Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1961, Page 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
403
Darwinskenningin
komin á fallanda fót
— HVERNIG stendur á því að
gíraffinn hefir svo langan háls?
Líffræðingar hafa ekki verið í
neinum vandræðum með svar við
þeirri spurningu fram að þessu.
Þeir hafa stuðst við hina aldar-
gömlu kenningu Darwins um
„náttúruvalið". Það er kenningin
um að hinir hæfustu sigri í lífs-
baráttunni. Sé einhver frábrugð-
inn kyni sínu, og sú breyting ger-
ir hann hæfari í lífsbaráttunni
heldur en feður hans, þá er það
hann sem gengur með sigur af
hólmi, og afkvæmi hans, sem
erfa hinn nýa eiginleika.
Þannig er það um gíraffann,
sögðu vísindamennirnir. Einhvern
tíma fæddist vanskapningur, sem
hafði lengri háls en aðrir. Og það
kom fljótt í ljós, að gíraffinn með
langa hálsinn, var betur hæfur
haga sér.
í daglega lífinu þurfa menn
alltaf á því að halda að geta vegið
og metið öll atriði áður en þeir
taka ákvörðun. En þetta vita
menn ekki. Þeim hefir ekki verið
kennd rökfræði talnanna. Reikn-
ingsaðferðirnar, sem menn hafa
lært, segja aðeins að þetta sé rétt
og hitt rangt. En líkindareikning-
urinn segir: „Hér koma mörg önn-
ur atriði til greina, ekkert þeirra
er áreiðanlega rétt, og ekkert er
heldur áreiðanlega rangt“. Lík-
urnar eru margar á báða bóga.
Sumar virðast alveg réttar, aðrar
sennilega réttar, þriðju líklega
réttar, fjórðu ólíklegar, fimmtu
að bjarga sér en aðrir. Þegar gras-
ið á jörðinni skrælnaði í þurrki,
svo að þar var varla neina lífs-
björg að fá, þá gat þessi gíraffi
teygt sig upp 1 trjákrónur og bit-
ið laufið. Vegna þessa varð sú
breyting á gíraffanum að háls-
inn lengdist meir og meir.---------
Seinustu tvö árin hefir verið
gerð hríð að kenningum Darwins,
einkum í Frakklandi. Þar hafa
nafnkunnir vísindamenn gengið
fram fyrir skjöldu og birt grein-
ar í kunnum tímaritum, svo sem
„Revue de Deux Mondes“, „Sci-
ence et Vie“ og „Nouvelles Litt-
eraires". Þeir halda því fram, að
kenningar Darwins sé orðnar úr-
eltar, síðan erfðafræðin kom og
menn uppgötvuðu erfðastofnana.
Röksemdir þeirra eru margskon-
ar, en þetta hafa þeir um gíraff-
mjög ólíklegar o. s. frv. Þær má
svo flokka eftir þessu 0—1. Líkur,
sem fá töluna 1, eru réttar, en
líkur sem fá töluna 0 eru rangar.
Og svo eru allar hinar þar á milli.
Ef líkur eru 0,5 þá ber til beggja
vona um þær. Líkur, sem merktar
eru 0,1 eða 1/10 eru aftur á móti
svo, að í 9 tilfellum af hverjum
10 eru þær rangar.
Út af þessu segir dr. Warren
Weaver, fyrverandi háskólakenn-
ari í stærðfræði, að nauðsynlegt
sé að skólar kenni líkindareikning.
Rökhugsun hans þurfi að verða
almenningseign, einn þáttur í dag-
legri hugsun manna.
ann að segja:
— Ef gíraffinn hefir öðlast hinn
átta feta langa háls sinn, vegna
þess að fyrir það hafi hann orð-
ið hæfari í lífsbaráttunni, hvað á
þá að segja um sauðkindina, sem
ekki hefir nema nokkurra þuml-
unga langan háls? Eru ekki gír-
affinn og sauðkindin af sama
bergi brotin, þar sem þau piga
sér hinn sama forföður, er uppi
var á Eocene-öld?
Og hvað er svo um írska elg-
inn, sem var forfeðrum sínum
hæfari í lífsbaráttunni vegna þess
hvað hann hafði ógurlega stór
horn? En þessi horn urðu að lok-
um svo stór og þung að hann gat
ekki valdið þeim, og varð svo
aldauða.
Eða þá mammútinn, sem varð
undir í lífsbaráttunni, vegna þess
að tennurnar á honum urðu hring
-bognar og honum gagnslausar til
varnar?
Andstæð>ingar Darwins hafa nú
meira til síns máls heldur en áð-
ur fyrr. Uppgötvun erfðastofnanna
og hvernig þeir geta breytzt, hefir
bezt sýnt veilurnar í kenningum
Darwins. Hún hefir líka sýnt, að
hægt er með vísindalegum aðferð-
um að breyta erfðastofnunum
þannig, að nýir eiginleikar komi
í ljós og verði ráðandi. Þetta hafa
menn gert. Þeir hafa t.d. breytt
eiginleika sáðkorns svo, að það
gefur margfalda uppskeru. Kyn-
bætur á skepnum hafa líka farið
fram. Og er þá ekki hægt að bæta
mannkynið á svipaðan hátt, gera
manninn betri og meiri? Um það
þykjast frönsku vísindamennirnir
vissir, og að menn uppgötvi jafn-
vel á þessu ári hvernig hægt muni
að gera þá breytingu.
j
)