Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1961, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1961, Side 6
522 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Smásagan; Innrás í England (Frásögn herlæknis) þannig að þeir „fjöðruðu". Þetta tók af hnykki jarðskjálftans. — — Bandarískur byggingameistari, sem* fór suður þangað til að at- huga hverjar byggingar hefði staðið sig bezt, segir að margar nýtízku byggingar hafi hrunið, vegna þess að ekki var nóg vand- að til þeirra og byggingarlaginu auk þess áfátt að ýmsu leyti. Byggingameistarar eru sammála um, að þegar húsagrindur eru úr járni og síðan fyllt upp með múr- steini eða steypu, sé afar áríðandi að efnið sé mjög traustlega fest við grindina og gengið vandlega frá stigum og reykháfum. Hús, sem hlaðin eru úr múr- steini eða holsteinum einum sam- an, eru stórhættuleg í jarðskjálft- um, enda hafa þau orðið fjölda manna að bana á undanfömum árum. Vel byggð timburhús á traust- um grunni, og ekki hærri en 2—3 hæðir, eru ekki hættuleg, því að þau hafa í sér hæfileikann til að svigna og láta undari. í þeim er mönnum varla hætta búin nema þá af múrhúðuðum loftum og ó- vönduðum reykháfum. Enn er verið að reisa Conception úr rústum. Byggingameistarar í Chile hafa farið til Bandaríkjanna og Japans til þess að afla sér upp- lýsinga um hvers konar hús sé öruggust, og hvaða byggingarlag sé bezt, því að mikið er undir því komið. Og nú rís þarna vonandi borg, sem getur staðið af sér alla jarðskjálfta. Þessar upplýsingar eru teknar úr grein eftir Elliott B. Roberts, amerískan jarðskjálftafræðing. — Þegar slíkt efni ber á góma, verð- ur manni hugsað til heimahag- anna. ísland er jarðskjálftaland, en hefir þeirrar staðreyndar jafn- an verið gætt þegar menn reisa sér hús í borg og bæ?. ÞAÐ var í byrjun febrúar 1916, að eg var fluttur til Deal. Og þarna tók eg þátt í vörninni, þegar óvin- irnir gerðu innrás í England. Sagan um þá innrás hefir aldrei birzt í blöðunum og hennar er hvergi getið í fréttum herstjórnarinnar. En þó er sagan sönn, það vita margar þúsund- ir manna. Og þess vegna er hún nú sögð í fyrsta skipti, án tillits um að lögin fyrirskipa þagmælsku embættis- manna. Majórinn hafði fengið veiðileyfi á gresjum nokkrum niður undir sjó og einn góðan veðurdag fórum við þangað til að skjóta fugla. Við vorum komnir meira en hálfa leið, þegar við sjáum hvar sjóliði nokkur kem- ur hlaupandi eins og hann eigi lífið að leysa, og fer yfir hvað sem fyr- ir er. Þegar hann kom til okkar lafmóð- ur af hlaupunum, dró hann bréf upp úr vasa sínum. Majórinn las bréfið og rétti mér það svo. Þar stóð: „Kom- ið þegar í stað til baka“. Bréfið var frá aðstoðarforingja hans. Við náðum í bíl, en þegar við kom- um til herskálanna var þar allt lok- að en okkar beið skipun um að fara þegar i stað heim til hershöfðingjans, sem átti heima niður við ströndina. Þegar þangað kom sat hershöfð- inginn við stórt borð, en umhverfis hann stóðu liðsforingjar. Majórinn bað afsökunar á því, að hann kæmi óeinkennisklæddur og með hagla- byssu í höndunum. „Úr því að allir eru hér saman komnir" mælti hershöfðinginn, „þá ætla eg að lesa þær fyrirskipanir, sem komið hafa frá yfirherstjóminni: Það eru allar líkur til þess að óvin- irnir geri nú innrás einhvers staðar milli North Foreland og Dover. Þeir verða klæddir brezkum einkennisbún- ingum og kunna allir ensku. Sjólið- arnir eiga að verja ströndina á svæð- inu 2 km. fyrir norðan Deal og til 100 metra fyrir sunnan Walmer kast- ala. Sennilega verður landgangan var- in með fallbyssuskothríð frá sjónum. Um leið og skothríð hefst, eiga allir óbreyttir borgarar að flýa bæinn og fara stíga eða vegleysur, svo að eng- in truflun verði á herflutningum eftir aðalvegunum. Tíu þúsundir manna eiga að fara til landgöngustaðarins undir eins og vitað er hvar hann er. Þeir verða að halda stöðvum sínum hvað sem það kostar og undanhald má ekki eiga sér stað“. Hálfri klukkustund síðar hafði að- stoðarforinginn fengið mér 36 menn til þess að bera sjúkrabörur. Þeir hefði verið til lítils í skotgröfunum, því að þeir kunnu ekki enn að halda á byssu. Ég fór með þá til sjúkra- hússins og þar náðum við í 9 hross- hársdýnur, sem nota mátti til þess að bera á þeim særða menn. Við fór- um með þær niður í tóman bílskúr og settum þar á þær handarhöld úr kaðli, svo hægt væri að bera þær. Ég hafði 20 mínútna æfingu með þeim í meðferð særðra manna. Og svo skipaði eg þeim að koma að bílskúrn- um undir eins og herliðið flykktist í skotgrafimar, sem þegar höfðu verið grafnar niður hjá sjó. Eg skipaði þeim að fara í tvenn nærföt, því að kalt mundi verða um nóttina. Skotgrafirnar þar sem mér var ætl- að að starfa, náðu frá suðurenda bæ- arins rétt suður fyrir Walmer kast- ala. Það sem nú lá næst fyrir var að út- vega eitthvert hús þar sem hægt væri að taka á móti særðum mönnum. Eg valdi af handahófi hús, sem stóð á bak við hæð, því að það gat verið nokkur vörn í hæðinni þegar óvin- imir byrjuðu að skjóta. Þama bjó þá ekkja með tveimur dætrum sín- um um tvítugt. Þegar eg bar upp er- indið tóku þær því ágætlega og buð- ust til að draga öll húsgögnin út 1 garðinn. Eg sagði að það væri ekki nauðsynlegt, nægur tími yrði til þess þegar eitthvað færi að gerast, en ann- ars væri það þýðingarmest að við

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.