Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1961, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1961, Qupperneq 1
32. tbl. inð Sunnudagur 5. nóvember 1961 bób XXXVI. árg. Vængurinn makalausi Vængurinn reyndur á fjórhjóla vagni. FYRIR rúmum 450 árum sagði hugvitsmaðurinn Leonardo da Vinci: „Það þarf vængi til að fljúga. Ef eg get ekki fundið þá upp, þá verður einhver annar til þess“. Og nú er fundinn upp nýr vængur, sem ætla má að valdi gjörbyltingu í öllum loftferðum. Það var fyrir 13 árum að menn tóku eftir því, að börnin á Virg- iniaströnd voru komin með alveg nýa tegund af flugdreka. Líktist hann mest léðurblökuvængjum og var kallaður „Rogallo-vængur“, kenndur við manninn, sem hafði fundið hann upp, én hann heitir Francis M. Rogallo. En nú er sú breyting á orðin, að þetta er ekki lengur barnaleikfang, heldur hin merkilegasta uppgötvun í flug- tækni. í vor sem leið var reynt merki- legt flugtæki vestur í Kaliforníu. Það líktist fjórhjóluðum pallvagni. Fremst á pallinum sat flugmaður- inn Lou Everett við stýri, en aft- ast á pallinum var 100 hestafla hreyfill til þess að knýa vagninn áfram. En yfir vagninum var þrí- hyrndur vængur, er mest líktist tveimur útþöndum seglum sam- föstum, en þó þannig að hægt var að leggja þau saman. Það voru þrjár stengur, sem mættust í oddi og dúkur á milli þeirra. Þegar stengurnar voru þandar sundur, myndaðist á milli þeirra íhvolft rúm. Þetta líkist mest bréfpílum þeim, sem menn brjóta sér til gamans og skjóta. Þegar vagninn fór á stað, þandi loftþrýstingurinn dúkinn út eins og segl í vindi. Og burðaraflið varð svo mikið, að vagninn tókst á loft, flaug fram og aftur með 52 „hnúta“ hraða og lenti síðan létt og auðveldlega. Þetta var fyrsta tilraunin að fljúga á þessum væng. Síðan hefir kappsamlega verið unnið að end- urbótum á honum. — ★ — Rogallo hafði verið flugvéla- verkíræðingur í stríðinu. En

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.