Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1961, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1961, Blaðsíða 15
 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 115 ur, fyrstu nótuna, um leið og kólfur- inn hittir bjölluna (höggnótan) og hin er syngjandi tónn bjöllunnar sjálfrar. Syngjandi nótan á að vera „major sex“ undir höggnótunni. Það er álitið að bjöllur hafi ekki verið til í Evrópu fyrir tíma Krists. í Kína hafa þær verið notaðar í meir en fjögur þúsund ár. Bjöllur þessar voru haglega handgerðar og líktust jámrörum eða diskum. Þær voru slegnar með handafli og gáfu frá sér klingjandi hljóð. Þær voru notaðar til að tilkynna meiri háttar fundi eða gera vart við yfirvofandi hættur. Bollalagaða bjallan var fyrst notuð á fjórðu öld til að safna kristnu fólki saman til bæna. Hún hefir alltaf síðan staðið í mjög nánu sambandi við guðsþjónustur. Vinsældir hennar fóru sívaxandi og boðberastarfi hennar jókst stöðugt fylgi ekki eingöngu til að kalla fólk saman til bæna, heldur og til að boða menn í herþjónustu eða gera vart við yfirvofandi hættur, og svo má lengi telja. Margir blóðugir atburðir sögunnar hafa verið hringdir inn og út með bjöllunni. í Frakklandi var fyrst byrjað að nota bjölluna um 550 og tæpri einni öld síðar í Englandi. Elzta bjalla í Englandi er bjallan í St. Patricks Will í Belfast. Hún er sex þumlungar á hæð og fimm í þvermál. Hún á aldur sinn að rekja til 552. Fyrr á öldum var aðalbjöllum hverrar borgar og hvers þorps gætt með ítrustu gætni og hafðar undir mjög ströngu eftirliti. Stolt borgar- anna fólst í hljómi bjallanna. Sá sem réði yfir bjöllunum var undantekningarlaust borgarstjórinn eða valdamesti maður hverrar borgar. Margir siðir eru bundnir við bjöll- una. Flestir hafa dáið út, en öðrum hefir verið haldið við. Hinn elzti og þekktasti siður í Englandi nefnist „courfew" eftir franska orðinu Couv- re-few. Honum var komið á af Vil- hjálipi sigursæla (William the conqu- eror). Sá siður fólst í því, að á til- teknum tíma á kvöldin var boð gef- ið með tærum klukknahljómi, að nú skyldi slökkva alla elda og ganga til náða. í mörgum borgum hefir siður þessi haldizt fram á 19. öld, sem merki þess að loka skuli búðum um kl. 8 eða 9 á kvöldin. Honum er enn í dag haldið við á örfáum stöðum í Englandi. Sumar bjöllur fluttu ákveðinn boð- skap. Til dæmis gaf sáningar-bjallan til kynna, að nú ættu menn að koma og hefja vinnu við að sá fræi. Upp- skerubjallan kvaddi menn til upp- skeru. Sölubjallan tilkynnti torgsölur. Líkbjöllum, sem áður var hringt, meðan menn voru að deyja, til að hrekja burtu illa anda, er nú hringt, eftir að menn eru dánir. Á þrettándu öld komst sá siður á að búa til stærri bjöllur og hengja þær í sérstaka turna. Þá var járnvír hengdur neðan í til að slá þær með. Það var einnig alltítt, að sjálfum bjöllunum var sveiflað til, svo að þær slægjust utan í bjöllukólfinn. Bjölluturninn tilheyrði oftast kirkju- byggingunni, en stundum stóðu turn- arnir sér. Flestir bjöllutumar á Ítalíu eru þannig. Þeir kallast þá „campaniles". Camp- aniles er dregið úr ítölsku máli. Það er notað um gamla bjölluturna, sem tilheyra kirkjum á ítalíu, en standa einir sér. Það er víst hægt að þakka bjöllunni það, að 'svo margir og fagrir tumar eru til. Eg get nefnt sem dæmi, að Edward Bok bjó til frægan bjölluturn, Hinn syngjandi turn (The Singing Tower), sem stendur við Mountain Lake í Florida. Annað gott dæmi um bjöllu- turn er skakki tuminn í Pisa. Bjöll- urnar fóru hraðstækkandi eftir 1400. Hin fyrsta mikilsverða stóra bjalla var gerð í París á þeim tíma (um 1400) og vó sex og hálft tonn. Frægar bjöllur Stærsta bjalla, sem um getur, er stóra bjallan í Moskvu, Tsar Kolokol. Hún vegur 219 tonn. Henni hefir aldrei verið hringt, því að ellefu tonna hluti brotnaði úr henni, þegar átti að hengja hana upp, eftir að hún var nýkomin úr mótunum. Frægasta bjalla í Ameríku er frelsisbjallan (The Liberty Bell). Önnur heimsfræg bjalla er Big Ben í Westminster Abbey, klukkuturni enska þinghúss- ins í London. Bjallan í dómkirkjunni í Notre Dame í Montreal í Kanada vegur fjórtán og hálft tonn. Stóra bjallan í Köln-dómkirkjunni var mótuð úr fallbyssum, sem teknar voru af Frökkum 1870. Hún vegur tuttugu og sjö og hálft tonn. í Burma er indverskt hof með bjöllu, sem veg- ur átján tonn. Bjöllusamstæða eru bjöllur, hengdar hlið við hlið, og hefur hver bjalla vissan tón úr því verki, sem spila skal. Litlar bjöllu- samstæður eru slegnar með handafli eða með því að toga í reipi, sem slær kólfinum til. Flestum stórum bjöllum og bjöllusamstæðum í stórborgum er komið á hreyfingu með rafmagni. Sá, sem veldur hreyfingu bjöllunnar, sit- ur við lyklaborð, sem helzt líkist organi, en hefir færri lykla. Um leið og hann þrýstir á lykil, fær hann rafmagnsmótor til að hreyfa hamar bjöllunnar nægilega til að slá. Sjald- an eru fleiri en 12 bjöllur í einni samstæðu. -w- Þótt hljómi bjöllunnar, sem boðbera hafi hnignað mikið á síðari árum er hann samt á mörgum stöðum að finna. Til dæmis í símahringingum, dyrabjölluhringingum og margs konar hringingum í vélum, til dæmis ritvél. um o. fl. E. G. Hressingarlyfin enn SA, sem fann upp hressingarlyfið „Miltown“ heitir Frank M. Berger og er forstjóri Wallace Laboratorium í Bandaríkjunum. En vegna þess að notkun hressingarlyfja hefir farið fram úr öllu hófi þar í landi, hefir hann fundið sig knúðan til þess að vara menn við þeim. Hann segir að hressingarlyfin sé ekki neinar „gleði- pillur", heldur geti þau komið að haldi við að lækna sérstaka geðsjúk- dóma. Ef menn sé eitthvað miður sín og ætli að hressa sig upp með því að taka inn hressingartöflur, eigi þeir á hættu að þeim versni um allan helm- ing. — , Leiðrétting Vegna misskilnings varð sú villa 1 frásögn Halldórs Sigurðssonar í sein- ustu Lesbók, að þeir bræður hans hefði lagt á stað úr Landeyasandi í feigðarför sína. Þeir fóru úr sandinum undir Austur Eyafjöllum og úr þeirri sveit var fólkið sem fórst með beim. i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.