Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1961, Side 8
316
LESBOK MORGUNBLAÐSINS
ókunn lönd og jbjóbir
Rannsóknarför um Nýa Bretland
FYRIR austan Nýu Gíneu er stór ey, sem heitir Nýa Bretland.
Hún er löng og mjó og liggur fjallgarður eftir henni endlangri. Þar
eru frumskógar miklir og er eyan lítt könnuð. Ástralía hefir þar
umboðsstjórn fyrir Sameinuðu þjóðimar. Höfundur þessarar grein-
ar, E. Thomas Gilliard, fór þangað rannsóknaför ásamt konu sinni,
og segir hér frá hinu ævintýralega ferðalagi þeirra.
ÞAÐ var árið 1953, er eg sigldi
um sundið milli Nýu Gíneu og
Nýa Bretlands, að mig greip sú
löngun að kanna fugla og dýra-
líf á þessari ey. Og er eg fór
að spyrjast fyrir um hana, kom
í ljós, að menn vissu sáralítið um
hana. Japanir lögðu hana undir
sig í seinni heimsstyrjöldinni, en
settust aðeins að á ströndinni, svo
sem í Rabaul og Cape Glaucester.
Bandamenn lögðu Rabaul í eyði
með flugvélaárásum og þeir settu
her á land á vesturodda eyarinn-
ar. En allt miðbik eyarinnar losn-
aði við hernaðinn.
Árið 1930 hafði farið þangað
rannsóknaleiðangur og komist
eitthvað inn á eyna, en foringi
hans, William F. Coultas, skýrði
síðar frá því, að þeim hafi ekki
gefizt neinn tími til rannsókna
vegna fjandskapar eyarskeggja.
Hér var því um ókannað land
að ræða, eitt af þeim fáu ókunnu
löndum sem eftir eru á jörðinni.
Og nú var eg kominn hingað
og átti, samkvæmt erindisbréfi,
„að rannsaka, safna og ljósmynda
jurta og dýralíf á hálendi eyar-
innar“.
Við komum með skipi frá Nýu
Gíneu og lentum í Kandrian. Þar
tóku þeir á móti okkur áströlsku
foringjarnir Campbell Fleay og
David Moorhouse. Þeir kynntu
okkur fyrir 11 öðrum hvítum
mönnum og tveimur Kínverjum.
Auk þeirra eiga þarna heima
nokkrir innfæddir menn. En þótt
staðurinn sé ekki stór, liggur
þriðjungur eyarinnar undir hann,
og í þessum þriðjungi eyarinnar
eru varla fleiri en 25 hvítir menn,
sem eiga að stjórna. í Kandrian
voru aðeins tvö ökutæki. Annað
var traktor og hitt ónýtur jeppi,
og þarna var tæplega tveggja km.
langur vegur, sem endaði í skóg-
arrjóðri. Eg hafði þó gert mér von
um að geta farið á bíl um 15 km.
leið inn í landið, eða um þriðjung
leiðarinnar til Whitemanfjalla.
Þau sjást glöggt héðan og virð-
ast ekki vera nema í 40—50 km.
fjarlægð.
„Við getum útvegað ykkur burð-
arlið til Hualil“, sagði Fleay for-
ingi, „en lengra ekki. Þar skuluð
þið reyna að hitta mann, sem
heitir Iangmili. Hann er foringi
villimanna þarna í skógunum. Ef
til vill hjálpar hann ykkur, en
ef hann gerir það ekki, er bezt
fyrir ykkur að snúa við og hætta
alveg við ferðalag inn á eyna“.
Og svo lögðum við á stað 19.
nóvember og hópurinn líktist mest
fólki, sem er að flytjast búferl-
um. Fremstgengum við Margarete
og David og á eftir okkur komu
92 burðarkarlar og burðarkonur.
Þá komu fimm Sepik veiðimenn,
sem eg hafði ráðið á Nýu Gíneu.
Og svo voru lögreglumenn undir
stjórn Mandína korpórals, sem
hefir verið 10 ár þarna á eynni.
En við fórum í öfuga átt. —
Whitemansfjöllin eru til norð-
austurs frá Kandrian, en nú held-
um við í norðvestur til Hualil, til
þess að reyna að ná í þennan
Iangmili villimannahöfðingja.
Hinn dularfulli „skógarsími"
hafði boðað komu okkar til Hual-
langmili var gefin einkennishúfa svo hann yrði samningaUðugri.