Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1961, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1961, Blaðsíða 14
514 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Vitverur ú ótul stjörnum En líkjast þær mönnum? William Howell heitir prófessor í mannfræði við Harvard há- skólann í Bandaríkjunum. Howell hefir ritað bók sem nefnist „Mankind in the Making“. Hér er stuttur útdráttur úr einum kafla þeirrar bókar. manns og konu. Og hér kom einn- ig annaö nýtt. Stráka- og dýra- myndirnar voru alls ekki tíma- bundnar, en saga Gyldenspjæts er tekin úr amerísku hversdagslífi — hinn nýríki maður, sem getur ekki lagt niður fyrri venjur sín- ar, þrátt fyrir siðaprédikanir kon- unnar. Margar svipaðar sögur hafa farið hér á eftir, en öllum er það sameiginlegt að þar er hvergi minnst á trúmál, pólitík né félags- leg vandamál. Um 1920 varð sú breyting á að fréttastofur lögðu undir sig myndasögurnar. Þær láta nú semja þær og teikna og selja svo blöðunum, og með þessu móti ber- ast myndasögurnar til blaða um allan heim. Og eftir þetta eru þær ekki lengur bundnar við sunnudagsblöð, heldur koma þær nú sem framhaldssögur í dagblöð- unum. Árið 1929 byrjaði Harold Foster á því að gera myndasögur úr skáldsögum Edgard Bourroughs um Tarzan. Þar var farið inn á nýa braut. Áður höfðu allar myndasögur átt það sameiginlegt að vera léttmeti, draga fram kát- leg atvik, svo að menn gæti bros- að. Nú er farið að segja kunnar sögur í myndum. Þetta magnað- ist og varð til hins verra. í stað- inn fyrir hinar gömlu gamansögur eru nú komnar myndasögur um leynilögregluþjóna, glæpamenn, flugvélar, kjarnorkusprengjur, njósnara, lauslætisfólk og þess háttar — allt þetta sama sem er í lélegustu kvikmyndum. •___ Frakki og ítali voru að þrátta um hvor þjóðin hefði átt meira skáld. — Dante er mestur allra rithöf- unda, sagði ítalinn, hann fór til vítis. — Þá er Baudelaire þúsund sinnum meiri, því að hann kom frá víti, sagði Frakkinn. MAÐURINN var ekki til þegar hnettirnir sköpuðust. Hann kom ekki til sögunnar fyr en löngu seinna. En að lokum kom hann þó, og er hin fullkomnasta skepna jarðarinnar, að vorum dómi. Var þetta tilviljun? Þeirri spurningu er ekki svarað enn. En þegar minnst er á tilviljun, þá efast ég um að maðurinn hafi verið neyddur til að taka á sig þá mynd, er hann hefir. Enginn minnsti vafi er á því, að „menn“ eru til á öðrum hnött um. Vitverur eiga bústaði víðs- vegar í himingeimnum, og marg- ar þeirra lengra komnar en vér. En eru þær líkar oss? Um það getum vér ekki farið eftir mynd- um af fljúgandi diskum, mönnuð- um hálfgildingsdvergum á spóa- löppum og með horn upp úr hausnum. Vér verðum að fara vísindalega að því að ráða þá gátu. Vér byrjum á því að gera ráð fyrir vitverum, en það er sama sem að þær sé „mannlegar", það er að segja að hjá þeim sé kom- in á menning eins og hjá oss. En til þess þurfa þær að geta gert sig skiljanlegar og starfa í sam- einingu, því að öðrum kosti væri ekki um neina menningu að ræða. Og það væri alveg vonlaust fyrir oss að komast í vitsamband við þær, ef þær hefðu ekki vitsam- band sín á milli. Vér verðum líka að gera ráð fyrir því, að lífsskilyrði í heim kynnum þeirra sé ekki verri en á jörðinni, að þar sé svipað lofts- lag, hiti og aðdráttarafl, vegna þess að það virðist hæfa lífinu bezt. En eru þessar verur líkar oss? Eg held að svo sé. Þó gæti sumt verið með öðrum hætti hjá þeim. Það getur vel verið að þeir „sjái“ sumt sem vér „finnurn", svo sem hitastrauma, eða „finni“ það sem vér „heyr- um“ o.s.frv. Beinagrind þeirra, eða hvað sem það nú er sem heldur þeim uppi, kann að vera öðru vísi en okkar, vegna þess að vöðva- og æðakerfi sé eitt- hvað frábrugðið. En allt þetta hljóta þeir að hafa, því að skyn- semi gæddar verur verða að geta hreyft sig. En hvernig eru þeir þá í vexti9 Eru þeir sívalir eða flatir? Auðvitað hafa þeir höfuð, eins og allar skepnur hér á jörð, og þar er auðvitað heilinn og munn urinn, eins og á öðrum skepnum. En ekki munu þeir líkjast skor- dýrum, því að skordýrin hafa enga hugsun, heldur aðeins eðlis- hvöt. Skyni gæddar verur hljóta að hafa taugakerfi og heila. Og heilinn hlýtur að vera nokkuð stór. Hjá meginhluta allra lifandi vera eru tvö kyn. Það er ein af meginreglum náttúrunnar. Sjálf- sagt eru tvö kyn hjá þeim líka. f ♦

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.