Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1963, Side 6
| BÓKMENNTiR |
ÍFlraTnihald af bls. 5
H vað sem annars má segja um
hinar umfangsmiklu sveitalífslýsingar og
sögulegu skáldsögur- íslendinga, getur
það hvorki talizt eðlilegt né heilsusam-
legt, hve mjög íslenzkir höfundar hafa
sniðgengið lífshræringar líðandi stund-
ar, átök og umrót aldarinnar sem við
eigum hlutdeild í og verðum að átta
okkur á. Bókmenntir sem fyrst og
fremst höfða til fortíðar verða óðara en
varir safngripir, skipta nútíðina litlu og
framtíðina enn minna máli.
Ég skal ekki rekja hér langan nafna-
lista máli mínu til áréttingar, en sé litið
sviplega yfir íslenzka skáldsagnagerð
frá fyrri'heimsstyrjöld fram á þennan
dag, fer ekki hjá því að einhæfni við-
fangsefnanna valdi alvarlegum heila-
brotum.
Af eldri kynslóð má telja þá höf-
unda á fingrum sér sem fjallað hafa að
nokkru marki um vandamál samtíðar-
innar og þéttbýlisins í verkum sínum.
Að sjálfsögðu ber þar hæst Halldór
Laxness í „Vefaranum mikla“ og
„Sölku Völku“ og miklu síðar í „Atóm-
stöðinni", en meginpartur verka hans
er á sögulega sviðinu, þó þau skírskoti
mörg óbeint til samtímans. Sigurjón
Jónsson varð fyrstur manna til að taka
Reykjavíkurlífið upp úr fyrri heims-
styrjöld til meðferðar í tveim skáldsög-
um sínum, en lagði síðan frá sér penn-
ann í marga áratugi, unz hann tók að
semja sögulega rómana. Ólafur Jóhann
Sigurðsson hefur með beztum árangri
fjallað um Reykjavík í þrem skáldsög-
um. Guðmundur Hagalín hefur, ásamt
Jóhar.nesi úr Kötlum og Kristmanni
Guðmundssyni skrifað um Reykjavík
stríðsáranna, en beztu verk Hagalíns
eru á öðrum vettvangi. Nefna má enn-
fremur Halldór Stefánsson, Gunnar M.
Magnúss og Stefán Jónsson. Þá er vert
að geta þess, að Þórbergur Þórðarson
hefur með frumlegum hætti tekið til
meðferðar einn þátt Reykjavíkurlífsins
í „Sálminum um blómið", hvort sem
telja ber það verk skáldsögu eða eitt-
hvað annað.
Um önnur pláss þéttbýlisins hafa
nokkur eldri sagnaskáld skrifað: Guð-
mundur Daníelsson í „Blindingsleik",
sem var velheppnuð tilraun til að rjúfa
hefðbundið söguform íslendinga, Vil-
hjálmur S. Vilhjálmsson í Eyrarbakka-
sögum sínum, Óskar Aðalsteinn Guð-
jónsson í ísafjarðarsögum sínum, Guð-
mundur Böðvarsson í sögunni „Dyr í
vegginn", Ási í Bæ, Jóhann Kúld og
kannski einhverjir fleirL
Af yngri höfundum hafa mun
fleiri fjallað um lífið í höfuðstaðnum,
Elías Mar með beztum árangri; sömu-
leiðis Jökull Jakobsson, Agnar Þórðar-
son, Indriði G. Þorsteinsson, Gísli J.
Ástþórsson, Jóhannes Helgi og að
nokkru leyti Jón Dan. Um önnur pláss
man ég ekki í svipinn eftir öðrum bita-
stæðum verkum en skáldsögum Steinars
Sigurjónssonar og Guðbergs Bergsson-
ar. Þá má einnig nefna að Loftur Guð-
mundsson hefur samið tvær hálfsúrreal-
ískar skáldsögur um nútímann og þétt-
býlið, vi'rðingárverðar tilraunir til að
fara ótroðnar leiðir. „Strandið“ eftir
Hannes Sigfússon er merkileg tilraun til
að setja á svið samtímaviðburði. Tveir
ungir höfundar hafa leitað út fyrir lands-
steinana að yrkisefnum úr nútímanum,
þeir Guðmundur Steinsson í „Maríu-
myndinni“ og Stefán Júlíusson í tveim
skáldsögum.
liig er ekki að leggja neitt listrænt
Gunnar Gunnarsson
mat á verkin eða höfundana sem ég hef
tínt hér til, heldur einungis að benda á
athyglisverðá staðreynd í bókmenntum
okkar, staðreynd sem er kannski mælsk-
ari en margt annað um takmarkanir og
annmarka íslenzkra bókmennta. Þó.
verkin sem hér koma til • greina nái
kannski fjórum tugum þegar öll kurl
koma til grafar, verður það að teljast
rýr uppskera á fjórum áratugum, ekki
sízt þegar þess er gætt að árið 1940
bjuggu 70% íslendinga í þéttbýlinu, og
hefur sú hlutfallstala áreiðanlega hækk-
að verulega síðan. Hitt er samt miklum
mun ískyggilegra, hve keimlík þessi
verk eru í vali og tökum á viðfangsefn-
um. Þar rísa aðeins örfá upp úr, og
hvergi örlar á verulega frumlegum tök-
um nema í „Vefaranum mikla frá Kas-
mír“ og kannski líka í „Atómstöðinni“,
sem er þó hvorki Reykjavíkursaga í
eiginlegum skilningi né skáldverk sem
tekið verði mjög hátíðlega öðruvísi en
sem satíra eða ádeila.
Nú er mér vel ljóst, að höfundum ber
engin skylda til að semja annað en það
sem andinn býður þeim hverju sinni.
Þeir eiga hvorki að hengja sig í formúl-
ur né láta glepjast af tízkubundnum for-
skriftum. En ég veit ekki betur en rit-
höfundar séu, eins og aðrir menn, háðir
umhverfi sínu og tíðaranda, taki þátt í
lífi samtíðar sinnar, og því furðar mig á
hve fimlega íslenzkir höfundar hafa
sloppið framhjá áleitnum spurningum
samtímans. Ég hef sterkan grun um, að
hinn almenni íslenzki bókmennta-
smekkur hafi ráðið óþarflega miklu um
verkefnaval og vinnubrögð höfunda
hérlendis, en sá smekkur er, sem kunn-
ugt er, bæði gamall og máttugur.
Ég fæ ekki betur séð en með íslenzk-
um rithöfundum bærist einhver óskil-
greindur en djúpstæður ótti við að tak-
ast á við samtíðina og brýnasta vanda
líðandi stundar.
F ljótt á litið mætti ætla að lífið í
Reykjavík og raunar fleiri kaupstöðum
byði upp á gnægð góðra yrkisefna, sem
taka mætti margvíslegum tökum. Um-
brotatíamr hafa jafnan þótt ákjósan-
legur jarðvegur rismikilla bókmennta,
en hér á landi hefur allt annað orðið
upp á teningnum.
Vitaskuld hljóta að vera til skýringar
á því eins og öðru. Ein þeirra kynni að
vera sú, að lífið í Reykjavík sé svo flat-
neskjulegt og iflnantómt, þráttfyrir um-
brot og byltingar, að ógerningur sé að
finna hér sæmilegt söguefni. Eitthvað
kann að vera til í því, en skýringin er
hvorki mjög sennileg né pottþétt. Ég
hef haldið því fram annarstaðar og skal
ekki víkja frá því hér, að velmegun og
góðæri hafi dregið þrótt og kjark úr ís-
lendingum, ekki sizt íbúum höfuðstað-
arins. Þar við bætist sú pólitíska farsótt,
sem lagzt hefur þungt á fólkið og sýkt
allt þjóðlífið til þeirra muna, að eng-
inn skapaður hlutur er skoðaður eða
metinr öðruvísi en með pólitískum
mælistikum. Slíkt ástand veldur vissu-
lega kyrkingi í andlegu lífi, lamar
framtak og gerir flesta hluti lágkúru-
lega. Ekki er því heldur að neita, að
margháttuð blessun velferðarríkisins
með öllu sínu aðhaldi og öryggi, trygg-
•ingum og áhyggjuleysi geri mannlífið
dálítið flatt, svipti það þeirri áhættu og
þeim átökum sem eru frumskilyrði
góðra skáldverka.
Allt á þetta vafalaust talsverðan
þátt í þeirri bókmenntaþróun, sem átt
hefur sér stað á íslandi undanfarna ára-
tugi, en orsakirnar liggja að mínu viti
miklu dýpra. Ein þeirra er sú, að bæði
rithöíundar og leiðbeinendur almennr-
ings um bókmenntir hafa haldið að
þjóðinni einhliða og ófrjóu viðhorfi til
bókmennta. Epík og rómantík hafa rið-
ið hér húsum lengur og af meira offorsi
en sæmilegt geti talizt. Veit ég vel, að
fram hafa komið stefnur sem reyndu að
kveða þennan draug niður, svo sem
raunsæissiefna Verðandi-manna, en það
var ’ eins og þær skorti afl og úthald.
Kannski stendur þetta í einhverju sam-
bandi við íslenzkar skapgerðarveilur,
alræmt úthaldsleysi íslendinga, væru-
girni, veiklyndi gagnvart lofi og lasti
GuðmundUr Kamban
fjöldans og öðrum áþekkum krankleik.
En það sem mestu veldur er ugglaust sú
hjátrú, sem lamin hefur verið inn í þjóð-
ina áratugum saman, ekki sízt af nóbels-
skáldinu, að hér sé ekki og eigi ekki að
vera nema ein hefð í bókmenntum,
nefnilega sú epíska.
að er kominn tími til að segja
það, þó það þyki efalaust argasta
villukenning, að íslenzkir skáldsagna-
höfundar hafa í mörgum atriðum brugð-
izt þeirri meginskyldu að færa út kvíar
íslenzkra bókmennta, og er Halldór
Laxness þar nærtækt dæmi. Fyrsta
veigamikla skáldsaga hans, „Vefarinn
mikli frá Kasmír“, var viðburður í ís-
lenzkum bókmenntum, sem hefði átt að
greiða nýjum straumum leið inn í skáld-
skap íslendinga, en skáldið kaus að
snúa við blaðinu og helga krafta sína
hinni svonefndu þjóðlegu hefð epískra
skáldsagna. Ég er ekki að kasta neinni
rýrð á ótvíræða snilld Laxness í stíl,
hugarflugi og efnistökum. Hann hefur
unnið það minnisverða afrek að rekja
svo til öll hin klassísku stef íslenzkra
bókmennta, tekið til meðferðar sjávar-
þorpið, kotbóndann, alþýðuskáldið,
draumsýn þjóðarinnar í niðurlæging-
unni, hetjusöguna fornu, útþrána og
frægðarljómann, ævintýrið og paradís-
arleitina, skringilegheit og rótleysi nú-
tímans. Samt virðist mér, þegar ég lít
yfir glæstan feril hans, að hann hafi
kosið auðveldari leiðina, afsalað sér
hinu erfiða hlutverki nýskaparans og
brautryðjandans í íslenzkum bókmennt-
um. Fyrir mann, sem býr yfir snilli-
gáfu, er auðveldara að vinna hylli
heimsins með því að fara troðnar slóðir '
en ótroðnar.
Enginn varð til að taka upp merkið
eftir „Vefarann", svo til stórtíðinda
drægi, þó nokkrir ungir höfundar hafi
að vísu gert virðingarverðar tilraunir
með skáldsöguna á síðustu árum —•
mörgum áratugum eftir að umheimur-
inn hóf að kanna önnur svið mannlífs-
ins en þau sem vænleg eru til góðra
epískra.verka.
a
káldsagan á íslandi er að veru-
legu leyti stagnerað form. Þar apar
hver eftir öðrum, og allir eftir hinum
fornhelgu fyrirmyndum, íslendingasög-
um. Það er ekki laust við að vera hjá-
kátlegt á atómöld, að verðleikar eina ís-'
lenzka skáldsins, sem hlotið hefur
nóbelsfrægð, skuli vera þeir, að hann
hafi endurnýjað hina fornu sagnahefð
fslendi’nga. Ég játa fúslega að það er 1
sjálfu sér mikið og merkilegt afrek, en
er það ekki að vera ofurliði borinn af
fortíðinni, þegar enginn áræðir að víkja
af langtroðnum götum góðrar og marg-
rómaðrar hefðar? Ég spyr með Jónasi:
„Hvað er þá orðið okkar starf í sex
hundruð sumur?
Höfum við gengið til góðs götuna fram
eftir veg?“
Það var meðal annars skipaskortur fs-
lendinga á miðöldum, sem olli því að
hin forna hefð íslendingasagna veslað-
ist upp og rann út í þurr og steindauð
annálaskrif annarsvegar og fjarstæðar
lygisögur hinsvegar. Engin menning lif-
ir á sjálfri sér, allra sízt þeir þættir
hennar sem að skáldskap lúta. Mér
kemur það svo fyrir sjónir nú, að hin
íslenzka epíska sagnahefð sé enn að
renna út í sandinn, annarsvegar út í þurr
ævisagnaskrif og hinsvegar fjarstæðar
dulfræði- og andatrúarbókmenntir. Að
þessu sinni er það ekki skortur á sam-
göngum við umheiminn sem veldur,
heldur aldagömul minnimáttarkennd
sém hræðist örvandi og frjóvgandi
snertingu við erlenda strauma í menn-
ingu og bókmenntum.
(Framhald í næsta tbl.)
SAGAN AF DÁTANUM
Framlhald af bls. 4.
K.: (með sínum venjulega rómi)
Seisei, fyrst er að, borga, ekki gef ég þér
hana!
D.: Ó, djöfull! nú ertu dauðanum seldur!
(Jósef ræðst á kölska)
K.: Nei, drengur minn, ætli þér blæði’ ekkl
heldur!
Stilltu þig, gæðingur! Gerum upp sakir
eins og gamlir félagar. Kannski þú takir
þá fiðlutetrið! — Við tölum síðar
í tómi um verðið— og eilítið blíðar!
S.: Hann Jósef okkar grípur fár en feginn
við fiðlu sinni og gamlan helgidóm
að vanga leggur; blítt er boginn dreginn
um blakkan streng; — hún gefur engan
hljóm!
Hann snýst á hæli, en sér þar engan innl,
hans ógnargestur hvarf í skuggann fjær.
Því miður, vinir, enn þá einu sinni
vann erkiíjandinn spilið, því sem nær;
Og sá hlær bezt, er síðast hlær.
En Jósef, eins og fugl á flótta,
íiðlunni grýtir, sleginn ótta.
Og töfrakverið, sitt traust og hald,
tætir hann sundur, hvert blað og spjalct
(Framhald í næsta tbl.)
8. tölublað 1963
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS