Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1961, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1961, Síða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 319 son hét, var myrtur á þessum slóðum fyrir átta árum. Hann hafði farið hingað til þess að ráða verkamenn á plantekrur nið- ur við ströndina. En hann var svo ógætinn að gorta af því hvað hann hefði mikil auðæfi með- ferðis, skógarhnífa, sigðir ogýmsa aðra freistandi gripi. Þá er sagt að ruddamenni hafi gengið aftan að honum og sagt við félaga sína: „Sjáið hvað eg geri honum“. Og til allrar óhamingju fyrir Rob- inson gerði hann það“. „Og hvað gerðist svo?“ spurði Margareta. „Morðinginn var handsamaður og Iambonþorp sett undir eftirlit. Það hefir ekkert skeð þar síðan“, sagði David. „Munið þið ekki eft- ir manninum, sem við sáum í Akalel og eg bannaði þér að ljós- mynda?“ „Eg man vel eftir honum“, sagði eg. „Þorpsbúar virtust hafa ýmugust á honum“. „Það var sá, sem drap Rob- inson“, sagði David. „Hann hefir út tekið refsingu, en það var eng- in ástæða til þess að gera hann frægan með því að taka mynd af honum. Hann hefði getað fyllst ofmetnaði“. Enn einu sinni varð eg að dást að ráðsnilld hinna ungu liðsfor- ingja, sem urðu að ferðast um frumskógana og kenndu hinum villtu mönnum að hlýða sér með réttlæti og manndómi. Stundum hafa þeir þó verið drepnir, en samt sem áður keppast efnileg- ustu menn Ástralíu um að vera sendir á þessar slóðir. Og for- ingjahæfileika og stjórnsemi Davids mátti vel sjá á því hvernig hann fékk burðárliðið okkar til þess að halda áfram yfir hvers konar torfærur. í þrjá daga fylgdum við hinum gráhærða en fjörmikla Selselio og vorum þá komin að undirfjöllum Whiteman-fjallgarðsins. En þar stakk hann við fótum. Hann sagði að enginn lifandi maður hefði nokkuru sinni farið lengra, og hann ætlaði sér ekki að fara lengra. Það var sama hvernig við fórum að honum, dugðu þar hvorki góð orð né mútur. Hann vildi ekki fara með okkur inn í ókunnugt land. Nú urðum við að treysta á sjálfa okkur. Burðarkarlarnir voru önugir og hræddir. Þeir gerðu það af skömmum sínum að láta baggana rekast 1 tré og kletta svo að þeir skemmdust. En David hafði tök á þeim og rak þá áfram. Ferðalagið gekk snígilseint. Fremstir fóru menn með skóg- arhnífa til þess að ryðja braut í gegn um þykknið. Næst komum við hjónin og höfðum áttavita til að leiðbeina þeim. Á eftir okkur stauluðust burðarkarlarnir, mögl- andi og önugir, og hefð>u eflaust hlaupizt á brott ef David hefði ekki verið með og menn hans. Sepikarnir mínir tóku ekkert mark á hjátrú hinna innfæddu og var sama þótt þeir ferðuðust á þessum slóðum, en hugrekki þeirra hafði engin áhrif á burð- arkarlana. Það er enginn hægðarleikur að brjótast í gegn um bambusþykkni. Ekki er nóg að höggva bambus- inn sundur á einum stað, því að stengurnar hanga fastar í trján- um. Það verður því að höggva þær á tveim stöðum, niður undir jörð og í augnahæð. Er því sein- legt að komast í gegn um bamb- usþykkni. Annað furðulegt fyrir- bæri varð okkur einnig til traf- ala. í krónum trjánna voru víða stórir steinar — hvernig svo sem þeir hafa komizt þangað — og varð að gæta hinnar mestu var- úðar að þeir hryndu ekki niður á okkur. Hálfum mánuði eftir að við fórum frá Kandrian slógum við tjöldum 1 300 feta hæð í fjallinu Uali, sem er í undirhlíðum fjall- garðsins. Nú var fyrst komið að því að við gætum farið að vinna að rannsóknum okkar. Það var ýmislegt fleira en eg hefi þegar nefnt, sem eg hafði lofað að gera. Cornell háskóli hafði beðið mig að safna ‘eggjahvítum, fuglafræð- ingar í Yale höfðu beðið mig að safna eggjastokkum úr ákveðnum fuglum, og British Museum hafði beðið um sýnishorn af sníkjudýr- um á fuglum. Það hafði rignt á hverjum ein- asta degi síðan við fórum frá Kandrian. En nú skipti um. Hér uppi í fjöllunum hafði ekki komið dropi úr lofti og hvergi var vatn að fá. Að vísu höfðum við vatns- birgðir með okkur, en það gekk fljótt á þær þegar alltaf þurfti að vera að elda hrísgrjónagraut handa burðarliðinu. Þá komumst við að því, að í bambusleggjunum er vatn, að vísu ekki mikið, svo sem hálf matskeið milli hverra liða, en þarna var þó vatn til drykkjar. Seinast komumst við upp á hæsta fjallið og voru þá liðnir 24 dagar frá því að við fórum frá Kandrian. Þarna var nú slegið tjaldbúðum þótt staðurinn væri ekki girnilegur. Votur mosi hékk utan á trjánum og á milli þeirra glytti í kalksteina og sýnðust þeir eins og hauskúpur. Við strengd- um dúk milli trjáa sem þak, og gerðum svo laufveggi að því. Þarna var kalt á nóttinni þegar vindur stóð af hafi. Við höfðum rétt kveikt eld fyrsta kvöldið, þegar ámátleg og ömurleg gól heyrðust utan úr skóginum. Þau líktust mest út-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.