Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1961, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1961, Side 12
320 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS í tilefni af Sjómannadeginum Róður í Grindavík fyrir fjörufíu árum Eftir Sæmund Tómasson burðarvæli eða ópum fordæmdra. Mandina sagði að þetta væri gól í hundum, sem syrgðu húsbændur sína. Bræður tveir frá Yambon höfðu haft dirfð til þess að ráðast inn í hið forboðna Eldland og setjast þar að. Þar var nóg um veiði og þeir urðu brátt ríkir. Það þoldu aðrir ekki og af öfund- sýki réðust menn frá Umbi á þá og myrtu þá. En konur þeirra og hundarnir komust út í s^óginn og hafa verið þar síðan, eðá um tíu ára skeið. En á hverju kvöldi, þegar líður að miðnætti, hefja hundarnir upp raunasöng sinn. Þannig sagðist Mandina frá, og nú skildi eg hvernig á því stóð, að þeir í Umbi höfðu verið því andvígir að við færum inn í Eldland, og hvers vegna burðar- karlarnir frá Iambon voru svo tregir á að fylgja okkur þangað. Ekki veit eg hvers vegna hér er kallað Eldland, en sennilega er það vegna þess, að hér eru eld- ingar mjög tíðar. Við höfðum nú rofið álögin á Eldlandi og það varð okkur til álitsauka. Fólk úr ýmsum átt- um kom að heimsækja okkur á fjallinu, og þegar burðarkarlar okkar komu heim, voru þeir tald- ir meiri menn en áður, vegna þess að þeir höfðu hætt sér inn á hið ókunna bannland. Við heldum jólin þarna á fjall- inu og höfðum þá verið þar í hálfan mánuð. Sú tilbreyting var á jólunum, að jarðskjálfta gerði á jólanóttina. Þá var úrhellisrigning og fjallið lék á reiðiskjálfi svo að eg var dauðhræddur um að klett- urinn, sem bækistöð okkar var á, mundi hrapa. Hinn 4. janúar snerum við aft- ur áleiðis til Kandrian. Leiðang- urinn hafði ekki( orðið til einkis. Eg hafði fundið tvær tegundir fugla, sem ekki þekktust áður. HÉR ætla eg að lýsa einum venju- legum róðri þegar „góðar gæftir“ voru óg róið marga daga í röð.*) En svo gátu góðu gæftirnar endað mjög snögglega og stundum fyrir- varalítið, eins og hér segir frá, enda þótt ekkert alvarlegt kæmi fyrir. En þetta er orðið svo gam- alt, að það getur verið gott til samanburðar við það sem nú er. Formaðurinn vaknaði snemma þenna morgun, fór á fætur og leit til lofts, þótt aldimmt væri af nótt. Eftir því sem séð varð, var *) Eg hefi áður sagt frá tveimur róðr- um í Grindavík, er voru með mjög ólíkum hætti. Fyrri frásögnin birt- ist í Lesbók 24. marz 1957, en hin seinni í Lesbók 13. sept. 1959. Annað var langnefjaður, grænn hunangsfugl, en hitt svartur söngfugl. Auk þess fann eg þrjár tegundir fugla, sem ekki var vitað áður að heima ætti á Nýa Bretlandi. Auk þess fann eg fjölda annara sjaldgæfra fugla, fiðrilda og dýra, þar á meðal skógarrottu, leðurblöku og hrökk- ála. Safn það, sem eg kom með er svo mikið, að það mun margra mánaða verk, jafnvel áraverk að rannsaka það til fullnustu. En ekki fann eg paradísarfuglinn, og þykist þó enn viss um að hann sé þar. Sæmundur Tómasson. loftútlitið heldur gott. Hann hrað- aði sér þá niður að lendingunni, til þess að athuga um sjávarlag. Það er ládeyða og lítur út fyrir blíðusjóveður sem áður. Hann tek- ur þegar ákvörðun um hvað gera skuli í dag. Hann á tvær netja- trossur í sjó, 22 net, því að þá var venja að hafa 10—12 net í trossu. Undanfarna daga hafði afli verið tregur í netin, en nú hugs- ar hann sér að ná í meiri afla. Hann ætlar að láta beita þrjá stokka af lóð og leggja hana sem næst netjunum og láta hana liggja á meðan netin eru dregin. Það getur verið 5—6 tíma verk að vitja um tvær trossur og leggja þær aftur, þó fer það eftir afla og veðri. Þeear formaður hefir ákveðið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.