Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1961, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
311
hafi starfað (1855—1888) hafi
honum borizt alls í samskotum og
gjöfum 2792 krónur, og er þá
hver ríkisdalur reiknaður á 2 kr.
Nú voru liðin 30 ár síðan fyrst
var úthlutað styrkjum úr sjóðn-
um, og birta þeir yfirlit um styrk-
veitingarnar fram að þessum
tíma, og er sú skrá á þessa leið:
49 ekkjur sjómanna hafa feng-
ið samtals kr. 3705.00.
9 föðurlaus börn hafa fengið
samt. 560.00.
1 fátsekur maður fekk til að
kaupa bát kr. 60.00.
Samt. eru þá styrkirnir 4325,00
krónur, og eru það að meðaltali
um 144 kr. á ári og mun sú tala
ekki þykja há í loftinu nú á dög-
um. Úthlutunin nemur því, að
hver ekkja hafi fengið um 75 kr.,
en hvert barn um 62 krónur.
Menn brugðust vel við mála-
leitan sjóðstjórnarinnar að þessu
sinni og söfnuðust nú kr. 1491.72.
Seinasta fjársöfnunin fór fram
árið 1893. Hinn 3. maí sendi Hall-
dór Daníelsson bæarfógeti, fyrir
hönd sjóðstjórnar eftirfarandi á-
skorun til Reykvíkinga:
„Formenn og útvegsmenn í
Reykjavík, sem vilja gangast fyr-
ir því, að skipshafnir þeirra leggi
3 fiska, eða þó minna væri, af
hverjum hlut á þessari vertíð í
Fiskimannasjóð Kjalarnesþings,
svo og verka fiskinn og leggja
hann inn í verslun þá, er síðar
verður auglýst — eru beðnir að
gera svo vel að rita nöfn sín hér
undir“.
Sams konar áskorun var send
til formanna og útgerðarmanna í
Hafnarfirði. Lögðu Hafnfirðingar
sinn fisk inn hjá Knutzonsversl-
un, en Reykvíkingar hjá Fischer-
verslun. Söfnuðust á þennan hátt
alls um 384 krónur. Eftir þetta
hefir engin fjársöfnun verið
reynd.
Gjafir, og sektarfé
í mannskaðaveðrinu mikla, sem
kallað hefir verið Hoffmannsbyl-
ur, nóttina milli 7. og 8. janúar
1884, fórust um 30 menn af Akra-
nesi og Álftanesi. Þá minntist
„Þjóðólfur“ á það, að hér mundi
vera til sjóður, sem ætti að
styrkja ekkjur og börn drukkn-
aðra sjómanna. Og blaðið segir:
„Væri ekki heppilegt að þeir,
sem vera kunna stjórnendur hans,
létu vita af sér, að þeir væru til
og hétu eitthvað; því vér ætlum
líklegt að sæta mætti nú færi að
fá loforð fyrir nokkrum árlegum
tillögum til þessa sjóðs, t. d. 1 fisk
af hlut á hverri vertíð en það
yrði stórfé“.
Ekki varð það þó úr að sjóð-
stjórnin hæfist handa, heldur
gengust blöðin fyrir samskotum
og var skipuð sérstök nefnd til
þess að úthluta samskotunum. í
þeirri nefnd voru E. Th. Jónassen
bæarfógeti, Geir Zoega kaupmað-
ur og Jón Ólafsson í Hlíðarhús-
um. Þá var efnt til samsöngs í
dómkirkjunni til ágóða fyrir þessi
samskot, og fengust með því 200
•krónur. Sophus Tromholt fræði-
maður flutti og opinberan fyrir-
lestur um tunglið, og varð ágóði
af honum 210 kr., sem runnu í
samskotasjóðinn. Þess er ennfrem-
getið, að á Seltjarnarnesi hafi
safnazt rúmar 400 krónur. Öllu
samskotafénu skifti nefndin þan’n-
ig, að % hlutar þess runnu til
ekkna og barna á Akranesi, en
% fór til Álftaness.
Þessi samskot fóru því fram
hjá sjóðnum. En í reikningum
hans þetta ár eru taldar minn-
ingargjafir, rúmlega 200 krónur
frá Seltirningum. Var helmingur
frá eigendum skipsins „Klarinu",
en hinn helmingurinn frá Fram-
farafélagi Seltirninga. Ekki er
þess getið í reikningnum í hvers
minningu þetta var gefið. En
seinna á þessu ári varð sjóðurinn
að líta til Seltiminga, því að þá
fórust tveir bátar frá Gróttu,
annar með 7 mönnum, en af hin-
um drukknuðu tveir.
Sjóðnum voru altaf að berast
smágjafir á hverju ári, og munu
það ýmist hafa verið minningar-
gjafir eða áheit, en ekki munaði
mikið um þær. — Og sjóðurinn
átti ítök víðar en hér í grennd.
Árið 1886 barst honum t. d. 2
króna gjöf frá ónefndri stúlku
vestur á Skógarströnd.
Árið 1893 kemur nýr tekjuliður
í reikningum sjóðsins. Er það
sektarfé frá 3 hásetum á þilskip-
um. Var einn þeirra á „Geir“,
annar á „Engey“ og hinn þriðji
á „Haraldi“. Tildrög að því voru
þessi:
Árið 1890 voru sett farmanna-
lög. í 36. gr. þeirra laga er svo
fyrir mælt, að skipstjóri hafi rétt
til að beita sektum, ef menn hans
gera sig seka um einhverjar yfir-
sjónir, svo sem ósæmilegt fram-
ferði um borð, að koma ekki til
skips á réttum tíma, að yfirgefa
bát sem farið er á til lands, að
flytja farangur sinn frá borði
leyfislaust, að fara af verði eða
hittast þar drukkinn eða sofandi,
að flytja áfengi í óleyfi um borð,
að fara ógætilega með eld og
ljós, að vekja illindi eða ófrið í
skipi o. s. frv. Og í 41. gr. er svo
ákveðið að sektir þessar skuli
falla til einhverrar stofnunar, sem
gerð er til hagsmuna farmönnum
eða í þarfir siglinga, og skal lands
höfðingi ráða því. — Með lands-
höfðingjabréfi 18. sept. 1893 var
ákveðið, að þessar sektir skyldu
fyrst um sinn renna í Fiskimanna-
sjóð Kjalarnesþings. Þannig
stendur á því, að þessar sektir,
sem námu 24.66 kr., eru taldar
með tekjum sjóðsins. En ekki varð