Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1963, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1963, Qupperneq 2
JMfiiiik SVIP- MVND BERTRAND RUSSELL er einn allra snjallasti hugsuður þess- arar aldar. Afrek hans í stærðfræði og heimspeki hafa skapað honum heims- frægð. Bækur hans og viðhorf til ým- issa málefna hafa gert hann einhvern umdeildasta mann aldarinnar. í fyrri heimsstyrjöld sat hann sex mánuði í fangelsi fyrir að mótmæla op- inberlega almennri herskyldu. Einni kynslóð síðar sæmdi Georg konungur VI hann „Order of Merit“, einni virðu- legustu orðu Breta, sem Veitt er af- burðafræðimönnum og föðuriandshetj- um. Winston ChurchiU hefur einnig hlotið hana. Meðal giftudrýgstu eiginleika Russells eru frábærlega skýr hugsun og eggjandi ritleikni. Hvorki bókafræðingar né Russ- ell sjálfur vita fyrir víst, hve margar bækur og ritlinga hann hefur samið, en á einni skrá eru nefnd 62 rit eftir hann. Hann hefur haldið fyrirlestra við há- skóla í Englandi, Kína og Ameríku. Og á síðustu árum hefur hann einnig getið sér mikið orð fyrir snjalla fyrirlestra í brezka útvarpið. Ohefðbundnar skoðanir Russells á hjónabandi og siðgæði ollu honum eitt sinn alvarlegum vandkvæðum, þegar hann var fenginn til að kenna við há- skóla í New York. En það virtist ekki fá neitt á hann. Framan á eina af bókum sínum prent- aði hann ýmsar háskólagráður, sem hann hefur fengið, og bætti síðan við: „Dæmd- ur óhæfur að lögum til að vera prófess- or í heimspeki við City College of New York (1940).“ Tilvísunin var til úrskurðar dómstóls I New York, sem svipti þennan virðu- lega Breta prófessorsembætti við um- ræddan háskóla, sem rekinn er af borg- aryfirvöldunum. Úrskurðurinn var byggður á því, að Russell „hefur í bók- um sínum kennt siðlausar og lostafullar kenningar", sem mundu brjóta í bág við hegningarlög New York-fylkis, ef eítir þeim væri farið. Hussell var fyrst og fremst stærð- fræðingur og hóf feril sinn á þeim vett- vangi. Seinna beitti hann aðferðum stærðfræðinnar við heimspekilegar at- huganir. Auk þess skrifaði hann um mikinn fjölda sundurleitustu efna, m.a. ritgerðir um „samúðarhjúskap“ til reynslu og um mjög nýstárlegar og djarfar aðferðir í uppeldis- og kennslu- málum. Um áttrætt sneri hann sér að skáld- skap. Fyrsta verk hans á því sviði var smásagnasafn, sem hann nefndi „Satan í útborgunum“. Frá byrjun hafði Russell sérstakt lag á að koma mönnum á óvart eða bein- línis valda hneykslun. Eina bók sína nefndi hann „Óvinsælar ritgerðir". Hann samdi aðrar bækur með ögrandi, ef ekki beinlínis ósvífnum titlum, eins og til dæmis „Lofgerð til letinnar“ og „Hvers vegna ég er ekki kristinn“. Russell voru veitt bókmenntaverðlaun Nobels árið 1950 „í viðurkenningarskyni fyrir margþætt og mikilvæg ritverk, þar sem hann hefur komið fram sem for- BERTRAND RUSSELL vígismaður mannúðar og frjálsrar hugs- unar.“ egar fyrri heimsstyrjöld brauzt út kastaði Russell sér út í baráttuna gegn almennri herskyldu. Hann var sektaður um 100 sterlingspund fyrir að semja bækling um málið, og var gert lögtak á bókasafni hans upp í sektina. Gamli skólinn hans, Trinity College í Cambridge, sagði honum upp kennara- stöðu. Seinna sat hann í Brixton-fang- elsinu í sex mánuði fyrir tímaritsgrein sem hann skrifaði gegn herskyldu. Einu sinni komst Russell svo að orði: „Herskip gera ákveðið gagn. Þau veita atvinnuleysingjum vinnu og nokkrum auðjöfrum mikinn arð. Þau veita flota- foringjum ánægju og skattgreiðendum ekkert nema kvöl.“ En í seinni heimsstyrjöld hvatti hann unga menn til að skrá sig til herþjón- ustu og lét í ljós vonbrigði yfir því, að hann væri sjálfur of gamall til að ganga í herinn. Þó hann hataði styrj- aldir heilu hatri, var honum ljóst að veröld á valdi Adolfs Hitlers væri þó enn verri. Arið 1948 sagði Russell: „Kjarn- orkustyrjöld yrði hræðilegri en orð fái lýst, en það mundi verða styrjöld sem byndi enda á allar styrjaldir. Allt er betra en undirgefni." Einn af nemend- um Skóians, þar sem hann sagði þessi orð, reis upp og andmælti því að kjarn- orkustyrjöld mundi binda enda á öll stríð. „Styrjaldir eru jafngamlar mann- ánum,“ sagði hann. „Hvernig er þá hægt að binda enda á þær með einu höggi?“ „Margir hlutir, sem eru jafngamlir manninum, eru nú úr sögunni," sagði Russell. „Einu sinni voru allir mann- ætur nema þeir sem étnir voru. Nú á tímum eru aðeins eftir tvö sjálfstæð ríki í heiminum — Bretland er ekki annað þeirra. Að kjarnorkustyrjöld lokinni yrði aðeins annað eftir.“ Áratug eftir að Russell hafði sagt, að allt væri betra en undirgefni, tók hann aðra afstöðu. Hann kvaðst fremur vilja sjá kommúnismann sigra heiminn en láta vetnisstyrjöld tortíma honum. „Ef kommúnistar sigruðu heiminn, yrði það mjög ógeðslegt um skeið, en ekki um aldur og ævi,“ sagði hann. „En verði mannkynið þurrkað út, þá er ekk- ert eftir.“ Hann lítur á hin snöggu skoðanaskipti sín — og á langri ævi eru þau orðin æði mörg — sem afleiðingu síbreytilegra aðstæðna og viðhorfa í brjáluðum heimi. Áttatíu og átta ára gamall hóf Russell lávarður „baráttu með óhlýðni án að- gerða“ fyrir útrýmingu kjarnorku- og vetnisvopna. Tók hann m. a. þátt í mót- mælagöngum brezkra borgara gegn bandarískum kjarnavopnum í Bretlandi. B ertrand Arthur William Russell fæddist 18. maí 1872 í Trelleck í vest- anverðu Englandi, og verður því 91 árs gamall I næsta mánuði. Hann er sonar- sonur Johns Russells lávarðar, sem var einn af forsætisráðherrum Viktoríu drottningar. Bertrand Russell varð þriðji jarl ættarinnar, þegar eldri bróðir hans lézt árið 1931. Russell var foreldralaus frá þriggja ára aldrL í eríðaskrá sinni tók faðir hana ekýrt fram, að ala bæri soninn upp í al- gerri efahyggju. Dómstóll virti ákvæði erfðaskrárinnar að vettugi, og Bertrand var alinn upp af ömmu sinni. Hún kenndi honum að virða tvo ritningarstaði i Biblíunni. „Þú skalt ekki fylgja fjöld- anum til illra verka“ og „Ver þú hug- hraustur og öruggur. Lát eigi hugfallast og óttast eigi; því að Drottinn, Guð þinn, er með þér í öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur". „Þessir ritningarstaðir," sagði Russell síðar á ævinni, „höfðu djúptæk áhrif á líf mitt og virtust enn búa yfir einhverri merkingu, eftir að ég var hættur að trúa á Guð.“ Kussell var ekki sendur í skóla, heldur var kennslukonum og einkakenn- urum falið að mennta hann, en síðan hélt hann til Trinity College í Cam- bridge þar sem hann lagði stund á stærðfræði. Hann var 25 ára gamall þegar hann sendi frá sér merkilegt rit um flatarmálsfræði, „Essay on tha Foundations of Geometry“ (1897). Síðan kom undirstöðurit um stærðfræði „Prin- ciples of Mathematics“ (1903). Loka má nefna hið mikla rit „Principia Mathematica“, sem hann samdi í sam- vinnu við Alfred Whitehead frá Har- vard-háskóla árið 1910. En heimspekin var alltaf ofarlega í huga Russells, og hann hélt því fram, að hrein stærðfræði og formleg rökfræði væru í reyndinni sama andlega iðjan. Hann skrifaði bæk- ur um bæði þessi efni. Árið 1910 birti hann t.d. einnig „Philosophical Essays“ og árið eftir „Problems of Philosophy“, Bækur hans um sögu, inntak og eðli heimspekinnar hafa náð mikilli út- breiðslu. K ertrand Russell er fjórkvæntur, Hann kvæntist fyrst Alys Smith frá Fíladelfíu í Bandaríkjunum árið 1894. Þau hittust þegar hún var við nám I Evrópu. Hún skildi við hann árið 1921. Næst kvæntist hann Dóru Winifred Black, og eignuðust þau þrjú börn. Þau sldldu árið 1935. í janúar 1936 kvæntist hann 25 ára einkaritara sínum, Patriciu Helcn Spence, og eignuðust þau bara árið eftir, þegar Russell var 64 ára gam- all. Þessu hjónabandi lauk með skiln- aði árið 1952. Árið eftir kvæntist Russell, sem orð- inn var 81 árs gamall, Edith Finch, fimmtugri kennslukonu og rithöfundi frá Bandaríkjunum. í öðru hjónabandi sínu gerði Russell hinar merkilegu uppeldistilraunir, sem hvað mesta athygli vöktu. í fjögur ár ráku þau hjónin heimavistarskóla í Pet- ersfield í Sussex samkvæmt reglunni; „Gerðu það sem þér þóknast“. í skólanum voru að jafnaði 20 nem- endur, drengir og stúlkur á aldrinum 4—11 ára. Þeim var ekki skylt að sækja Framíhald á bls. 4 Utgefandl: Ií.f. Arvakur, BeykjavOc. Framkv.stj.: Slgfús Jónsson. Kitstjórar: Siguröur Bjamason trá Viaur. Matth.ías Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson. Auglfsingar: Arnl GarSar Krlstinsson. Ritstjóm: ASalstræti 6. Siml 22480. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.