Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1962, Side 7
MÉR ER ALVEG SAMA
Ittttmar
Ab safna bókum
L itli hnokkinn skvampar
i pollinum, hreytir ónotum í
leikfélagia eða blótsyrðum, kem
ur svo heim blautur og rifinn
og segix: Mér er alveg sama.
Hnátan smáa teygir togleðrið
eitt, skælir sig í framan, þeytir
Ihurðum og kallar til móður
einnar: Mér er alveg sama.
Syfjulegir nemendur koma í
skólana, ólesnir og áhugalitlir.
Kennarinn áminnir bá um betri
lestur og meiri dugnað. Kæra-
leysislega svara beir: Æ, hvað
gerir það til. Mér er alveg
sama. Háværir hópar á „Rúnt-
inum“, frjálslegir en frakkir
þyrpast þeir inn á veitingahús-
in og upp f.rá Ooea Cola flösk-
unni líta þeir og segja um leið
og reykurinn frá vindlingnum
hnitar hringi út í loftið: Hvað,
þetta er allt í lagi. Mér er svo
sem alveg sama. Brotin rúða,
hnupl, flótti, frammi fyrir !ög-
reglunni standa þeir að lokum
hinir ungu menn og segja:
Gerði þetta nokkuð til? Okkur
er svo sem alveg sama. Og hin-
ir fullorðnu lesa síðustu frétt-
iirnar um framkomu og afbrot
æ-skufólksins, halla sér síðan
þægilegia aftur í stólnum eða
flýta sér á fund eða skemmtun
kvöldsins og segja: O, jæja,
slæmt er það að vísu, en ekki
var þetta mitt bam.
Skammsýni, ónof, nöldur, seg-
lr þú, lesandd góður. Gott, ef
svo væri. En því skal þetta rætt
Ihéi á þessari síou, að fjölmargir
i hópi æskufólks hugsa alvar-
Jega um þessi mál. Hvar erum
við stödd og 'hvert skal stefna?
Hver heilbrigður unglingur
þráir I huga sínum að eignast
óihugamál, hugsjón og fóma sér
fyrir hana. Aldamótakynslóðin
étti Ihiuigisjón, sterka og volduga,
og aHiur æskuiþróttur hennar
fór í það að afla íslandi frelsis
og vinna hverju framfaramáli
þjóðarinruar gagin. En í dag, þeg
er þjóðin býr við betri 'kjör en
Jiokkiru sinnd fyrr og meira virð
ist giert til að þroska hitm þrótt-
miklu æsku en áður, þá hljótum
við að spyrja: Stendur ungum
íslendiingum á sama um þetta
ftllt?
Víða í löndum er betta á-
hyggjuefni. Það virðist, sem
ungt fólk sé orðið því áhuga-
lausara um almenn málefni þvi
meiri fræðsla og betri afkoma
og aðstæður, sem bjóoast. f
Þýzkalahdi vex hinni svoköll-
uðu „Ohne mich“ hreyfingu æ
meira fylgi og í hinum ensku-
mælandi heimi kalla menn hið
sama fyrirbæri „I couldn’t care
less“. Hvað veldur þessu? Ýms-
ir æskulýðsleiðtogar og uppal-
endur haf a svarað þessu á þann
'hátt. að greinilegt sé að þjóð-
félögin séu haldin ýmsum fé-
lagslegum sjúkdómum, er heim
ili, skóli og kirkja hafj ekki
getað uinnið gegn. Hraði og
spenna nútímans slævir dóm-
greind og íhygli. Ungt fóik er
um of móttakendur alls konar
efnis. Það horfir, hlustar og
nemur allt á kostnað eigin hugs
unar og framkvæmdasemi. En
haettulegast af öllu er tillits-
leysið og skortur á samúð og
samáibyrgð. Willdam Temple
eagði um samúðarleysið: „í
því er fólginn hinn andlegi
dauði“ Andlegur styrkur æsk-
unnar, siðferðisþróttur hennar
og afstaða tid samitímans er ek'ki
eingöngu framtíðarbjörg hverr-
ar þjóðar heldur raunverulegt
tókn um gott eða illit ástand
þeirra á hverjum tíma. Einræð-
islherrar samtímans hafa vitað
þetta miklu betur en forustu-
menn hins frjálsa heims. Eftir
orrustuna við Stalingrad hróp-
aði Hitler neyðarröddu til hinn
ar þýzku æsku og sagði, að
þróttur hennar og aðstoð væri
sín eina von. Og þessir sömu
menn segja að lokium: Meiri
fræðsla, aukin atvinna, betxi af
koma, meira frjálsræði og aukn
ar tómstundir koma að litlum
notum, ef markmið, stefna og
hugisjón fasta ekki rætur hjá
hinum ungu.
Hvað skal þá gera? Fyrst og
fremst verður að verða miikil
breyting á afstöðu hinna full-
orðnu, sem margt vilja sjálf-
sagt fyrir æekuna gera, en liitið
með henni. Skólamir eru áhrifa
mestu uppeldisstofnanir nútím-
ans, því að heimilin hafa greini
lega um margt misst þau tök
og áhrif. sem þau áður höfðu.
I skó’lunum verður að tengja
ga.gnsemi fræðsiunnar- og til-
gang hennar. Mannrækt er
emgu síður hlutverk þeirra
en menntun. Æskulýðssamtök-
in eru annar mjög áhrifamikill
þáttur í uppeldinu, því að þar
skapast og félagsskapurinn.
Kraftur, á’hugi og framtak æsk-
unnar leysist úr læðingi innan.
þessana vébanda, en því nauð-
synlegra er, að áhrif þeirra séu
jákvæð og heiibrigð.
Unga fólk, það er nauðsyn
fyrir ykkur að losna við það
'hugarfar, sem túl'kað er með
orðunum: Mér er alveg sama.
Hvað kemur mér þetta við?
Ykkur getur ekki stáðið á sama
um ykkar eigin framtíð og ham
ingju. Ykkur getur ekki staðdð
á sama um frelsi og fansæld
þjóðar ykltar. Ykkur má ekki
standa á sama um samferða-
memnina því að þeirra heill er
í dag samofin ykkar eigin
brautargengi. Allt þetta á að
vera umhugsunarefni yk'kar og
viðfangsefni og með slíka hug-
sjón og markmið fyrir augum
fær skólagangan, starfið og á-
hugaefnin nýtt gildi, því að nú
skiljið þið, að það allt er fyrst
og frernst til þess ætlað að gera
ykkur færari til átaka og þjón-
ustu við laiusn á vandamáium,
sem bíða hvarvetna, og munu
kalla á alla krafta ykkar. hug-
kvæmni og gáfur.
SuMIR halda, að mikil
fjárráð þurfi til að safna bók-
um. Því er raunar ekiki að neita,
að bækiur eru dýrar. En samit
er langit frá þvi, að bókasafnar-
ar séu yfirleitt auðugri en geng-
ur og gerist. Það er áhuginn,
útsjónarsemin og þolinmæðin,
sem gildir á þeim sviðum eins
og öðrum.
Bókasöfnun er liklega aígeng
asta tegund söfnunar. Flestir,
sem áhuga hafa á bóklestri,
vilja líka eignast bækur. Sumir
vinna markvissit að söfnun ein-
stakra flokka, svo sem skáld-
sagna, ljóðabóka eða ferða'bóka.
Aðrir safna öllu, sem hugurinn
girnist. Og enn aðrir viða að sér
bókum til híbýlaprýði. Þannig
'hefur því eflaust verið háttað
um konuna, sem kom inn í bóka
búð, lagði fram svo sem álnar
langan snærisspotta og sagðist
vilja fá jafnlanga röð af bók-
um, alit m'eð gylltum kili, því
að hún væri búin að koma sér
upp bókaihiilu.
Sá, sem langar til að safna
bókum, ætti ekki að reisa sér
hurðarás um öxl með miklum
útgjöldum í því skynd. Hitt er
vænlegra að varðveita vel það
sem maður kann að eignast.
Flestum berst taisvert af bók-
um að gjöf við ýmis tækifæri,
svo sem við fermimgar og af-
mæli. Ef þeim er öllum haldið
sarman, getur það með tímanum
orðið drjúgur stofn að bóka-
safni.
Á síðasta áratug voru nokkur
úrvalsverk Lslenzkra bók-
mennta gefin út sérstaklega
handa ungu fólki. Þannig gaf
Helgafell út nokkrar bækur í
vasaútgáfuformi, og var verði
svo stillt í ihóf, að hver bók kost
aði ekki nema sem svaraði and-
virði eins bíómiða. Er ekki að
efa, að því væri tekið með
þökkum, ef framhald yrði á
slíkri útgáfu og fleiri forlög
legðu á sömu braut. Þá gæti
hver og einn gert það upp við
sjálfan sig, hvort hann vildi
heldur eyða kvöldistund á „has-
armynd“ eða eignast Ijóð
Dayiðs eða Gerplu Kiljans.
Á seinni árum hefur sótt í
það horf, að fleotar bækur
koma út fyrir jólin, og eru þær
miðaðar við jólasölu og seldar
dýru verði. Á öðrum árstímum
koma forlögin á fót útsölum, og
er sá markaður miklu fremur
við hæfi bókamanna. Þar er oft
hægt að gera góð kaup, ekki
sízt fyrir þá sök, að gjaldimið-
illinn hefur hríðfallið síðustu
árin, en verð eldri bóka hefur
yfirleitt ekki hsekkað að krónu-
•tölu. Bækur, sem út komu fyrir
stríð, eru t. d. orðnar mjög ó-
dýrar nú. Og margar verðmæt-
ar bækur frá fyrri árum eru
enn á markaði, enda er ekki ó-
algengí, að góðar hækur séu
lengi að seljast upp.
Verðandi bókasafnarar, sem
eiga barna og unglingaibækur í
fórum sínum, ættu ékki að láita
þær fara í súginn, þó að þeir
telji sig ekki munu hafa not of
þeim framar. Síðar á ævinni
öðlast þær aftur sitt gi'ldi —
minningagildið. Þá geta þær
minnt á „þá góðu, gömlu daga-“
Erlendur Jónsson.
MÁLM- OG
RAFMAGNSIÐJA
MÁL.M- og rafmangsiSja er
mjög vinsæl tómstundaiðja.
Á vegum Æskulýðsráðs
Reykjavíkur er unnið á
tveim stöSum í þessari
grein í viðgerðastofu Ríkis-
útvarpsins og í tómslunda-
heimilinu að Lindargötu 50.
Leiðbeinendur eru Jón Alex
andersson og Björgvin Ein
arsson. Þátttaka er jafnan
mikil og þetta ágætt tæki-
færi til þess að kynnast und
irstöSguatriðum þessarar
ið'ngreinar.
Bragi FriSriksson.
Radíó-iðja er vinsæl grein meðal unglinga.
Hryggðarmynd sem stundum sést á götum Reykjavíkur:
unglingur sem XátiS hefur kæruleysið leiða sig á glapstigu.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7