Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1963, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1963, Side 1
Einar M. Jónsson ingu. Drot.tinl-eg bæn er letruð á veggi liennar á fjölmörguna tungum, einnig þeim, sem ekki eru lengur tungur lif- andi manna. Okkar eigið mál, elzta nú- lifandi tunga genmanskra þjóða, hefur þó orðið útundan, og er sárt til þess að vita. íslenzk kirkjuyfirvöld þyrftu að bæta úr þessu. Við fengum okkur eæti inni í kirkjunni og áttum þar ó- gleymanlega helgistund, fjarri ysi og þysi dagsins. Fararstjóri Útsýnar, Ingólfur Guðbrandsson, flutti stutta ræðu þarna inni, og síðan béðu allir íslendingarnir sameiginlega Faðir vor. Innan veggja þess»rar byggingar er jarðhellir, og segir erfikenningin, að það hafi varið þar niðri, sem Kristur ikenndi lærisveinum sinum bænina. Við komum niður í þennan helli. Ég á ekki gott með að fella mig við þessa kenn- ingu um staðinn, sem ekki styðst við annað en gömul munnmæli. Mér þykir of mikil heiðrikja yfix bæninni, til þess Gullna hliðið í Jerúsalem Þessi Lesbók er hin síðasta fyrir páska, og af því tilefni birtum við grein um Jerúsalem úr ferðasögu Einars M. Jónssonar til Austurlanda. egar ég vaknaði eftir fyrstu nótt mína í Jerúsalem á Shepherd Hotel, skein sólin skær af heiðum himni. Mér varð það fyrst á að líta til Olíufjallsins, sem sást út um glugga gistihússins. Um ekkert fjall er eins oft getið í Nýjatesta- mentinu og Olíufjallið í sam- bandi við líf. og starf Jesú Krists. — Mörg eftirminnileg- ustu atvikin í lífi hans eru tengd þessu fjalli. Það var því með eftir- væntingu, að ég leit þangað. Ef ég hefði ekki verið búinn að kynna mér fyrirfram staðhætti í Jerúsal- em, hefði mig rekið í rogastanz. Þetta er ekki neitt fjall séð úr Jerú- salem, heldur ofurlítill, bungumynd- aður ás. Hins vegar er það allmiklu hærra séð úr Hinnomsdal; og þess ber að gæta, að fjallið er 800 m yfir sjávarmáli. En Jerúsalem er borg á fjalli, og nærliggjandi fjöll verða því ekki há séð þaðan. Nú stóð til að farið væri í skoðunar- ferð um borgina, og hugurinn var full- ur af eftirvæntingu. Það má segja svip- eð um Gyðingaland og fsland, að hvor- ugt á listaverk úr fortíðinni eða rústir 6tórfenglegra bygginga. En báðar hafa Iþessar smáþjóðir skapað bókmenntir, eem Ihafa auðgað heiminn, hvor á sinn Ihátt. Og kristnir menn, sem til Gyð- ingalands koma, verða þar fyrir and- fl'Oguim álhirifum, sem ekkert annað land er fært um að láta í té. Minningum andar frá stöðum, sem bókmenntir þess- arar þjóðar hafa gert ógleymanlega og heila-ga. Þegar við höfðum fengið okkur morg- un-hressingu í félagsskap flugáhafnar- innar, sem við ihöfðum skilið við í Beirút og nú var komin þaðan, var haldið af Btað. Fyrst lá leiðin til Olíufjallsins. Séð yfir Kedrondal blasa við augum ýmsar byggingar tengdar þeim atburðum, sem þar Ihafa átt sér stað. Himnafararkap- ellan er þar með turn sinn. Hún er í eigu Múihameðstrúarmanna. Þar á stað- urinn að vera, þar sem Kristur birtist lærisveinum sínum og varð uppnuminn til himins. Sann-leikurinn er sá, að eng- inn getur bent á þann stað. í Lúkasar euðspjalli er sagt, að það hafi verið J. nánd við Betaníu", en hún er við aiust- urhliíð fjallsins. öílarnir bera okkur fslendingana upp hMð Olíufjallsins. Líklegt er, að olíuviður hafi vaxið þarna þétt í forn- öld, úr því fjallið dregur af honum nafn sitt og Getsemane þýðir olíupressa. Enniþá vex hann hér á víð og dreif* ásamit fíkjutrjám og ýmsum tegundum 'grátviðar. För okkar er heitið til róm- V'ersik-kaþólskrar kirkju, sem er þarna uppi á hæðinni og byggð yfir þann stað, þar sem gömul erfikenning segir, að Jesús Kristur hafi kennt lærisveinum sínum Faðir vor. Bkki virðist þó vera hægt að draga þá ályktun af orðum Ritningarinnar, að þarna sé staðurinn. Við göngum inn í þesisa veglegu bygg- að 'hún hafi orðið til niðri í þessu jarð- hýsi, og ég gat ekki á neinn hátt orðið snortinn af því að koma þangað niður. Blá festingin hvelfdist venjulega yfir því guðshúsi, sem Kristur flutti boð- skap sirin í og bað til föðurins í himn- unum. Hins ber þó að gæta, að hinir miklu atburðir mannkynssögunnar eiga sér ekki alltaf stað í því u-mhverfi, sem við helzt vildum skapa þeim. — Mér fyrir mitt leyti leiðist alltaf að sjá mannvirki reist á þeim stöðum, þar sem einhverjir sögulegir atburðir hafa borið við úti á guðs grænni jörð. En það, sem vakað hefur fyrir þeim mönn- um, sem byggt hafa kirkjur yfir heilaga staði í Gyðingalandi og víðar, er það, að gefa Guði dýrðina í sem fyllstum mæli og varna því, að staðurinn sé á nokkurn hátt vanhelgaður, en gæta hans undir þaiki heilags musteris og auka helgi hans með söng og heilagri messu. En staðarákvarðanirnar eru í flestum tilvikum harla fálmikennd'ar, því Ritningin gefur sjaldnast nokkrar fullnægjandi vísbendingar í þeim efn- um. Fyrir mér er aðalatriðið að leiða mér fyrir sjónir og lifa mig irm í hinn liðna atburð í einrúmi á sögusviðinu í því umihverfi, sem hann hefur átt sér stað í og njóta þess útsýnis, sem fyrir augu sögupersónunnar hefur bor- ið á hinni mikilvægu stund. En fjölda fólks er það ekki nóg. í skammsýni er þess krafizt að bent sé á einbvem áikveðinn blett, þar sem atburðurinm hafi átt sér stað. Og svo er orðið við óskum fjöldans og arfsögn myndast. Á þessum stað er svo mannvirki byggt. Um þau verður í flestum tilvikum ekiki annað sagt en að þau séu til minningar um atburð, sem hafi átt sér stað ein- hvers staðar þarna í gremndinni. A.f brún Olíufjallsins er gott úit- sýni yfir Jerúsalem. Musterissvæðið blasir við með Helgidómnum á klett- inum og Önnukirkjunni nokkru norðar. Einnig ber allmikið á hvolfþaki Graf- arkirkjunnar. Yfir að Mta er borgin eins og stórkostlegt, girátt hraun, sem kýp- ressur, oliuviðir og pálmar standa upp úr á stöku stað. Sýn gefur til Júdeu- auðna og tignarlegra Móabsfjalla lengst í austri. Einnig sjást Gileaðsfjöll. Pale- stina er land mikils útsýnis, eins og hún er land mikilla opinberana. Þarna voru ýmsir kaupahéðnar, sem höfðu beðið, meðan við vorum inni í kirkjunni, og komu nú með varning sinn, þegar við komum út aftur. Nokkr- ir voru með kaþólsk talnabönd gerð úr oMuviði. Allmargir keyptu af þeim talna- bönd til minningar um kiomu sína á Olíuifjailið. Þarna var lika Ijósmynd- ari, sem bauð þjónustu sína. Við þáð- um, að hann smellti af okkur einni mynd, og var Jerúsalem höfð í bak- sýn. Fylgdarmaður okkar, kristinn Arábi, benti okkur til staðarins, þar sem Krist- ur á að hafa grátið yfir Jerúsalem á innreið sinni í borgina og spáð um ör- lög hennar: „Ef'einnig þú hefðir á þess- um degi vitað, hvað til friðar heyrir, en nú er það hulið sjónum þínum. Því að þeir dagar munu korna yfir þig, að óvinir þínir munu gjöra hervirki um 'þig að setjast um þig og þröngva þér á alla vegu; og þeir munu leggja þig að valli og börn þín, sem í þér eru og ekki skilja eftir stein yfir steini í þér, vegna þess að þú þekktir ekki þinn vitj- unartíma". Þessi tilvitnun er tekin úr Lúkasar guðspjalli. í tveim öðrum guð- spjöllum er sagt frá þvá, að hann hafi setið á Olíufjallinu og sagt fyrir um eyðileggingu borgarinnar og musteris- ins. Það var árið 70, sem þessi spá- dómsorð rættust — eða 40 árum síðar. Þarna á Oldufjallinu, er ég horfði til musterissvæðisins og borgarinnar, lét ég hugann reika til þessara dimmu daga. Við skulum hverfa til þeirra litla stund og sjá þá í Ijósi sögunnar. J erúsalem var á þessum timum blómJeg borg. Aldingarðar o,g oMuvið- arlundir þöktu brekkur og daM. Marm- ari og gull musterisins ljómaði í sól heiðríkra daga. Jósefus segir, að must- eri Heródesar hafi verið „eins og fjall af snjó“. Gyðingar áttu alltaf mikla framtíðardrauma og litu stórt á sjáifa sig. Þeir áttu bágt með að þola af- skipti og yfirstjórn heiðinna þjóða, sem þeir litu niður á. Nú höfðu þeir gert uppreisn gegn drottnurum sínum, Róm- verjum. Títusi, síðar keisara, var fal- in yfirstjórn hins rómverska hers, og hann komst að raun um, að hann barð- ist við svo trylltan lýð, að engu vair Framhald á bls. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.