Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1962, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1962, Síða 2
rsviPl LMVNDj F réttir þær, er berast af allri ó- kyrrðinni í Jemen, eru á þvílíkri ring- ulreið, að enn er vandséð um afleiðing- arnar af ögrun hinnar nýju lýðveldis- og byltingarstjórnar gagnvart hinum sextuga drottni Saudi-Arabíu, Saud konungi, en hún hefur vakið mikla at- hygli. Það var varaforsætisráðherrann, Kahman Daidani, sem gaf eftirfarandi yfirlýsingu gegnum útvarpið í höfuð- borginni, Sana: — í nafni lýðveldisins Jemens og í nafni þjóðarinnar skora ég á Saud kon- ung og alla hans konunglegu ætt. Við erum reiðubúnir að berjast við þá á landamærunum og koma ófriðinum inn í sjálfa Saudi-Arabíu. Við óskum þess, að Saud konungur hefji ófriðinn. Það eru engar ýkjur þegar stjórnar- erindrekar í Lundúnum kalla þessa að- ferð, „Komdu bara ef þú þorir, þá skaltu fá á hann“, — dálítið nýstárlega í við- skiptum þjóða. Þessi áskorun er auðvitað afleiðing af þeirri staðreynd, að Saud konungur (Og sjálfsagt eitthvað af fjölskyldu hansj styður hina kollvörpuðu konungsætt í Jemen, en margir þykjast þó sjá hönd Nassers að baki þessari þróun, enda herma símskeyti frá Kairó, að saudi- arabiskar hersveitir hafi þegar ruðzt inn á byltingarsvæðið. Við móttöku þessarar áskorunar fer ekki hjá því að Saud hafi dottið í hug annað atvik í sambandi við Jemen — nokkurra ára gamalt. Allt frá æsku fylgdi hann föður sínum, hinum herskáa Ibn Saud (hann var þriðji elzti sonur hans) í öllum þeim herferðum, er hann fór til að þenja út ríki sitt, eftir fyrir- fram gerðum áætlunum. Þannig stjórnaði hann hernum í bar- daga við Jemen árið 1934. Það var ein- mitt þá sem hann gat sér orðstír sem hershöfðingi. Á nokkrum vikum hafði hann kollvarpað her Jemens og var reiðubúinn að ráðast inn í Sana. En þá snerist gamla manninum snögg lega hugur, og hann bað son sinn að gera ekki Jemen þá smán að hertaka höfuðstaðinn; heldur skyldi hann hörfa alveg út úr landinu — og endalokin urðu svo vináttusamningur milli landanna tveggja. En þessi velheppnaða herför varð engu að síður til þess, að Saud komst í mikil met hjá föður sínum — og skömmu fyrir andlát sitt, útnefndi Ibn Saud son sinn formlega sem ríkis- erfingja. iregar hér var komið, var hið stór- kostlega olíuævintýri í Arabíu löngu haf ið. Árið 1938 fékk arabísk-ameríska olíu félagið Aramco fimmtíu ára sérleyfi til alirar olíuvinnslu í landinu — auðvitað gegn ærnu gjaldi. Og olían streymdi í svo ríkum mæli að milljónirnar hrúguð- ust upp í fjárhirzlum konungs. Líklega hefur ekki sérlega mikið af þessum auðævum verið notað landinu til gagns og góða, en hvað sem öðru leið, veittu þau konungi og ætt hans lífskjör, sem minnt gætu á „Þúsund og eina nótt“: skrautlegar hallir, gljáandi Rolls Royce- bíla, einkaflugvélar og þéttskipuð kvennabúr. Og enn færðist þetta í auk- SflUD koiiungur ana eftir að Saud sjálfur átti í miklum samningum í Ameríku árið 1947 um kjör olíufélagsins. En það var ekki sérlega vel sam- stillt fjölskylda, sem hinn gamli sigur- vegari, Ibn Saud, lét eftir sig. Hægt væri að semja heilar skáldsögur um deilur prinsanna, en þar bar hæst deil- urnai milli Sauds konungs og bróður hans, Feisals. Eitt fyrsta verk Sauds eftir að hann kom til valda var að útnefna Feisal rík- isarfa og forseta ríkisráðsins, en þá hafði hann þegar verið utanríkisráðherra árum saman. Þess verður þó að geta, að þessa á- kvorðun var að finna í erfðaskrá hins nýlátna konungs. Hann taldi hinn „stjórnvitra, víðreista og sparsama Feis- al Detur hæfan til að takast á hendur ríkisstjórn en hinn meinlausa og smá- brotna Saud, en hann mundi aftur á móti vera þess umkominn að viðhalda góðu samkomulagi við hina voldugu ættarhöfðingj a. að leið ekki á löngu áður en mis- sætti kom upp milli bræðranna. Feisal var stór-arabískt sinnaður, og hefur sjálfsagt oft gotið hornauga til Egypta- lanao Nassers, en Saud var algjörlega mótfallinn öllum utanaðkomandi af- skijL tum. Þegar hann hafði tekið það að sér ár- ið 1957 — og ef til vill fljótfærnislega — að gerast sáttasemjari í deilum milli Sýrlands og Tyrklands og dvaldist í Damaskus af því tilefni, gaf Feisal út ut mríkispólitíska yfirlýsingu, sem var í fullri andstöðu við „konungslínuna", og það svo mjög að margir efuðust um, að Saud ætti yfirleitt afturkvæmt til heima lands síns. Og ekki batnaði þegar egypzk blöð birtu þær rosafréttir, að Saud hefði boðið sýrlenzku leyniþjónustunni 60 milljónir dala til að ryðja Nasser úr vegi Einnig í Saudi-Arabíu vakti þessi fregn skelfingu, álit konungs þvarr og hann neyddist til að gefa Feisal valda- umboð, sem gerði hann að eins konar einræðisherra, ekki.hvað sízt yfir fjár- máiunum. Feisal með alla sína sparsemi varð að heija niðurskurð á útgjöldum og sá nið- urskurður bitnaði ekki hvað sízt á Saud konungi. Þó neyddist Feisal að lokum til að iáta unaan á þessu sviði: einkaskuldir kon- ungsins voru að lokum teknar inn í fjár- lög — og rugluðu þau auðvitað. S vo varð Feisal fyrir því óhappi að verða veikur og þurfa að fara til langvarandi hressingardvalar í Evrópu — og Saud notaði tækifærið til að ó- gilda flestar ráðstafanir hans, mynda sína eigin ríkisstjórn og afhenda Talal prins fjármálastjórnina. En Feisal kom aftur heim. Fyrst og freinst hafði Talal prins verið svo laus- máil í Beirut um saudi-arabísk málefni, að Saud konungur rak hann úr embætti, en auk þess kom nú að Saud sjálfum að verða sjúkur. Vorið 1961 varð hann að lara til Boston til lækninga, m. a. við augnsjúkdómi — og fékk þá Feisal völdin í hendur í fjarveru sinni. f marzmánuði þessa árs gerði hann svo Feisal að varaforsætisráðherra og utanríkisráðherra, en hélt sjálfur áfram að vera forseti ríkisstjórnarinnar. Hvað Talal prins snertir, þá reynir hann að gerast eins konar frjálslyndur leiðtogi, sem vilji gera Arabaþjóðina „nægilega þroskaða fyrir lýðræði" (og bætii við: eftir enskri og norrænni fyr- irmynd). En spyrja mætti nú samt, hvort þessir þrír höfðingjar muni ekld tdxa sig saman um að varðveita það, sem lýst hefur verið sem einstæðu fjöl- skyldu-hlutafélagi? Ef til vill mun svarið við áskoruninnl frá Jemen til Sauds konungs geta sagt eitthvað til um framtiðarþróun Þúsund og einnar nætur ríkisins. Utgefandl: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni GarSar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 22480. EFTIRFARANDI spil sýnir hvernig sagnhafinn vinnur spilið á skemmtileg- an hátt, sem, því miður, margir spilarar koina ekki auga á. Sagnir gengu þannig: Vestur Norður Austur Suður pass pass IV 1 gr pass 2 gr pass 3 gr dobl pass pass pass A Á 10 9 V 743 ♦ KG10 * 8543 A DG832 A 754 V 10 2 V > w o co ot ♦ 75 ♦ 8 643 * KG109 ♦ 2 A K 6 V DG5 ♦ ÁD92 * ÁD76 Vestur lét út hjarta 10, sem austur gaf og sagnhafi drap með drottningu. Suður tók nú 4 slagi á tigul og vestur kastaði tveimur spöðum. Sagnhafi á- kvað nú að reyna að þvinga vestur, ef hægt væri og lét því út hjarta, sem austur drap. Nú er spilið sama sem unnið hjá suður því ekki skiptir máli hvað andstæðingarnir gera. Ef austur tekur t.d. 3 slagi á hjarta þá þvingar hann vestur þannig, að hann verður að kasta annað hvort frá spaðanum eða laufinu. Ef austur tekur t.d. aðeins 1—2 slagi á hjarta, þá getur sagnhafi gert eitt laufið gott og fær þannig níunda slaginn. Ef austur tekur alls ekki fleiri slagi á hjarta, þá getur sagnhafi tekið ás og konung í spaða og látið síðan út þriðja spaðann og þá lendir vestur inni og verður að láta út lauf og fær þá sagnhafi níunda slaginn. Augljóst er að spilið tapast alltaf, ef sagnhafi reynir sjálfur við laufið eða spaðann, því þá getur vestur alltaf látið út hjarta og austur tekur þá 4 slagi. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.