Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1961, Page 16
404
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
BRIDGE
A K G
¥75
♦ D 8 7 4
* 10 9 7
5 3
473
¥84
4 A G 10 9 5
4 Á G 6 4
4 D 10 9
8 5
¥ K G
4 K 6 2
4 D 8 2
4 A 6 4 2
¥ A D 10 9 6 3 2
4 3
4 K
N
V A
S
S sagði 6 hjörtu. Er það að vísu
djarflega sagt, en þó freistandi.
V sló út trompi. S tók slaginn og
sló út lágspaða. Þann slag fekk V og
slp aftur út trompi. S sá að nú varð
annað hvort að hrökkva eða stökkva.
Hann spilaði því öllum trompunum
og fleygði í þau úr borði einu laufi
og fjórum tiglum. Nú voru aðeins 5
spil eftir á hendi og A helt þremur
laufum og tveimur spöðum. S tók
nú slag á LK og sló svo út tigli und-
ir ásinn. Þá lenti A í vandræðum.
Ef hann fleygði spaða, þá átti S spaða-
slagina. Ef hann fleygði laufi, þá átti
S tvo slagi á lauf og hinn þriðja á
S A. Þetta þykir góð spilamennska
hjá S.
í Bessastaðakirkju fyrir 400 árum
Árið 1552 voru geymdar tvær kist-
ur í Bessastaðakirkju og var í þeim
lítil krambúð. í annari kistunni, sem
var úr eik, var geymt: strigi, klæði,
sólaðir skór, pyngjur, hnífar, hatta-
bönd, belti, mundlaugar, drengjahúfur
og kvenhúfur. í hinni var geymt:
léreft, vestersléreft, stór strigi, varn-
ingsklæði, brúnt klæði og stórgerður
sængurdúkur. — Árið eftir, 1553, voru
þessir hlutir geymdir í sömu kirkju,
og sést ekki að um þá hafi verið búið
í neinum hirzlum ,heldur munu þeir
blátt áfram hafa verið á floti um
og það er hægt að njóta hans, þrátt fyrir hávaða umferðarinnar á götunni.
(Ljósm. Ólafur K. Magnússon).
kirkjuna: katlar stórir og smáir, rist-
ir, tréföt, steikarteinar, sláturaxir,
sinnepskvörn, bandajám, föt, trédisk-
ar, pundari úr járni, annar úr tré,
tvær litlar ölskálar, eitt deigtrog,
skinnklippingar, húðir, línur, færi,
klukkur, hrífur, bjálkar, kjöt, ilskór,
jámrekur og stórar og smáar árar.
(Safn V.)
Við tjöraina 1882
1 kortérinu gekk eg suður með
tjörninni austanverðri. Þar hefi ég
séð ljótastar jarðabætur. Sléttanin
hefir verið svo líðilega af hendi leyst,
að sléttan er ósléttari en þýfi. Það
er annars ósköp að sjá, hvernig er
umhorfs þar suður frá. Þar eru stór-
ir mykjuhaugar og öskuhaugar ónot-
aðir, því eigendum túnanna hefir ekki
dottið í hug að láta breiða þá út um
túnin. Þeir grasgróa líklega með tim-
anum. — (Ólafur Davíðsson).
Ögmundarhraun
Áður en það var rutt, varð að fara
vestur fyrir hálsa fyrir endann á
hraunsuppkomunni, þegar fara þurfti
til Njarðvíkur eða Keflavíkur. Bónd-
inn í Njarðvík, að nafni Gissur, átti
dóttur. Hennar bað lausingi nokkur.
er Ögmundur hét, tröllmenni að stærð
og kröftum. Bóndi vildi ei gifta dótt-
ur sína fúlmenni þessu, en treystist
ei að standa á móti honum; tekur
hann því það ráð að lofa honum
stúlku þessari, ef hann vildi vinna
það til hennar að gera færan veg
yfir hraunið, þar sem beinn yrði veg-
ur til Suðurnesja. Þetta verk tókst
hann á hendur og framkvæmdi það
duglega, en lagðist til svefns að loknu
verkinu, austan til við hraunbrúnina,
en bóndi lá í leyni í hraungjótu, ætl-
aði hinum stundir að sofna vært og
drap hann sofandi. Þar er dys hans,
sem drepinn var og hraunið síðan við
hann kennt og kallað Ögmundar-
hraun. (Úr sóknarlýsingu 1840).
Vísur
eftir Gísla Sigurðsson frá Klungur-
brekku, orktar 1814:
Ýmsir kúga, aðrir ljúga og stela,
nokkrir herja heims um frón,
hinir berjast eins og ljón.
Hætta aldrei illsku baldnir dárar
fólk að kvelja um frón og sjá,
fyr en heljan drepur þá.
i
i