Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1963, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1963, Side 7
HEIMILiSVAKAN Frá tómstundastarfi Æskulýð'sráSs. Mmmar U ndanfarið hafa bæði blöð og útvarp vakið at- hygli á tillögu Æskulýðs- ráðs Reykjavíkur um heim- ilisvökur. — Nemendum í barna- og gagnfræðaskólum befirr verið ritað bréf og ekólastjórar hvatt þá til yirkrar þátttöku. í>á hefur fræðsluimálastjóri ritað ýmsum skólum um málið og æskiu.lýðsráð úiti um land. (hafa ákveðið að ihvetja til þátt- töku í byggðalögum sínum. „Nýjar kvöldvökur" Kér heiur óður verið brugðið upp mynd af hinni fornu kvöldvöku og sýnt með því fram á, að við íslendingar eigum hér þjóðlegan og merki- ■legan arf, sem vissulega væri gaman að endurvekja í nýju íormi. Og það er einmitt tak- mark Æskulýðsráðs. Fjölskyldur ei-u hvattar til að velja sér ákveðið kvöld og efna til sameiginlegrar dag- 6krár á heimilinu. Lesbók æskunnar vill ein- dregið stuðla að þessu og nú skulum við athuga nokkur atriði í sambandi við þátttöku í heimilisvökunni. Við getum hugsað okkur að þið veljið stund við kvöldverð- arborðið til að ræða málið við foreldra ykkar og annað heim- dlisfólk. Sjálfsagt fáið þið góð- ar undirtektir strax, en svo koma ýmis vandamál. Hvaða dagur kemur nú helzt til greina? Nauðsynlegt er að all- ir komi sér saman um eitt á- kveðið kvöld vikunnar. Þá verða allir að vera heima. — Pabbi má ekki fara á fund eða mamma í saumaklúbb. Eldri systkinin sleppa bíóferð og all- ir fá að að vera með í undir- búningnum. Þegar þið hafið nú komið ykkur saman um kvöld- ið þá má benda á, að tíminn frá kl. 8—9,30 eða 10 er lík- lega sá heppilegasti. Vel fer á að borða léttan kvöldverð þetta kvöld, svo að manna þurfi litið fyrir honum að hafa. Pabbi eða systkinin hjálpa auðvitað til við uppþvottinn og svo ganga allir til stofu. En margir hafa spurt: Hvað getum við gert? Já, nú reynir á hugmyndaflug- ið. Auðvitað verður að taka tillit til allra aðstæðna. Hús- næði er ólíkt og misjafnlega stórt. Útvega þarf efni og tæki o. s. frv. Skal nú vikið að nokkrum við fangsefnum, en síðar mun Les- bókin flytja nánari tillögur í þessu sambandL Handíðir Mjög heppilegt er að verja einhverjum hluta kvöldvökunn ar til föndurs af ýmsu tæi. I bókum og hjá starfsfóilM Æsku lýðsrráðs eða handavinnukenn- aranum má fá ýmsa aðstoð og upplýsingar. Veljið ykikur við- ráðanlegt verkefni, svo að þið getið lokið því á 4—5 kvöld- vökum. Munir búnir til úr basti — eða tágum, perlum, filti, pappa, leðri, beinum og hornum eru flestir ódýrir og handlhægir. Ef aðstæður eru til smíðaföndurs eða módelgerðar, er það rnjög Skemmtileg iðja. Útsaumur eða prjónaskap ur geta að sjálfsögðu komið til greina. Svo væri hugsanlegt að taka gömlu myndirnar úr kass- anum og raða þeim í mynda- bók. Sumir gera skrá um bóka- eign heimilisins og svo frv. — Þeir yngstu í fjölskyldunni hafa án efa gaman af þvi að teikna mynd eða klippa út myndir, meðan hinir vinna að sínum viðfangsefnum. Reynið að velja ákveðið starf, svo að allir geti verið með. Söngur og tónlist Víða á heimilum eru til hljóð færi, svo sem píanó, orgel, gítar eða grammófónn. Á margan hátt má gleðja sig í hópi ást- vinanna. Safnið bókum eða nótum með skemmtilegum lög- um svo allir geti sungið með. Þá kemur til greina að einn meðlimur fjölskyldunnar leiki einleik fyrir hina eða syngi ein- söng eða sungið sé fleirradd- að. Þá geta sumar fjölskyldur myndað hljómsveit. Á grammó- fóninn mætti leika ákveðna tón list til fræðslu og skemmtunar. Söngkennarar munu án efa fús- lega veita aðstoð í þessum efn- m Leikir og getraunir Þetta er sjálfsagður liður á kvöldvökunni. Reyndr nú á hug kvæmni ykkar, en blöð og út- varp munu koma hér til að- stoðar. Víða má í bókum og blöðum finna skrýtlur, leiki og getraunir, sem nota má og svo skal minnt á hinn gamla sið að kveðast á. B. F. Hvernig á ú semja ritgerð? E F É G á að hugsa, þá get ég ekki skrifað — ef ég á að skrifa, þá get ég ekki hugsað. Þessi orð voru einu sinni höfð eftir nemanda, sem átti að skrifa skólaritgerð, en gekk illa að berja liana saman. Menn eru þannig gerðir, að þeir hugsa oftast eitthvað. En mönnum gengur misjafnlega að koma orðum að hugsun sinni í rituðu máli. Sumir geta samið nokkum veginn við- stöðulaust, þegar á þarf að halda. Aðrir skrifa, þegar and- inn kemur yfir þá. Og enn öðrum er svo farið, að þá er þeir hafa komið sér fyrir með blað fyrir framan sig og penna í annarri hendinni, styðjandi hinni undir kinn og með tungubroddinn vísdómslega úti í öðru munnvikinu — þá gerir heilinn verkfall, hugsunin lamast, skáldfákurinn stendur stjarfur eins og kargur vagnhestur og ekst ekki úr sporunum. Þannig líður tíminn. Að lokum verður maður leiður á þvílíkri þrásetu, sprettur upp úr sætd sínu, gefst ef til vill alveg upp. Á fyrri tíð, þegar skáldskapur var meir í heiðri hafður en nú, var litið á skáldgáfuna sem sérstaka, dýrmæta náðar- gjöf. Þeir, sem höfðu hlotið þá náðargjöf, gátu ort. Hinir, sem ekki höfðu hlotið hana, gátu ekki ort. Þar voru hreinar línur, enginn meðalvegur. ■Ýmsir hafa viljað halda því fram, að svipað gilti um samn- ing lauss máls — þessi var stílisti, hinn ekki. Er ekki ólík- legt, að sú skoðun hafi stundum valdið nokkurri minnimátt- arkennd meðal þeirra, sem erfiðlega gekk að setja saman ritgerðir. Nú á tímum eru menn ekki trúaðir á innblástur, svo sem áður var, og þarflaust er að ræða sannleiksgildi gamalla skoðana. Svo mikið er þó víst, að enn gengur mönnum mis- jafnlega að festa hugsun sína á blað. En þar kemur fleira til en spurning um náðargjöf, t. d. mismunandi mikill áhugi á rituðu máli yfirleitt. Sá, sem hefur yndi af lestri góðra bóka, er líklegur til að skrifa liprari og skemmtilegri stíl en hinn, sem aldrei lítur í bók og finnur til þess enga löng- un. Það er engum blöðum um það að fletta, að mennirnir læra mest hver af öðrum, og er málið og meðferð þess engin undantekning frá því. „Vandinn er að stæla nógu marga,“ var haft eftir höfundi einum. En hvernig á þá að semja ritgerð? Sá, sem þetta ritar, setlar sér ekki þá dul að svara því. Hins vegar má benda á ýmsa þætti, sem ótvírætt geta komið að gagni í þeim efn- um, og verður vikið að þeim síðar. —EJ LEÐURVINNA VII. Síðasta ásláttar-verkfærið sem við notum þegar við munstrum í leður, með þessari aðferð, er bakgrunns-járnið. — Við notkun þess „rís“ allt munstrið betur og kemur skýrar fram. Bakgrunns-jáminu er haldið lóðréttu og slegið fremur fast á það og skal reynt að láta bakgrunninn vera í sömu þykkt og skurðurinn, eða ca. niður í hálfa þykkt leðursins. Vegna þess að við mótum svo lítinn flöt í hvert sinn, þar sem bakgrunns-járnið er svo títið, reynum við að láta það „ganga“ um flötinn og snúum því stöðugt, til þess að bakgrunnurinn verði sem jafnastur og áferðarfallegastur. Bezt er að hafa leðrið næstum því þurrt þegar bakgrunnurinn er sleginn niður. SKBAUTSKURÐUR Það síðasta sem við gerum við munstrið er að skera í það svo kallaða skraulskurði. Takið eftir muninum á myndunum tveim á þessari síðu! Nú er betra að hafa æft sig örlitið með leðurhnífnum, því ann- ars er hætt við að skrautskurðurinn verði ekki til skrauts. Þið skulið því æfa ykkur á smá leðurbút og sjá bvað skeður, en nú er um að gera að vanda sig vel. Farið svo eftir myndinni sem mest við skurðinn. Munið — ekkert liggur á, — flýtirinn kemur æfingunni. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. tölubla'ð 1963 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.