Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1961, Blaðsíða 14
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
322
Nú var skipinu rennt niður að
flæðarmáli og bjóðin látin í skut.
Síðan var ýtt frá landi. Nú var
engin „lá“, sjórinn var spegilslétt-
ur og skipið mjakaðist hægt aftur
á bak út úr vörinni. Er það var
skammt komið, var því snúið sól-
arsinnis (með sól), eða frá vinstri
til hægri. Og er það var komið á
rétta leið og hafði rétta stefnu á
sundið, þá tók formaður ofan sjó-
hatt sinn, og svo gerðu flestir eða
allir hinir. Þá höfðu menn yfir
sjóferðabæn sína í hljóði, og var
mönnum í sjálfsvald sett hvaða
bæn þeir lásu, en áfram var hald-
ið róðrinum á meðan. Þegar for-
maður hafði lokið bæn sinni,
signdi hann sig og setti upp höfuð-
fatið og fóru allir að dæmi hans.
Þar með var sjóferðin hafin og
stefna tekin tii miða.
„Svona þá, leggjum nú lagið,
blessaðir!“ Það er roskinn maður
í virðingarsæti, skipshaldsmaður
alvanur, sveitarmaður, sem hefir
róið margar vertíðir í Grindavík,
sem kallar þetta til félaga sinna;
hann rær á fremsta keip á bak-
borða. „Já, leggjum lagið (áralag-
ið) langan. og seinan, tvíhnykkis-
lag, það er lognlag“. Og skipið
gæðir rásina léttilega yfir spegil-
sléttan hafflötinn, og stefnir á
miðin, sem að þessu sinni heita
„austur í Melhól“ og „fram á
Hraunþúfur“. Þau voru mörg mið-
in frá Grindavík á þeim árum. Eg
hefi skrifað upp nöfn á nær 100
miðum sem eg þekki. Þessi nöfn
týnast svo með nýum mönnum og
nýum siðum, þegar farið er eftir
klukku, áttavita og ýmsum ný-
tízkutækjum.---------
— —
Við komum að djúpenda netja
okkar og þar höfðum við „frían
sjó“ sem kallað var. Við lögðum
lóðina til hafs og rerum svo að
djúpenda grynnri trossu og drög-
um hana. Þetta gekk allt vel.
Þarna var nokkur fiskur, svo að
við lögðum netin á sama stað.
Stutt var í grunnenda á hinni
trossunni og byrjuðum við að
draga hana. Og þarna var dálítill
fiskur, svo að útlitið var gott.
En þegar leið á dráttinn sáust
fyrstu merki til veðrabrigða. Það
var farið að votta fyrir suðaustan
undiröldu, og formað<ur bað pilta
sína að vera hraðhenta.
„Það er veðurbreyting í nánd“,
sagði hann. „Við drögum aðeins
að niðurstöðu, og þar leggjum við
frá og skiljum tvö net eftir“.
Undiraldan stækkar óðum og
við sjáum merki þess að vindur
sé ekki langt undan. Þegar að
niðurstöðu er komið er hætt við
dráttinn og netin lögð í átt til
lands. Við það fjarlægjumst við
lóðina okkar um trossulengdina.
Það er þungur róður og tók nokk-
urn tíma að komast að endaból-
inu. Við byrjum þegar að draga
lóðina fram í barka, en það var
óvenjulegt, hún var oftast dregin
í austurrúmi. Nú var þetta talið
sjálfsagt, vegna þess að veður og
sjór fór vaxandi.
Þegar helmingur lóðarinnar var
dreginn, sjáum við hvar bylbakki
gengur upp í austri og byrgir
Krýsivíkurberg. Hann fer hratt
yfir og byrgir skjótt alla landsýn.
Þá var gott að hafa áttavita og
taka rétta stefnu áður en landið
hvarf með öllu. Annars var átta-
viti ekki nema í einstaka báti í
Grindavík á þeim árum.
Við náðum allri lóðinni og var
nokkur fiskur á henni, svo að við
höfðum hálffermi í skipið, og var
það næg seglfesta. Það var orðið
hvasst, en við höfðum liðugan
vind, bitahöfuðsbyr, til lands. Svo
voru sett upp segl og rétti for-
maður síðan matarskammt hverj-
um manni, en hafði orð á því við
austurrúmsmann, að vera fljótur
að grípa austurtrogið, ef kvika
kæmi inn í bátinn. Rétt á eftir
kom smágusa. Þá fleygði bitamað-
ur bita sínum langt út í sjó, en
greip austurtrogið báðum höndum
og jós af kappi.
Hér var ekki hættulaust að
sigla, því að við urðum að fara
yfir allar netjalagnirnar og var
illt að sjá bólfæriii í slíku veðri
sem nú var, kviku og straumi.
Þess eru dæmi að skip hafi farizt
er þau sigldu á bólfæri. Þar sem
netjalagnir eru, verður því að
sigla með lausum seglum og halda
í allar klær, svo fljótt sé hægt að
breyta um stefnu, og ríður þá á
að allir, einkum framámenn, sé
athugulir og öruggir. Við sáum
aldrei til lands fyr en við vorum
komnir inn fyrir sund. En sjávar-
lagið þekktum við á einum stað,
þar sem kallað var á hraunbrún-
inni. Allt fór vel hjá okkur og við
náðum seinastir landi í okkar lend
-ingu. Sumir hinna höfðu farið frá
lóð sinni vegna veðurs.
— ir —
Nú mætti segja að sögu þessar-
ar sjóferðar væri lokið. En ærið
starf er eftir þótt landi sé náð. Þá
þurfti að seila fiskinn, bera upp
farviðinn, árar, siglur, segl og
bjóð. Og svo varð að setja skipið,
en það var oft erfitt þegar lág-
sjávað var. Þá voru ekki vindur
til þess að draga skipin upp, til
þess var ekkert annað en handafl
þeirra 11 manna, sem á skipinu
voru. Oft var komið með kaffi og
matarbita niður í vör þegar skip-
in komu að, en á því var ekki
snert fyr en skipið var komið í
naust.
Þá var eftir að bera afl-
ann á land, og var hann allur bor-
inn á bakinu. Fyrst var fiskurinn