Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1961, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1961, Qupperneq 10
318 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þrír kofar og íbúamir hafa varla náð tylft. Það rigndi á hverjum degi, byrjaði regnið venjulega um mið- degi og svo streymdi úr loftinu til miðnættis. Vatnið kom í gus- um niður úr trjánum, og þótt við værum í olíufötum gátum við ekki varist því að verða holdvot. Sums staðar urðum við að fara yfir gil með bröttum eldrauðum leirbökk- um og í botni þeirra ultu fram mjólkurlitir lækir. David benti okkur á að nú vær- um við komin á ókunnar slóðir, það er að segja þær slóðir er eng- inn hvítur maður hafði troðið. En þarna voru þó stígar eftir frum- byggjana. Þarna hittum við lítinn og mál- ugan mann í þorpi, sem nefnist Akalel. Hann hét Iason og talaði enskublending. Hann bauðst tilað fylgja okkur upp á hátind White- man-fjalla. Við réðum hann undir eins. Og nú fetuðum við í fótspor hans um skóga sem voru svo þétt- ir, að skógurinn sást ekki fyrir trjám. Hér reyndi á ratvísi hans. Hann fór fyrst með okkur upp á toppstýfðan keili, sem hann kall- aði Angus. Þar var sú einkenni- legasta mannabyggð sem eg hefi séð. Það voru tvö kofaskrifli og sinn maðurinn í hvoru. Þeir voru orðnir svo gamlir, að þeir gátu ekki gert neitt. Og þarna kynnt- umst við ellitryggingu þeirra frumbyggjanna á Nýa Bretlandi. Þeir höfðu verið fluttir í þessa kofa til að deya þar. Annar þeirra var blindur, en hinn var svo mag- ur að það var eins og öllum bein- um væri krækt saman í honum. Þeir lágu í fletjum, sem stóðu á svo sem 10 þumlunga háum fót- um, og hjá þeim loguðu litlar glæður. Blindi maðurinn var grár af ösku í framan, hafði fengið hana af því að blása í eldinn. Þeim er alltaf færður matur, og ættingjar koma oft langar leiðir til þess að vitja um þá og færa þeim mat og eldivið. En þegar þeir eru dauðir grafa ættingjar þá niður í kofagólfið og þar hafa margir verið grafnir áður, sagði Iason okkur. Stundum fórum við fram hjá görðum, sem girtir voru með stór- um bjálkum, svo að villisvínin kæmist ekki í þá. í þessum görð- um rækta menn kókoshnetur, bjúgaldin, betelhnetur og brauð- aldintré. En þeir rækta líka taro, sykurreyr og fleiri plöntur. Það eru konurnar sem sjá um þessa garða, því að mennirnir eru alltaf úti í skógi að veiða. Að lokum komum við undir leið sögu Iasons til þorps, sem heitir Umbi, og þá uppgötvaði hann það, að hann þekkti alls ekki leiðina til fjallanna. „Hann segir, þorparinn sá arna, að við höfum ekki beðið sig að fylgja okkur lengra“, sagði David. „Og vegna þess að hann hefir fengið borgun fyrir leiðsögnina, er honum alveg sama hvað um okkur verður“. Iason lét sem sér væri gert rangt til, en það var glettnissvip- ur á honum. Og svo hljóp hann frá okkur, en við sendum á eftir honum öll þau skammaryrðd, sem við heldum að hann mundi skilja. Við áttum enn langt ófarið til fjallanna. Verst var að þeir í Umbi vildu ekki liðsinna okkur neitt, og þeir voru svo fjandsam- legir, að við gátum vænzt hins versta af þeim. Þegar við sögðum Mandina korpóral frá þessu seinna, sagði hann að þeir íUmbi rötuðu vel til fjallanna, en á þessum slóðum hefði þeir framið morð, og þeir væri hræddir um að það kæmist upp og yfirvöld- in færi að skipta sér af því. En nú barst okkur hjálp upp í hendurnar. Til Umbi komu menn frá þorpi, sem heitir Iambon. Þeir sögðu að skógargata lægi þaðan upp til fjallanna, og við myndum geta fengið áreiðanlegan fylgdar- mann, allt öðru vísi en Iason, og þessi maður héti Selselio. Þeir sögðu líka að hann mundi geta ráðið nokkra burðarkarla. Frá Iambon er ekki nema svo sem 23 km. bein loftlína til fjall- anna. Og við komumst að því, að héðan lá skógargata beint til Kandrian, svo að á heimleiðihni gátum við tekið af okkur krók- inn. Eg var því í góðu skapi. „Við skulum ekki hrósa happi of snemma“, sagði David. „Við megum ekki gleyma því, að hér fram undan er Yakin, eða Eld- landið, sem hinir innfæddu kalla svo. Þeir eru hræddir við það. Þeir segja að þar sé villihundar og það sé óðs manns æði að fara inn á þetta land“. Við vorum nú að nálgast það svæði, þar sem rannsóknir mínar áttu að hefjast. Hingað hafði eg brotizt um erfiða vegu og enda- lausa skóga til þess að reyna að kynnast náttúruundrum þessa lands. Einhvers staðar uppi í fjöll- unum átti eg von á því að finna fugla, sem ekki höfðu fundizt áð- ur, og eg vonaðist líka eftir því að finna þar paradísarfuglinn. Hann er algengur á Nýu Gíneu, og sundið á milli eyanna er ekki nema 55 sjómílur, svo að eg taldi víst að hann hefði farið þar á milli. En á Nýa Bretlandi hefir hann aldrei sést. Selselio gamli var til með að fylgja okkur að Yakin. Og svo lögðum við á stað með hann í fararbroddi. Á leiðinni sagði David mér þessa sögu. „Hvítur maðurý sem Alf Robin-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.