Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1961, Síða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
525
Frá Háskóla-
hátíðinni:
Rektor tekur
á móti for-
seta fslands.
og einnig í bílum inn að Öskju. Jarð-
fraeðingar og jarðeðlisfræðingar skifta
með sér verkum við rannsókn goss-
ins (28.)
Steinn úr Öskju fór í gegnum rúðu
á bandarískri flugvél, sem flaug þar
yfir og mölbraut rúðuna. Slys urðu
ekki á mönnum (28.)
Öskjugosið er í rénun, en nýir gíg-
ar hafa þó myndazt. Jarðfræðingar
tóku myndir niður í eldspúandi gig-
ana (29.)
Farið er nú að draga úr Öskjugos-
inu þótt það haldi enn áfram af mikl-
um krafti (31.)
VEÐRIÐ
Fyrsta vetrarhretið á þessu hausti
kom 17. okt. Snjóaði þá allt frá Isa-
fjarðardjúpi og austur um, allt suður
á miðja Austfirði. Veðrinu fylgdi
mikill snjór og áttu bátar sums stað-
ar í erfiðleikum um að komast inn.
Það gekk þó fljótt niður. Um þetta
leyti féll fyrsti snjórinn á Suðurlandi,
en þó ekki í byggð. •
Um 20. okt. lá einhver svartasta
þoka, sem hér hefir komið yfir
Reykjavík, Sást bærinn t. d. alls ekki
af Ártúnsbrekkunni.
Fjallvegir byrjuðu að teppast vegna
snjóa síðast í mánuðinum þó aðallega
á Vestfjörðum.
MENN OG MÁLEFNI
Vigdís Jónsdóttir, sem verið hefir
skólastjóri Kvennaskólans að Varma-
landi, ráðin skólastjóri Húsmæðra-
kennaraskóla íslands (1.)
Norskur stúdentaprestur, séra Leif
M. Michelssen, prédikar hér á landi
(3.)
Forvígismenn norrænna háskóla-
stúdenta á ráðstefnu í Reykjavík (4.)
Páll Teodórsson eðlisfræðingur og
Örn Garðarsson eðlisverkfræðingur
vinna að því að smíða öflugt gull-
leitartæki (4.)
Dr. Sigurður Þórarinsson gerður
heiðursfélagi norska landfræðifélags-
ins (5.)
Friðrik Ólafsson skákmeistari varð
í 14. sæti á alþjóðlegu skákmóti í
Bled í Júgóslavíu (5.)
tslenzka bridgesveitin varð f 7.
sæti á Evrópumeistaramótinú í bridga
(6.)
Indriði G. Þorsteinsson hlaut verð-
laun úr minningarsjóði Björns Jóns-
sonar, Móðurmálssjóðnum (10.)
Sigfús Guðmundsson skipaður yfir-
maður Parísarskrifstofu ameríska
flugfélagsins TWA (10.)
Dr. Þórður Eyólfsson hæstaréttar-
dómari sækir alþjóðaráðstefnu um
höfundaréttarmál (10.)
Bandaríski fiðluleikarinn Michael
Rabin lék einleik með Sinfóníuhljóm-
sveitinni. För hans til íslands seink-
aði svo að hann kom hingað nokkru
eftir að tónleikarnir hófust (13.)
Stefán Hilmarsson, ræðismaður 1
Washington, ráðinn bankastjóri Bún-
aðarbanka íslands (13.)
Dr. Oddur Guðjónsson settur ráðu-
neytisstjóri í viðskiftamálaráðuneyt-
inu (15.)
Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráð-
herra flutti erindi um ísland í tveim-
ur þýzkum borgum (17.)
Ingunn Gísladóttir hjúkrunarkona á
förum til trúboðsstöðvarinnar í Konso
(17.)
íslenzk listakona, Helga Weiss-
happel, heldur sýningu á verkum
sínum í Vínarborg (20.)
Fulbright-stofnunin bandaríska veit-
ir Islendingum náms- og ferðastyrki
til Bandaríkjanna (21.)
Pétur J. Thorsteinsson afhendir
forseta Júgóslavíu trúnaðarbréf sitt
sem sendiherra íslands í Júgóslavíu
(21.)
Séra Bjarni Jónsson vígslubiskup
kjörinn fyrsti heiðursborgari Reykja-
víkur á áttræðisafmæli hans (22.)
Ungverski rithöfundurinn Tibor
Meray heldur fyrirlestur í Reykjavík
(24.)
Friðrik Ólafsson skákmeistari kom-
inn heim eftir þátttöku í tveimur stór-
mótum erlendis (25.)
Bandarískir þingmenn heimsækja
Alþingi (25.)
Ottó Valdimarsson rafmagnsverk-
fræðingur hlaut verðlaun í sam-
keppni, sem sænska útvarpið efndi til
um tæknifyrirlestra (25.)
Árni Vilhjálmsson cand. oecon. skip-
aður prófessor í viðskiftafræðum við
Háskóla íslands (28.)
SKÓLAR
A fimmta þúsund böm hófu skóla-