Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1962, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1962, Page 6
STÓRRÆÐAMAÐUR III EFTIR SJCURÐ HEIÐDAL að var aðeins tvennt, sem fór eftir áætlun, að því er tlnerti för þessa. Annað var veðr- ið. Það var hið ákjósanlegasta — glaðasólskin og logn. Hitt voru brennivínsflöskurnar tvær, sem löfðu aftan við hnakkpútuna, vand- lega vafðar innan í strigapokaræfil og fest með snærum við hnakkinn. Allt annað var með öðrum hætti en hann hafði hugsað sér. í stað Blesa hafði hann Brúnku gömlu, jneinlata folaldsmeri fyrir reið- skjóta, og auðvitað varð folaldsófétið að fylgja henni, þótt það nennti varla að hreyfa sig úr sporunum. í stað leð- urstígvélanna, hnéháu, hafði hann kú- skinnsskó á fótum, og annar var meira að segja bættur. í stað nýju skyggnis- húfunnar með gyllta merkinu að fram- an varð hann að notast við gamla, upp- litaða pottlokið, því að ekki hafði hann haft efni á að kaupa sér húfu fyrir hagalagðainnleggið, vegna brennivíns- kaupanna. En sárast var, að í stað stangarbeizlisins með leðurtaumun.um, varð hann að notast við bandbeizli — bandbeizli með reiptaglstaumum. En þó tók út yfir allan þjófabálk, að hann varð að gera svo vei og notast við smala- svipuna — þessi líka svipa — prik- stubbur — bútur af hrífuskafti og negldur kaðalspotti við annan endann. Hann ákvað með sjálfum sér, þegar hann var að leggja af stað, að fela svipustautinn, þegar hann sæi Bellonu- menn í nánd. Sveinki hélt nú sem leið lá, en sóttist ferðin seint, þvi að Brúnka hafði engan áhuga á að flýta sér og því síður folaldið. Eftir nokkurra klukkustunda ferðalag kom hann á þær slóðir, sem vænta mátti að hitta Englendingana. Og viti menn. Fyrst mætir hann þrem ríð- andi sjóliðum. Allir riðu þeir berbakt, og einn reiðskjótinn var beizlislaus. — Good morning, sagði Sveinki. — Good morning, sögðu þeir og lömdu fótastokkinn og hlógu hátt og fjörlega. Þeir fóru fram hjá Sveinka án þess að gefa honum frekari gaum. Folaldið var drjúgan spöl á eftir Sveinka, og nú komu sjóliðarnir á móti því. Það ruglaðist eitthvað í ríminu, og hefur víst haldið, að Brúnka mamma væri einn af reiðskjótum sjóliðanna, þótt enginn þeirra væri rauður að lit. Það sneri við, er það mætti þeim og elti þá. Sveinki sneri þegar við, og varð nú Brúnka furðu létt á sér, en ekki gat hún haft vit á því að hneggja eftir fol- aldinu. Tók nú Sveinki til að hneggja af öllum mætti og lamdi Brúnku með höndum og fótum. Hvar skyldi nú þetta lenda? hugsaði Sveinki, bálreiður. Skyldi hann nú þurfa að elta þessa bölvaða Bellonuspjátrunga það sem eft- ir var dagsins? Hann hrópaði hástöfum: — Halló, Englishmen. Stop, Englishmen. Stop fol- ald, Englishmen. Ekki hafði þetta nein áhrif. Englend- ingarnir knúðu reiðskjótana með hróp- um og bæxlagangi, og folaldið elti þá, og var nú svo létt á sér, að engu var líkara en að í það væri rokinn einhver fítonsandi. — Halló, Englishmen. Halló, English- men, æpti Sveinki. Stop folald, English- men. Stop andskotans folald, English- men. Hvorki folaldið né Englendingarnir virtust heyra hróp hans. Hækkaði hann nú röddina sem mest hann mátti og æpti: — Halló, halló, halló. Stop, English- men. Stop folald, Englishmen. I give you brandy. Plenty brandy for folald. Brandy for folald. Plenty brandy for folald Englishmen. Brandy, brandy, English djöf. . . . Hann þagnaði í miðju orði, því að nú kom það fyrir, sem varð honum til hjálpar. Sá sjóliðanna, sem reið beizlis- laust, datt af baki, og námu þá hinir staðar. Folaldið nam einnig staðar og leit við. Kom það nú auga á mömmu sína og kom þjótandi rétta leið. Var svo ferðinni haldið áfram. Sveinki mætti nú sjóliðum öðru hverju. Sumir voru ríðandi, sumir gangandi. Flestir voru óbreyttir sjólið- £tr með svartar kollulagaðar húfur á höfði, og löfðu tveir svartir tuskurenn- ingar við húfurnar að aftanverðu. Stöku sjóliði var þó með skyggnishúfu með gylltum borða og höfðu gyllta borða á ermum. Sveinki bauð good morning í sífellu og tóku margir undir við hann, en ekki sinntu þeir honum frekar. Loks kom hann að gili einu, og lá vegurinn niður í það. Þegar hann kom á gilbarminn sá hann, að hinum megin í gilinu, kippkorn uppi í brekkunni, sátu fjórir sjóliðsmenn. Þarna voru hin- ir réttu menn. Aldrei hafði hann séð svo sknautbúna menn, nema á myndum. Gullskrautið glitraði á þeim hátt og lágt í sólskininu — á höfði, á öxlum, á handleggjum og allsstaðar. Þarna voru karlar, sem eigandi var við. Þetta voru auðsjáanlega reglulegir offiserar. Lækur rann eftir gilinu, og hinum megin við hann var grasflötur. Sveinki nam staðar á grasfletinum og sté af baki. Grasflöturinn var einmitt niður af brekkunni, sem Englendingarnir sátu í. Sveinki losaði í flýti flöskurnar frá hnakknum. Dró hann aðra flöskuna upp úr pokarifrildinu og gekk með hana í hendinni upp til Englendinganna. Good morning, sagði Sveinki og hélt flöskunni á lofti. Einn eða tveir tóku undir kveðju hans. — Will you? sagði Sveinki og rétti flöskuna að feitum risa, sem næstur var. Risinn tók við flöskunni, losaði um tappann og þefaði af stútnum. Hann hristi höfuðið og rétti þeim næsta. Sá vildi ekki taka við henni, en nú virtust þeir ensku orðnir dálítið spozkir á svip- inn. Þriðji maður í hópnum rétti fram höndina og tók við flöskunni hlæjandi. Eitthvað töluðu þeir saman, sem Sveinki skildi ekki. Þessi maður þefaði af flösk- unni og dreypti síðan á henni. — Beastly, beastly, sagði hann og rétti Sveinka flöskuna, en hinir hlógu. Fjórði maðurinn í hópnum sat dó- lítið afsíðis. Hann var þeirra yngstur. Hann var mikill vexti, og svo aðdáan- lega fríður, hvar sem á hann var litið, að svo fagran og gjörvilegan mann hafði Sveinki aldrei áður séð. Hann var einnig þeirra skrautklæddastur og hafði flest hinna gullnu einkenna utan á sér. Þegar hann heyrði, hvað sá, sem sopið hafði á flöskunni, sagði, þá leit hann við honum og síðan á Sveinka. Því næst stóð hann á fætur, gekk til Sveinka og tók við flöskunni mjög hæ- versklega. Hann bar stútinn að nefinu og þefaði lauslega. — Fine, sagði hann brosandi og leit framan í Sveinka. Hinir ráku upp skellihlátur. Þessu næst saup hann væn- an sopa úr flöskunni, og var þá sem hinir ætluðu að rifna af hlátri. — Thank you, thank you very much indead, sagði hann og rétti Sveinka flöskuna. Hann brosti mildu brosi við Sveinka og talaði í einkennilega hljóm- fögrum róm. Skammt var til sjávar, þaðan úr gilinu. f þessu renndi bátur í fjöruna og spruttu þá allir offiserarnir á fætur og hröðuðu sér niður að bátn- um. Hlupu þeir upp í hann, og var honum róið út að skipinu. Hafði Sveinki ekki meira af fínu mönnunum að segja. Frá því er Sveinki kom auga á Eng- lendingana í brekkunni og þangað til nú, er þeir þutu frá honum, hafði hann verið í einhverskonar leiðslu. Hann hafði aðeins hugsað um það eitt að koma í framkvæmd hinu mikla óformi: að komast í viðskiptasamband við hina voldugu Englendinga. En þegar þeir voru þotnir burtu frá honum, var eins og hann vaknaði af svefni. Hann sá þaulhugsaða og traustlega byggða framtíðarbyggingu hrynja til grunna i einni svipan. l m stund stóð hann með flösk- una í annarri hendi og tappann í hinni og horfði á eftir Englendingunum. — Sársauki vonbrigðanna hélt huganum fjötruðum um stund. Honum datt í hug að kasta flöskunni frá sér og mölva hana í þúsund mola. En þá fór hann að hugsa um fallega manninn, sem hafði sopið á flöskunni, og við það vaknaði í sál hans dálítill neisti, sem dró úr sársaukanum. — Hann hafði þó bragð- að á víninu og sagði: fine og thank you. — Nú kunni Sveinki að bera þessi orð rétt fram. Hann hafði upp orðin fullum rómi, eins og Englendingurinn hafði sagt þau. Já.... og varir þessa mikla manns höfðu snert þennan brennivínsflöskustút frá Gunnari Gunn- arssyni. Sveinki bar flöskuna að vörum sér og saup vænan sopa. Hann gretti sig. — Já, satt var það. Fjandi var það sterkt. — Hann hafði ekki bragðað á þessu hagalagðavíni fyrr, og hafði yfir höfuð svo lítil kynni af brennivíni, að hann vissi naumast, hvernig það var á bragðið. — Jæja, ekki dugði að setjast hér að. Sveinki lét tappann í flöskuna og gekk frá flöskunni fyrir aftan hnakk- inn. En nú brá einkennilega við. Honum fannst allt í einu eins og hann væri nú fyrst að eignast flöskurnar — eins og þær væru nýr fengur, sem hann gæti komið með heim. Nýjar, óíjósar hug- myndir fæddust í huga hans. Þær mót- uðust og þroskuðust á leiðinni heim. Sveinki staldraði nú við þarna um stund. Hann lét Brúnku njóta græn- gresisins í gilinu og rölti niður í fjöru og virti Bellonu fyrir sér. Þótt hann hefði oft séð hana fara út og inn fjörð- inn, þá hafði hann aldrei komizt svo nærri henni sem nú. Hann setti á sig ýmislegt, sem hann sá á skipinu, svo sem fallbyssurnar, báta hangandi neð- an úr einhverjum heljarmiklum bogum, reykháfa og margt, margt fleira. Svo hélt hann af stað heimleiðis. Hann gaf engan gaum að sjólið- unum, sem urðu á vegi hans. Hann hafði enga löngun til að eiga viðskipti við þá. Fallegi höfðinginn — hann var *ef til vill lord — hafði dreypt á flösk- unni. Varir Sveinka höfðu snert sama stútinn og hann — lordinn. Sveinka var þetta mikil huggun. óbreyttir sjó- liðar mundu ekki gera för hans betri en orðið var. Sveinki hugsaði margt á heimleiðinni. Hann fór sér hægt, því að hann vildi ekki koma heim fyrr en allir væru sofnaðir á bænum. Hann hefti Brúnku í haganum og bar hnakkpútuna og flöskurnar á bakinu heim. Hann læddist inn í baðstofu og varð þess var, að allir voru í fasta svefni. Hann brá sér inn í búrið. Hann vissi, að mamma hans átti rautt sykurvatn í flösku, hann fann flöskuna og tók af henni á lítið glas. Svo skauzt hann með brennivínsflöskurnar niður í gilið. Hann hellti úr fullu flöskunni í þá, sem sopið hafði verið á, svo að jafnmikið varð á báðum. Síðan skipti hann úr Framhald á bls. 8. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.