Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1961, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1961, Qupperneq 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 893 urt gagn er í þeim myndum. Við komum seint heim til Búða. Gestir voru gengnir til náða og allur matmálstími úti. En við vor- um þrjú sett saman að matborði í fyrsta skipti. Eftir stutta stund spurði hún hikandi og hálfhvíslandi hvað hefði verið í hádegisfréttunum. Hún kvaðst ekki hafa þorað að spyrja neinn um það, en húnhefði heyrt að oft var minnst á Krús- jeff. Hvað ætlaði hann nú að gera? Henni var mikið niðri fyrir. Þetta hafði verið frásögn af ræðunni, sem Krúsjeff helt þegar Titov var kominn úr geimflugi sínu. Eg sagði henni frá efni ræð- unnar og að Krúsjeff hefði haft við orð að draga saman mikið her lið við landamæri Þýzkalands. — Haldið þér að stríð verði úr þessu? spurði hún klökkum rómi. Því gat eg ekki svarað. — Eg er hrædd, sagði hún þá, veit ekki hvort eg á að þora að fara heim. Eg vildi helzt vera hér á íslandi, en eg á að vera komin heim um miðjan mánuð, því að þá á eg að byrja að kenna í skól- anum. Svo varð þögn og það var eins og hún berðist við grát. Rúnum rist andlit hennar varð enn elli- legra en áður og það var skelfing- arsvipur í augunum. — Eg er kjarklaus og hrædd, kjökraði hún svo, og eg hefi reynt sitt af hverju. Eg fæddist um alda- mótin og faðir minn var bóndi skammt frá Königsberg. Að loknu námi gerðist eg skólastjóri við unglingaskóla. En er Hitler komst til valda, var mér bannað að kenna. Eg leitaði þá fyrir mér um atvinnu erlendis og mér bauðst kennarastaða í Bogota í Suður- Ameríku. En þá kom upp úr kaf- inu að öll bréf mín, bæði þau sem eg skrifaði og þau sem eg fekk, höfðu njósnarar Hitlers lesið. Og nú var mér tilkynnt ,að mér væri bannað að fara úr landi og eg gæti enga vinnu fengið. Eg held að eg hafi verið höfuðsetin eftir það. Þó gat eg dregið fram lífið með aðstoð ættingja minna þang- að til seinna stríðið hófst. Eg helt dagbók í stríðinu og gat þar um allar þær loftárásir, sem eg lenti í. Þær voru orðnar rúm- lega 800 þegar eg fárveiktist. Lungun voru biluð og eg hafði fengið asthma af loftþrýstingi sprengjanna. Þá var eg flutt heim til föðurbróður míns og konu hans, sem bæði voru 78 ára göm- ul. Svo hófst innrásin í Austur- Prússland. Rússar komu og þeir skutu gömlu hjónin, og eg fæ aldrei skilið hvers vegna þeir gerðu það. Mér var hlíft, líklega af því að þeim mun hafa virzt eg vera dauðans matur hvort sem var. Eftir stríðið komst eg til Vest- ur-Þýzkalands og hefi stundað kennslu við unglingaskóla í Diiss- eldorf. Sumarfrí mitt er þrotið, skólinn á að taka til starfa aftur í ágúst. En eg er hrædd og þori ekki heim. Eg held að Rússar hafi einsett sér að leggja öll önnur lönd undir sig og þá kemur röð- in fyrst að Þýzkalandi og Norð- urlöndum.------- Nú kom kökkur í hálsinn á henni. Eftir nokkra stund jafnaði hún sig ofurlítið, bað okkur að fyrirgefa að hún hefði angrað okk- ur með þessu, reis svo á fætur og helt til herbergis síns. Daginn eftir settist hún að borði hjá okkur. Og þegar hádegisfrétt- um var lokið, spurði hún enn kvíðafull 1 hálfum hljóðum hvað væri að frétta. Það var þá ekkert markvert, en hún varð enn á- hyggjusamlegri á svip. Að máltíð lokinni símaði hún til einhvers trúnaðarmanns síns í Reykjavík og spurði hann ráða. Samtalið hefir víst hughreyst hana, því að daginn eftir lagði hún á stað áleiðis til Þýzkalands. Hún var sextug en hefði vel getað verið rúmlega áttræð, eftir útliti að dæma. Og hér á þess- um friðsæla stað hafði hún birzt okkur sem persónugjörvingur hins lamandi ótta við yfirgang og taumlausa drottnunargirnd, ótt- ans, sem nístir sál þeirra er feng- ið hafa reynslu af öfgastefnum nútímans. Á. Ó. Smitandi krabbamein EIN tegund krabbameins kallast „Rous sarcoma". Þetta er vírusjúk- dómur, sem leggst á hæns. Varð hann kunnur fyrir 50 árum og hafa menn altaf haldið, að hann væri ekki smit- andi. En nú er annað orðið uppi á teningnum. Bandarískur vísindamaður, dr. B. R. Burmeister, hefir fært sönnur á að þessi tegund krabbameins er smit- andi. Hann spýtti vírunum i nokkra hænuunga og setti þá síðan inn í hús hjá heilbrigðum hænuungum og ól þá þar upp þangað til þeir voru fullorðnir. Við eina þessa tilraun hafði hann sýkta unga innan um 45 heilbrigða. Afleiðingin varð sú, að 35 af þessum 45 drápust úr „Rous sarcoma“. Var þar ekki um að vill- ast að þeir höfðu smitast, því að sams konar vírur fundust í þeim og þær, sem tilraunaungarnir voru sýkt- ir með. Síðan hefir komið upp úr kafinu að fleiri tegundir krabbameins geta verið smitandi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.