Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1962, Side 3
EFTIR GRAHAM GREENE
AÐ var alveg misróðið að vera
að fara með hana Lólu þangað — það
vissi ég í sama vetfangi og við stig-
um út úr lestinni á litlu sveitastöðinni.
Á svona haustkvöldi man maður betur
bernsku sína en á nokkrum öðrum
tíma árs, og glaðlega málaða andlitið
á henni og litla taskan, sem þóttist
vera að geyma dótið, sem við þyrftum
til einnar nætur útivistar, var bein-
línis í engu samræmi við gömlu korn-
hlöðuna handan við litla skurðinn,
strjálu Ijóskerin upp eftir brekkunni
og ræfla af auglýsingum um einhverja
íorn-kvikmynd. En hún sagði: „Við
skulum fara út í sveit“, og auðvitað
var Hendron fyrsta nafnið sem mér
datt í hug. Þar mundi enginn muna
eftir mér lengur, en hitt hafði mér
ekki dottið í hug, að það yrði ég, sem
myndi allt.
Jafnvel gamli burðarkarlinn vakti hjá
mér endurminningar. „Það er fjórhjód-
aður vagn við dyrnar“, og svo reyndist
vera, þó ég tæki ekki eftir þvi, af því
að ég sá þar tvo leiguibíla. „Gamla
(þorpið er í framför". Það var mjög
dimmt og þunnur þokuslæðingurinn,
sem fylgir haustinu, þefurinn af votu
1 aufi og vatninu í skurðinum, kom alit
kunnuglega fyrir.
Lóla sagði: „Til hvers varstu að
,velja þennan stað? Hann er svo úfinn
á svipinn". Það þýddi ekki að fara að
útskýra fyrir henni, hversvegna nér
•fyndist hann alls ekki neitt úfinn, að
sandhrúgan þarna við skurðinn hefði
alltaf þarna verið (þegai ég var priggja
ára, hélt ég að fólkið ætti við hana,
þegar það var að tala um fjöruna).
Ég tók töskuna (ég sagði, að hún væri
létt, en hún var ekki annað en falsað
vegabréf til að sýnast heiðarlegur) og
sagði, að við skyldum ganga. Við geng-
um svo yfir litlu, kryppuvöxnu brúna
og fórum fram hjá þurfalingahúsunum.
Þegar ég var fimm ára sá ég einu sinni
mann hlaupa inn í eitt þeirra til að
fremja sjálfsmorð; hann var með hníf
í hendi, og allir nágrannarnir eltu hann
upp tröppurnar. Svo sagði hún: „Aldrei
datt mér í hug, að sveitin væri svona“.
Þessi þurfalingshús voru Ijótir, litlir,
gráir steinkassar, en ég þekkti þau
betur en nokkuð annað þarna. öll þessi
ganga okkar var eins og að hlusta á
tónlist.
En eitthvað varð ég að segja við
Lóló. Það var ekki henni að kenna þó
liún væri þarna framandi. Við gengum
fram hjá skólanum, kirkjunni og svo
loks að gamla, breiða Aðalstrætinu og
utm leið endurminningunni um fyrstu
tólf ár ævi minnar. Ef ég hefði ekki
komið þarna, hefði ég ekki heldur vitað
að endurminningin gæti verið svona
isterk, af því að þessi ár höfðu ekki
verið svo sérstaklega hamingjusöm né
heldur sorgleg: þetta höfðu verið ósköp
alvanaleg ár, en nú, þegar ág fann ilm-
inn af viðarbálunum og kuldann sem
gaus upp úr dökkum rökum stéittarhell-
unum, fannst mér ég skynja hvað það
væri, sem greip mig. Það var iiniur sak-
leysisins.
Ég sagði við Lólu: „Kráin hérna er
góð og hér muntu ekki sjá neitt við
að vera. Við skulum bara borða og
drekka og fara svo í rúmið“. En verst
af öllu var, að ég gat ekki að mér gert
að óska þess, að ég væri einn míns liðs.
Ég hafði ekki komið þarna öil þessi ár
og mér hafði ekki dottið í hug, að ég
mundi muna staðinn svona vel. Ýmis-
legt, sem ég hafði steingleymt — svo
sem sandhrúgan sem ég nefndi — kom
nú aftur með fullum krafti og vakti hjá
mér tilfinningasemi og heimþrá. Ég
hefði getað verið hamingjusamur þetta
kvöld í dapurlegum hugsúnum, reikandi
um litla þorpið að tína upp endurminn-
ingar um þetta lífsskeið, þegar við eig-
um vonir, hversu illa sem okkur annars
líður. Ef ég kæmi hingað aftur, yrði
iþað ekki eins, því að þá væru endur-
minningarnar um Lóiló komnar í viðbót,
og Lóla hafði bókstaflega enga þýðingu.
Við höfðum hitzt af tilviljun í einhverj-
um barnum daginn áður og kunnað vel
ihvort við annað. Það var líka alit í lagi
með Lóló, ég vissi enga sem ég vildi
heldur sofa hjá, en hún féll bara ekki
inn í þessar endurminningar. Við hefð-
um átt að fara til Maidenhead. Það er
líka sveit.
K ráin var ekki nákvæmlega þar
sem mig minnti hún væri. Þarna var
ráðhúsið, en svo hafði verið byggt kvik-
myndahús með márahvelfingu og kaffi-
húsi, og þarna var bílastöð sem ekki
hafði þar verið forðum. Einnig hafði ég
gleymst vinstribeygjunni, upp eftir bröttu
brekkunni með smáhúsunum á.
„Ég held ekki að þessi vegur hafi ver-
ið þarna á minni tíð“, sagði ég.
„Þinni tíð?“ spurði Lóla.
„Var ég ekki búinn að segja þér að
ég fæddist hérna?“.
„Þá hlýtur þú að hafa gaman af að
fara með mig hingað", sagði Lóla. „Þú
hefur sjálfsagt oft hugsað um svona
kvöld þegar þú varst strákur“.
,,Já“, svaraði ég, af því að það var
ekki henni að kenna. Það var allt í lagi
með hana. Ég kunni vel við ilmvatnið
hennar og hún notaði varalit, sem ég
kostnaðarsamt fyrir mig — fimm' dalir
kunni líka vel við. Þetta var talsvert
handa Lólu og auk þess allir reikning-
arnir og farmiðarnir og það sem við
drukkum, en mér hefði fundizt það vel
varið peningum hvar 1 heiminum sem
væri.
Ég dokaði við neðst á þessum stíg.
Eitbhvað hreyfði sig i huganum, en ldk-
lega hefði ég ekki getað iraunað hvað
það var, ef ekki krakkahópur hefði kom
ið niður brekkuna í sama bili, inn f
'hrímglitrandi luktarljósið, hávær og
hvell, með andgufuna út úr sér þagar
þau gengu fram hjá luktunum. Þau báru
öll léreftspoka, suma með útsaumuðu
fangamarki. Þau voru öll í sparifötunum
sínum og dálítið feimin. Litlu stúlkurnar
héldu sig í hóp, sem var eins og umsetin
hersveit, og ein þeirra hugsaði um hár-
bönd og gljáskó og dauft hljóðið í slag-
hörpu. Þetta rann allt upp fyrir mér í
einni svipan: þau höfðu verið á dans-
æfingu, alveg eins og ég áður fyrr, í
litlu húsi uppi í brekkunni, með blóma-
runnum úti fyrir. Meir en nokkru sinni
áður óskaði ég þess að Lóla væri ekki
með mér — aldrei féll hún verr í mynd-
ina en nú; eða eins og ég orðaði það
með sjálfum mér: „Það er eittthvað að
heildarmyndinni", og ég fann til sárs-
auka einhvers staðar í heilanum.
Við fengum okkur vel að drekka við
skenkiborðið, en matinn gátum við ekki
fengið fyrr en eftir hálftíma. Ég sagði
við Lólu: „Þú kærir þig sj álfsagt ekkert
um að fara að rölta wn bæinn. Ef þér
er sama ætla ég að skreppa út í svo sem
tíu mínútur og skoða stað sem ég þekkti
áður“. Henni var sama. Þarna var ein-
hver heimamaður við barinn — líklega
kennari sem þráði sýnilega ekkert meir
en bjóða henni upp á eitt glas; ég gat
alveg séð hvað hann Öfundaði mig af
þvi að koma svona með hana, rétt -fyrir
eina nótt.
E g gekk upp brekkuna. Pyrstu hús
in voru ÖU ný. Ég hafði óbeit á þeim.
Þau huldu akra og hlið, sem ég hefði
líklega kannazt við aftur. Þetta var rétt
eins og landakort sem hefði blotnað í
vasa og límzt saman — þegar maður
opnaði það aftur voru heil svæði horf-
in. En uppi í miðri brekkunni stóð húsið
enn ljóslifandi, og gamla brautin að því
og líklega sama gamla konan, sem
kenndi að dansa. Börn vilja gera of
mikið úr aldri fólks. Hún getur vel hafa
verið þrjátíu og fimrn ára í þá daga, og
ekki meira. Ég heyrði í slaghörpunni.
Hún fór að alveg eins og þá. Börn innan
átta ára, klukkan 6—Y. Börn 8—13 ára,
klukkan 7—8. Ég opnaði hliðið og gekk
svolítinn spöl inn fyrir það. Ég var að
reyna að muna.
Ég veit ekki hvað það var sem minnti
mig á það. Ég held að það hafi bara
verið haustið, kuldinn, blautu hrímuðu
trjáblöðin heldur en slagharpan sem önn
ur lög höfðu verið leikin á í þá daga.
Ég mundi eftir litlu stúlkunni, eins Og
bezt er hægt að muna fólk, án þess að
hafa mynd af því fyrir au'gunum. Hún
var einu ári eldri en ég — hún hlýtur
að hafa verið orðin átta ára. Ég elskaði
hana með þvílíkum ákafa, að slíkt hef
ég aldrei fundið síðar, að ég held. Að
minnsta kosti hef ég aldrei gert mig sek-
Framhald á bls. 13.
Finnland :
ETRÚSKA KERIÐ
Eftir V. A. Koskenniemi
Mig maðui skop til handa hefðarsnót,
aí hagleik á mig risti orðin þrjú,
sem iifa ei meir. Þau moldar eru nú,
því mælendurmr dóu á þjóðarót.
En óþekkt tunga um mig hljómar nú,
og engirm skilur letrið, sem ég ber.
Þú lýður, sem mig lítur, mold art þú,
ein lifir þögul fegurð mín, — hún er.
Sigurjón Guðjónsson þýddi.
_________
29. tölublað 1962
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3