigir það ofur- l’*:ð og um leið blæs ráketta utan á -mfarinu. Við það breytir geimfarið um stefnu og nú sér hann hvar jörðin kemur í ljós. Annað handtak og geim- farið verður stöðugt í rásinni. Nú blasir Atlantshafið við honum eins og á landabréfi, vítt og mikið. En hann sér meira. Hann sér Vestur- indíur, og hann getur greint vestur- strönd Afríku. Það er glampandi sól- skin og allt er kyrrt og hljótt. Tal- stöðin þegir — hér er hin eilífa þögn og ekkert nema þessi óhemju víðátta. Himininn er nú allt öðru vísi en hann hefir séð hann áður, og hann finnur til metnaðar að vera fyrsti maður, sem sér himininn þannig. Þar glóa óteljandi marglitir Ijósblettir, rauðir, hvítir, bláir, gulir. Það eru stjömumar, og nú dregur móða gufuhvelsins ekkert úr fegurð þeirra. Þær eru skínandi bjartar, þótt sól- skin sé, og hann flýgur undan sól. Hann nýtur þessa ekki lengi, því að nú kveður við rödd í heymartólinu: — Heyrirðu til mín? Þetta er varð- stöðin á Kanari-eyum. Svaraðu ef þú heyrir til mín! — Eg heyri glöggt til þín, svarar hann. Og nú heyrist röddin aftur og er skjálfandi af áhuga: —, Hvernig líður þér? Hvað ber fyrir þig þarna uppi í háloftunum? Reyndu að skýra mér frá því, ef þú getur. Þetta var upphafið. Hann vissi svo sem að sömu spurningarnar mundu koma frá öllum þeim 14 varðstöðvum, sem áttu að fylgjast með ferð hans. En hvernig á hann að koma orðum að því hvernig þarna er umhorfs, þar sem enginn maður hefir verið áður. Orðin vantar í málið þegar lýsa skal því, sem ekkert mannlegt auga hefir séð. Nóttin skall á. Hann leit á mæla- borðið og klukkuna og sannfærðist um að dagurinn hefði verið 45 mínútur. Myrkrið kom skyndilega. Sólin hvarf allt í einu, og þá varð niðamyrkur. Við seinustu geislana hafði hann séð yfir Indlandshaf og eygt Ástralíu framundan. Nú er geimurinn enn dásamlegri en áður. Himininn er kolsvartur, en þó tær og á honum blika óteljandi stjörnur og jafn marglitar eins og skrautljós á jólunum. Hvílíkar ósegj- anlegar dásemdir! En hann fekk ekki lengi að njóta þeirra í friði, því að nú kom ný rödd: — Heyrirðu til mín? Þetta er í Ástralíu. Við höfum orðið varir við þig. Viltu gera svo vel að leggja frá þér reyfarann og svara. Hann áttaði sig skjótt og brosti. — Heyrðu lagsmaður, sagði hann, þú ættir að vera kominn hingað upp. Þá myndirðu óska þess innilega að þú yrðir næsti maður, sem fer út í geim- inn. Svo koma hinar venjulegu spurn- ingar og hin venjulegu svör. Dagurinn reis jafn skyndilega og hann hafði horfið. Um leið og sólin kom upp, sá hann yfir mestan hluta Bandaríkjanna beint niður undan sér. Kyrrahafið er að baki, og brátt mun Mississippi koma í ljós. Og brátt er fyrstu hringför hans um jörðina lok- ið. Hann hefir verið 87 mínútur á hringbraut sinni og farið með nálægt 28.000 km. hraða á klukkustund, eða hér um bil 10 sinnum hraðar en byssukúla, þegar hún þýtur fram úr hlaupinu. Meðan bjart var af degi athugaði hann himin og jörð, og sneri flug- hylkinu alla vega til þess að sjá sem bezt. Þetta gat hann gert með stýris- útbúnaðinum, en hann fann ekki að hylkið rangaði sér neitt, varð þess að- eins var vegna þess hvernig útsýn breyttist. Um kvöldið var hann kom- inn í námunda við Ástralíu, og hann sagði varðstöðinni þar frá þessu. Og nú þurfti mikla yfirheyrslu, en hún stóð þó ekki nema stutt, því að þá var hann kominn út fyrir svið áströlsku stöðvarinnar og farinn að tala við stöðina á Hawaii-eyum. Klukkan er 5.45 að morgni og hann er yfir suðurhluta Atlantshafsins. Dagurinn er að koma og þá hefir hann birtu í 45 mínútur. «----•-----» Það er seinasta hringferðin hans um hnöttinn. Þegar hann er staddur beint norður af Hawaii, munu þrjár stöðvunar-rákettur taka skriðinn af geimfarinu, en við það mun það svífa áleiðis til jarðar. Þétt loft gufuhvels- ins mun þá draga enn meira úr ferð þess, þangað til það er í 65.000 feta hæð frá jörð. Þá mun opnast fallhlíf, og síðan önnur þegar hann er kom- inn í 10.000 feta hæð. Þessar fallhlífar eiga að sjá um að geimfarið falli hægt til jarðar. Þetta er hættulegasti kafli ferða- lagsins. Ef ráketturnar fuðra ekki sjálfkrafa á nákvæmlega ákveðnum tíma, þá verður hann að hleypa þeim af. Að því getur orðið nokkurra sek- únda töf, en það þýðir að hann mun lenda 48—80 km frá þeim stað, þar sem hann átti að koma niður. Hann hefir áhyggjur af þessu. Og það er fleira sem angrar hann. Það er meðal annars óttinn við hitann, sem myndast mun af viðnámi loftsins þegar hann er kominn inn í gufuhvel- ið. Það er hætt við að hitinn verði svo mikill að yfirborð geimfarsins verði glóandi. Hann er viðbúinn að styðja á hnapp, ef ráketturnar bregðast. En þær bregðast ekki, og í sama mund finnur hann hvernig geimfarið fellur. Og svo kemur hinn óhemjulegi þrýst- ingur aftur. Það eru mikil viðbrigði eftir að hafa verið þyngdarlaus um sinn. Neðan við hann er Kyrrahafið, grænt á lit og sólstafað. I fjarska sér hann Kyrrahafsströnd Bandaríkj- anna — eða er það Mexikó? Þrýstingurinn eykst stöðugt. Hann talar þó við eftirlitsstöðina á Hvítu söndum og við Eglin-stöðina á Florida. En hann á bágt með að svara þeim. Hitinn er óþolandi og hann á erfitt um andardrátt. Upp í hjálminn legg- ur svitagufu, svo honum verður ó- glatt. Þrýstingurinn virðist meiri en

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.