Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1961, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1961, Blaðsíða 1
11. tbl. bótt Sunnudagur 26. marz 1961 XXXVI. árg. k Sœmundur Tómasson; Grindavík um aldamótin Æskuminningar Þ E G A R ellin sækir að, mun flestum svo fara, að minningar frá æskuárum og æskustöðvum verða áleitnar. Og þá gera menn ósjálfrátt samanburð á því sem var og er, daglegum störfum og lífsvenjum, og undrast þær breyt- ingar, sem orðið hafa á öllum sviðum. Mér hefir þá stundum komið til hugar, að gaman hefði verið að eiga kvikmyndir af þjóðháttum og vinnubrögðum, eins og þetta var fyrir aldamót. Og vegna þess að eg var alinn upp í verstöð og brimlendingastað, verður mér frekast hugsað til þess hve mik- ilsvert hefði verið að eiga góðar kvikmyndir af sjóferðum á þeim árum, ýtingum og lendingum þeg- ar illt var í sjó. Á eg bágt með að trúa öðru en að æskunni nú á dögum hefði þótt spennandi að horfa á slíkar myndir á tjaldi. En þó var enn stórkostlegra að horfa á raunveruleikann sjálfan, eins og við strákarnir fengum að gera. Þá voru leikslokin oft tvísýn og skammt á milli lífs og dauða, og þetta nam huga okkar enn fastar vegna þess að þarna áttu í hlut Sæmundur Tómasson (Myndin tekin 1916) nánustu ættingjar okkar og vinir. Eg var alinn upp á Járngerðar- stöðum (eystri bænum) í Grinda- vík og æskuminningar mínar eru aðallega bundnar við fiskveiðar og róðra í misjöfnum veðrum á vetrarvertíð. Þarna var sjór sóttur á opnum skipum og oft teflt djarft. En náttúruöflin voru líka oft viðsjál og á skammri stund gat skipast veður í lofti. Bar það stundum við þegar skip voru á- sjó í logni, að sjór breyttist skyndilega, öldurnar stækkuðu mjög ört, og þá gat farið svo er skipin komu undir land, að þá braut á öllum grynningum. Var þá kallað að allir boðar væri uppi. En albrima var kallað þegar brot- in lokuðu öllum leiðum. Þá var oft alvara á ferðum, er mörg skip voru á sjó. Þyrptust þá flestir ungir og gamlir niður að lendingunni og horfðu með kvíða og eftirvæntingu á skipin, sem nálguðust sundið. Þau urðu að bíða eftir lagi nokkuð langt frá landi. Talið var að lag kæmi helzt eftir stærstu brotin, og þá var lagt á sundið, ef það þótti fært. Stundum var þá helt lýsi í sjóinn til að kyrra hann, og þótti það oft gott bjargráð. Þegar lagt var á sundið urðu menn að leggj- ast á árar af allri orku og þá var um að gera að allir væri sam- taka og engin mistök ætti sér stað, því að hér var um líf og dauða að tefla. Var þessi róður því oft kallaftur lífróður, en stund- um líka brimróður. Þegar komið ■ ar inn úr sund- inu á svokallað lón eða legu, gátu menn kastað mestu mæðinni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.