Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1961, Síða 6
394
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Smásagan
Úmenntaöur
VINUR minn, Bill Sowter, er hóg-
vær maður og yfirlætislaus, orðfár
og orðvar og frásneiddur því að vilja
ýkja. Hann hefir sagt mér þessa
sögu:
Það var árið 1943 þegar stríðið við
Japan var í algleymingi. Hann var þá
liðsforingi og hafði verið sendur til
herstöðva í Bangalore í Mysore-ríki,
en það er eitt héraðið í Madras á
Indlandi. Hann var þarna með konu
sína og tvö böm, Edmund 12 ára
og Joyce 6 ára.
Einhvern dag var hann sendur
ásamt þremur innlendum undirfor-
ingjum til þess að leita að vatni, lang-
an veg frá herbúðunum. Þessir þrír
undirforingjar hétu Kuppuswami,
Ranganswami og Nairianswami. Með
þeim fóru sex innlendir hermenn og
matreiðslumaður. Yfirforinginn sagði
að hann mætti hafa börnin sín með,
þau myndi hafa gaman að slíku ferða-
lagi.
Þeim var nú ekið á bílum til áfanga-
staðarins og skildir þar eftir. Brátt
tókst þeim að finna þar vatn og síð-
an unnu þeir að því að gera þar
almennilegí vatnsból.
Snemma morguns, sama daginn og
töfraiæknir
þeir áttu von á að bílar mundu koma
að sækja sig, var Edmund litli að
taka saman rúmföt sín. Skyndilega
rak hann upp hátt hljóð, eins og hann
hefði meitt sig. Bill sá að drengur-
inn saug á sér fingur á vinstri hönd,
en á gólfinu var rauðbrúnn sporð-
dreki. Sowter steig þegar ofan á hann
og drap hann. Hann vissi óðar að
sporðdreki þessi mundi hafa bitið
drenginn, og hann hafði verið nógu
lengi í Indlandi til þess að vita, að
bit sporðdrekans er banvænt.
Drengurinn hafði óþolandi kvalir í
hendinni, og faðir hans sá að rauðir
taumar lágu upp úlfliðinn og færðust
upp handlegginn. Það var blóðeitrun
frá bitinu.
Enginn tími var til þess að sækja
lækni til Bangalore, og enginn sími
var þarna nærri. Og það var hætt
við að drengurinn mundi deya áður
en bílamir kæmi.
Sowter var örvílnaður og vissi ekki
hvað hann skyldi til bragðs taka. Þá
bar Kuppuswami þar að. Hann leit
aðeins á drenginn og sagði svo:
— Eg ætla að skreppa til næsta
þorps og nú í einhvern, sem getur
læknað þetta.
Og svo rauk hann á stað. Sowter
horfði á son sinn, augastein sinn, og
hann sá hvemig rauðu þræðirnir færð
ust upp eftir handlegg hans og voru
komnir upp undir öxl. Hann vissi að
drengurinn var dauðadæmdur.
Eftir tíu mínútur kom Kuppu-
swami aftur og hafði með sér Ind-
verja, sem ekki var í öðrum fötum
en lendaklæði. Hann var gráhærður,
hafði rakað hárið ofan við ennið
eyrnanna á milli, en látið hitt vaxa
og var það sítt og kembt aftur á
herðar. Ekki var hægt að gizka á
aldur mannsins, hann gat verið fertug-
ur, en hann gat líka verið sjötugur.
Hann lét Edmund setjast og sat
svo á hækjum sínum framan við
hann. Og svo hóf hann einhverjar
særingar á máli, sem Sowter skildi
ekki. Jafnhliða strauk hann hand-
legg drengsins með óhreinum fingr-
um alla leið ofan frá öxl. Hann lagði
svo mikinn kraft í særingar sínar og
nuddið, að svitinn draup af honum og
rann niður andlit hans í stríðum
straumum.
Sowter starði á hann milli vonar
og ótta. Og skyndiiega sá hann að
rauðu taumarnir á handlegg drengs-
ins fóru að styttast, og var eins og
þeir sigi niður. Það var líkast því
er kvikasilfur fellur í hitamæli.
. Þegar taumarnir náðu ekki lengra
en upp í alnbogabót, var særinga-
maðurinn orðinn uppgefinn. Hann
kraflaði þá í öskuhrúgu, sem þar var,
og bar öskuna á handlegg drengsins,
svo að þar kom öskuhringur ofan við
rauðu þræðina. Sowter horfði á og
undraðist að þræðirnir færðust ekki
úr stað, það var eins og þeir kæmist
ekki upp fyrir öskuhringinn.
Indverjinn hvíldist nokkra stund.
Hann sat á hækjum sínum og var
með lokuð augu. Nú höfðu hinir menn-
irnir safnazt þarna saman og horfðu
á, en enginn þeirra sagði neitt.
Svo hóf Indverjinn særingar sínar
að nýu og tók að strjúka handlegg
drengsins. Og rauðu þræðirnir dróg-
ust stöðugt niður á við. Ekki létti
Indverjinn fyr en þeir voru komnir
niður í góminn þar sem bitið var.
Þá virtist Indverjinn kominn að nið-
urfalli af þreytu, en hann helt samt
áfram þar til rauðu þræðirnir voru
með öllu horfnir. Þá var borið joð á
bitsárið, og eftir það kenndi drengur-
inn sér einkis meins.