Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1961, Qupperneq 14
630
LESBÓK MORGUNELAÐSINS
Greftrunarsiðir í Indlardi
ÞEGAR eg stóð á þrepunum hjá
Dasashwamedh á Gangesbökkum,
blasti við mér sú furðulegasta
sjón, sem eg hefi séð á ævi minni.
Margar mílur til beggja handa
eru breið og mikil þrep niður að
ánni og skiftast í sérstaka hluta,
sem nefnast „ghats“. Þrepin eru
orðin slitin af fótum þeirra mil-
jóna trúaðra manna, sem farið
hafa niður að ánni til að baða sig.
Yfir þetta gnæfa óteljandi must-
eristurnar og konungahallir. Að
baki eru öngstræti milli þessara
„ghats“, ranghalar þar sem ekki er
rúm fyrir neina vagna, og beggja
megin við þau eru hrörleg hús,
sem helzt minna á Kanton.
Eg gekk niður þrepin í gegnum
þröng af undarlegu fólki, sjúku og
æstu af trúartryllingi í leit að
guðum sínum. Eg komst niður að
ánni og náði í bát og lét berast
með honum niður ána. Og eg var
að hugsa um það hvort holdsveiki
væri smitandi, og hvort eg mundi
hafa smitazt af eineygðum betl-
ara, sem var með sár um allan
líkamann og stjakaði við mér með
fingralausri hendi í mannþröng-
inni.
Hver „ghat“ og hvert musteri
hefir sinn svip. Musterin eru helg-
uð ýmsum goðum og baðstaðirnir
eru mismunandi heilagir í augum
Hindúa. Þar er fyrst Assi-ghat,
sem á að vera á ármótum, sem
engir sjá nema Hindúar, og svo
koma mörg önnur „ghats“ og
enda á Prahlad-ghat.
Fimm af þessum baðstöðum eru
sérstaklega heilagir og miljónir
manna verða að ganga á milli
þeirra allra á einum degi. Það er
Assi, Dasashwamedh, Barna-sang-
am, Panchganga og Manikarnika.
Sumir staðirnir eru helgaðir öp-
um, aðrir „ganesh“, en það eru
einhver rauð furðudýr með þrjú
augu, silfurhjálm, fílsrana, og ríð-
ur á rottu. Sitla-ghat er helguð
bólusóttinni, en Dasshwamedh
þýðir „tíu hesta fórn“.
Ógurlegur mannfjöldi er á öll-
um þrepum og streymir niður að
hinu grugguga — en helga —
vatni. Það er einkennilegt, að í
Indlandi virðist mest helgi lögð á
það sem óþrifalegast er. örbirgð
og þrifnaður fara ekki saman. Og
vatnið í Ganges er blátt áfram
ógeðslegt. Út í ána liggja öll
skolpræsi borgarinnar, og í hana
er fleygt líkum þeirra, sem eru
svo fátækir, að þeir fást ekki
brenndir. Eins er fleygt í hana
líkum allra sem deya úr bólu eða
holdsveiki.
Samkvæmt trú Hindúa er vatn-
ið í Ganges svo heilagt, að það
hreinsar allt á augabragði. Frá
þeirra sjónarmiði er því ekkert
athugavert við að drekka vatnið
og baða sig inni á milli fljótandi
líka — en ókunnugum blöskrar.
Eg lét bátinn staðnæmast
skammt frá Aurangzeb-musterinu.
Þar eru háar turnspírur og þar
leggur reykjarstróka upp í loftið.
Eg klöngraðist yfir nokkra báta
og komst í land. Þar á árbakkan-
um lágu nokkur lík, sveipuð
grisjulérefti og náðu fæturnir
niður í ána. Rétt ofan við mig var
verið að brenna nokkur lík.
Eg hafði séð brennustað áður,
en mér var sagt, að hér hjá Jal-
sain-ghat væri staður þar sem
miljónir manna óskuðu þess inni-
lega að vera brenndar. Þess vegna
langaði mig til að skoða hann.
Eg hefi séð mörg lík, vafin í
grisju, liggja fyrir dyrum úti í
Indlandi. Það er siður þar, að um
leið og einhver deyr, er líkið þeg-
ar í stað borið út úr húsinu. Ef
það er kona, er grisjan rauð, en
ef það er karlmaður, þá er grisj-
an hvít. Lík barna eru aldrei
hjúpuð, ekki heldur þeirra sem