Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1962, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1962, Síða 9
F æðingarhjálp gnaefir að jafnaði upp úr flatneskju daglegra starfa í end urminningu þeirra lækna, sem lengi hafa starfað á landsbyggðinni. Eg hafði setrt að í Vestmannaeyjum að afloknu embættisprófi 1920, en lauk ekki tilskilinni námsvist á fæðingar- deild fyrr en við framhaldsnám mitt í New York 1922—23. Þessi tvö fyrstu ár mín í Eyjum féll því mestöll fæð- ingarhjálp að vonum í hlut héraðs- læknisins, Halldórs Gunnlaugssonar, en það mua hafa verið sumarið 1921, er hann var í fríi, að eg gerði mína fyrstu vendingu við skilyrði, sem ekki voru óvenjuleg hjá gömlu læknunum, en nú geta varla komið fyrir. Fólks- flutningur var mjög ör til Eyja á þess- um tímum og húsakynni víða þröng og léleg, því að næstum hver kjallara- skonsa var notuð til íbúðar. Konan, sem hér skal greint frá, bjó í kjallara- herbergi móti norðri í húsi, sem enn etendur, og voru innanstokksmunirn- ir rúmflet, borðskrifli, eldavél, kola- poki og kartöflupoki, en þrifnaður all- ux eftir því. Þegar það var sýnt, að fæðingin var komin í algerða sjálf- heldu, ákvað ég að gera vendingu á fóstrinu og draga það fram á fótunum, J>ví að það var ekki komið í tangar- færi. Um flutning á spxtala var ekki að ræða, því að franski spítalinn var þá ekki rekinn nema á vertíð, en hjúkrixnarkonan sá um suðu á því, sem til þurfti, og svæfði fyrir mig konuna. Prófessor Guðmundur Hannesson hafði látið okkur stúdentana hafa allmargar æfingar, bæði með töng og vendingu, á „phantóminu“, sem var kvenlíkan, að nokkni gert úr gúmmí, svo að eg kveið ekki mjög fyrir sjálfri aðgerðinni, vit- andi ekki i fávizku minni, að „phan- tóm“-aðgerðirnar voru ekki nema barna leikur hjá öðru meira. Eg óttaðist aft- ur á móti, að konan fengi barnsfara- sótt í þessu sóðalega umhverfi, en þetta gekk ágætlega og konu ásamt barni heilsaðist veL ÚR MYNDABÓK LÆKNIS , effír P.V.G. KOLKA Mr að var mitt fyrsta verk, er Halldór læknir kom heim, að segja honum frá þessu, en hann þekkti heim- ilisástæðurnar vel. Þessi lifsreyndi og hjartahlýi starfsbróðir minn sagði ekki orð, en tók fast og innilega í hönd mína. Því handtaki gleymi eg aldrei. Halldór læknir drukknaði 16. des. 1924, er hann var að gegna skyldu- störfum sínum, og með honum sex menn aðrir. Ekkja eins þeirra var þá varxfær og fékk hún síðar um vetur- inn allmikla blæðingu, sem endurtók sig við minnstu hreyfingu. Hér var um fyrirliggjandi fylgju að ræða, en fósti'ið ekki nema sjö mánaða og fæðing alls ekki lcomin á fullan rekspöl, svo að ekki var hægt að gera Braxton-Hick’s vendingu, sem er í því fólgin að bora tveim fingrum upp í gegnum fylgjuna, ná niður fæti og toga barnið niður í gegnum opið á fylgjunni. Er þó sú aðgerð hvorki auðveld né hættulítil fyrir konu og bam. Eg sá því ekki aðra leið færa en að gera keisaraskurð á konunni, en sá var hængur á, að ég hafði aldrei gert þá aðgerð áður og m. a. s. aldrei séð hana gerða, enda var hún þá miklu sjaldgæfari en síðar varð. Eg las því tiltækilegar lýsingar á aðgerðinni og yfirfór þær vandlega í huganum, en ráðfærði mig auk þess símleiðis við prófessor Guðmund Thor- oddsen, sem stappaði í mig stálinu. Á heimili konunnar voru ágæt húsakynni, „stássstofa", sem ég lét taka allt út úr og þvo hátt og lágt, því að ekki þurfti að hafa mjög hraðan á. Þessi stofa var tvöfalt stærri en skurðarstof- an á franska spítalanum og lét eg flytja þangað skurðarborð spítalans og allan annan þann útbúnað, ■ sem þurfti, gerði svo keisaraskurð á konunni með hjálp Péturs, aðstoðai-læknis míns. Að- gerðin tók um klukkutíma, konunni heilsaðist vel, hún giftist aftur nokkr- um árum síðar og tók eg þá á móti barni hjá henni með eðlilegum hætti. Kxeisaraskurður er í sjálfu sér frekar einföld aðgerð og ekki sérlega vanc’asöm, en hún er skemmtilega „dramatisk", jafnvel frekar flestum öðr- um úrræðum, sem forða bráðum bana. Það hvíldi yfir henni þá, og jafnvel enn. nokkur töfraljómi í meðvitund al- menrings. Fyrir mig hafði þessi fyrsti keisara- skurður minn mikla þýðingu. Traust það, er eg naut hjá sjúklingum mínum, jókst að miklum mun, og sömu leið-s sjálfstraust mitt eða öllu heldur trú min á giftu mína. Sú tni er nauð- synleg öllum, sem gegna ábyrgðarstöð- um eða standa í mannraunum, þar sem líf eða dauði geta oltið á réttum og hikhiusum viðbrögðum, svo sem skurð- læknum og skipstjórnarmönnum, en giftu sína skyldi maður umgangast með varúð og minnast þess, að orðið þýðir gjöf. Getið skal hér einnar fæðingarað- gerbc'i, sem ekki gekk brotalaust. Rosk inn bóndi, eigandi gamals og söguríks óðals í Húnavatnssýslu, kvæntist konu, sem einnig var af léttasta skeiði, og hlaut framtíð óðalsins að velta nokkuð á því, hvort þau eignuðust erfingja, svo að sýnt var, eftir að eg hafði verið yfir konunni í nærri heílan sólarhring, að hún gæti ekki fætt hjálparlaust. Eg geröi því verxdingu og gekk framdrátt- urinn erfiðlega, þvá að legháls varekki nógix vel útvíkkaður. Þegar ég var að tosa niðxxr öði-um fætinum á barninu, heyrði ég brest, lærleggur þess hafði hrokkið í sundur. Mér gekk líka seint að ná niður handleggjunum, svo að ég var farinn að halda, að strákurinn ætl- aði að bregðast ætt sinni og óðali, gerð- ist því nokkuð harðhentur við hann, en fann þá annan brest, viðbeinið hafði brotnað. Brot á nýfæddum bömum gróa vanalega fljótt og vel og svo fór hér, drengurinn varð örkumlalaus með öllu. Hann er nú orðinn bxífræðingur, lík- legur til að verða myndarbóndi og sitja óðal feðra sinna með sóma. BRIDGE Spilið, sem hér fer á eftir var spil- að í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum og er einkum atfhyglisvert fyrir skemmtilega vörn. Sagnir gengu þannig: Suður Vestur Pass Pass 1 Grand Pass Pass Pass * V ♦ * A G 9 8 3 V G 3 ♦ KG3 * Á 6 4 3 Norður Austur 1 Hjarta Pass Pass Dobl Pass Á K 7 K 8 5 4 D 10 2 G 10 9 A 654 V ÁD1062 ♦ Á86 * 82 A D 10 2 V 97 ♦ 97 54 * K D 7 5 Suður var þannig sagrihafi 1 1 Grandi, sem Austur Doblaði. Þar sem hér var um að ræða tvímenn- ingskeppni og báðir voru utan hættu, þá var mikilvægt fyrir A.—V. að setja spilið tvo niður. Það tókst og við skulum athuga hvernig. Vest- jxr lét út Spaða 3, sem drepinn var með Ás í borði. Nú var Laufa Gosi látinn út og Vestur gaf. Næst kom Laufa 10 og Vestur gaf enn. Sagn- hafi lét nú út Laufa 9 úr borði og drap heima með Drottningu og enn gaf Vestur. Sagnhafi hafði nú feng- ið 4 slagi og átti til viðbótar tvo á Spaða eða samtals 6 slagi. Vantaði því aðeins einn slag til að vinna spil- ið og langaði Suður að reyna að fá hann t.d. á Tígul. Lét hann því út lágan Tígul að heiman og Vestur gaf, er di-epið var í borði með Tí- unni og Austur drap með Ás. Nú lét Austur út Spaða 5, sem Suður drap heima með Drottningu. Sagn- •hafi lét nú út Tígul, en nú drap Vestur með Konungi. Vestur lét nú út Laufa Ás og sagnhafi var í vand- ræðum með að láta í úr borði. Ekki mátti harm kasta Drottningu í Tígul, því þá fékk Vestur Gosann og borð- ið var í sömu vandræðum sem áð- ur. Ekki mátti kasta Spaða Kóngi, þv{ þá fékk Vestur 2 slagi á Spaða og enn myndi borðið lenda í vand- ræðum. Ef sagnhafi lætur Hjarta í úr borði, þá lætur Vestur út Hjarta Gosa og Austur fær alltaf 5 slagi á Hjarta. Spilið varð þannig 2 niður og má þakka það Laufa Ásnum, sem Vest- ur vildi ekki drepa með í byrjun, því ef hann gerir það þá myndast aldrei sú lokastaða, sem þvingar borðið. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS <3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.