Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1961, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
391
Tjald í hrauninu. Axlarhyrna í baksýn.
urlandi, sem eru að eltast við síld-
ar torfur. Og veiðarnar eru svip-
aðar — algert happdrætti, stund-
um fæst ekkert, stundum góður
afli. Tjaldrarnir eru iðnir. Þeir
stinga hver sínu nefi í sandinn,
og kippa því fljótt upp aftur, ef
þeir verða ekki varir. En margan
fallegan dráttinn komu þeir með
upp úr sandinum og urðu oft að
taka á öllum kröftum. Og það var
ótrúlegt hvað hver þeirra gat
gleypt marga af þessum dólpungs
ormum. Það var engu líkara en
að annað hvort væri þeir býsna
soltnir, eð<a þeir ætluðu að fá þá
saðningu er nægði í marga daga.
Það eru margar fleiri tegundir
af fuglum þarna hjá ósnum. Ýms-
ir smáfuglar koma niður að leiru-
jaðrinum við hraunið til þess að
tína þar smáorma. Það er mikið
af ormum hér. Ef þangi er lyft
frá steini, þá er þar eins og ið-
andi maðkaveita undir. Hér er því
nóg um æti. En ekki virðast krí-
urnar ksera sig neitt um það góð-
gæti. Þær stunda sinn veiðiskap í
sjálfum ósnum og kafa eftir veið-
inni. Hér er líka hettumár að
flækjast og nokkrar skeglur. En
mest furðaði mig að sjá þar tvo
stóra grámáva, sem virtust alltaf
halda kyrru fyrir og sátu ýmist á
klettunum eða á eyrinni handan
óssins. Mér var ekki ljóst hvaða
veiðiskip þeir stunduðu hér.
Þvottahús og rafmagnsstöð er á
bakkanum rétt hjá gistihúsinu og
milli þess og óssins eru steyptir
veggir af gömlu lýsisbræðsluhúsi.
í þennan grunn er fleygt sorpi
alls konar og úrgangi frá gisti-
húsinu, og svo er kveikt í því svo
að það valdi ekki óþrifnaði og ill-
um þef.
Eitt kvöldið er eg kom heim til
gistihússins, sá eg mikinn reyk
leika um þak þvottahússins og datt
fyrst í hug að nú hefði kviknað í út
frá rafmagnshreyflinum. Eg gekk
niður fyrir húsið og sá þá að
reykurinn kom upp úr rústunum
og var sem hann kæmi í gusum.
Gekk eg þá nær til að athuga
hvernig á þessu stæði. Og sem
eg kom að veggnum og leit yfir
hann, sá eg einkennilega sjón. í
kring um rjúkandi og brennandi
ruslhrúguna niðri í tóttinni voru
fjórar eða fimm kríur, þrjár skegl-
ur og báðir grámávarnir. Þessi
hópur hafði komið þangað til að
leita sér ætis. Kríurnar og skegl-
urnar flugu þegar burt með gargi,
er þær sáu að óvinur var í nánd,
en grámávarnir voru önnum kafn-
ir „í svælu og reyk“ að draga
sundur draslið. Og í hvert skipti
sem þeir læstu goggnum í eitt-
hvað í hrúgunni og toguðu í, gaus
þykkur reykmökkur upp úr hrúg-
unni, og þess vegna var sem reyk-
urinn kæmi í gusum upp fyrir
húsið.
Alls staðar verða hinar lifandi
skepnur að heya harða baráttu til
þess að afla sér matar. En ekki
hafði mér dottið í hug að fuglar
hættu sér inn í eld og reyk til
þess. En grámávarnir þarna höfðu
eflaust komizt að því, að sætar
voru og bragðgóður matarleifar
frá gistihúsinu, og skirrðust því
ekki við að ná í þær, enda þótt
þeir ætti á hættu að eldur hlypi í
fiðrið. Og þótt þeim súrnaði svo
sjáldur í augum, að þeir sæi ekki
mann, sem kominn var fast að
þeim, þá þótti þeim það víst til-
vinnandi.
Næstu daga hímdu grámávarn-
ir á klettum og söndum. Þeir voru
orðnir því afhuga að leita sér
fæðu í sjónum. Þeir höfðu á viss-
an hátt komizt í kynni við menn-
inguna, og hún hafði orðið þeim
að falli. Og fer ekki margri mann-
kindinni líkt og þessum grámáv-
um?
Margt er um manninn á Búð-
um um verslunarmannahelgina.
Einn daginn snæddu 140 morgun-
verð þar. Hvert einasta rúm í