Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1963, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1963, Síða 7
SONJA SKRIFAR TÍZKUFRBTTIR PARÍSARGÁSKI Tízkan er í eðli sínu síbreyti- leg, — en samt „er hún J>ví líkari sjálfri sér sem hún breyt- ist meir.“ Hinir miklu tízkusköpuðir, sem ár eftir ár og árstíð eftir árstíð geta örvað og kitlað „harðsoðna“ kaup- endur og gagnrýnendur með nýjum línum, nýjum sniðum og nýjum formum, eru engu að síður fast- heldnir á grundvallarstefnu sína í tízkuefnum. Verk þeirra bera á- kveðin einkenni, sem allir, sem vit hafa á tízku, þekkja auðveldlega. Tökum til dæmis Chanel. Á hverri árstíð freistast kvenfólk til að segja: „Ég er orðin þreytt og dauðleið á þessum Chanel-drögtum.“ En í hvert skipti töfrar „Coco“ (Chanel) okkur á ný — og hún er komin yfir sjötugt. í undirstöðuatriðum er þetta sama dragt- in, en samverkan lita og efna gera gæfu- xnuninn og útkoman er einstæð fyrir Chanel — og konur um allan heim falla fyrir henni (og karlmenn líka, er mér óhætt að bæta við). Gallinn er sá, að Chanel-dragt, sem er stæld með ódýru efni, er ekki neitt, en frumsmíðarnar neista af snilld. — í þetta sinn er dásam- legur silkigljái á ullardrögtunum henn- ar ( þær eru í raun og veru úr blöndu úr ull og silki) með mjóum öxlum, sem gefa þeim töfrandi skólastúlkuútlit. — Norell sýnir mikið af fötum til heima- notkunar, bæði síð pils og náttföt. Hann sýnir líka kvöldpils, stutt og síð í senn — stutt undirpils, sem sézt glitta í undir ytri pilsunum Einna vinsælasta spjörin á sýningu hans var rautt ullarvesti, og svört ítölsk silkiskyrta með löngum ermum með svart- og hvítköflóttu piisL V ortízkan 1963 í New York og París leggur umfram allt áherzlu á æsk- una. Pilsin eru ennþá stutt (rétt neðan við hnéskelina). Sumir tízkuteiknarar voru að þreifa fyrir sér á síðustu árstíð um síðari pils, en án árangurs. Að minnsta kosti hvað snertir föt til að vera í að degi til. Axlir hafa breikkað en ekki með púðaísetningu. Breiddin á rætur sínar að rekja til sniðsins og end- urkomu ermanna. Pils eru yfirleitt slétt og þröng, blússumar eru komnar aftur og með allt þetta léreft, piqué og organdi á markaðnum fær einhver nóg að strauja. Ofstæki í tízkuefnum er orðið gamal- dags, nýja tízkan er mjúk og lagleg — og sama máli gegnir um hár og snyrt- ingu. Reytta kúluhárgreiðslan er algerlega komin úr tizku og hefur ver- ið það um langan tíma meðal sérlega glæsilegra kvenna. Hvíta „beatnik“-and- litsföðrunin er horfin, og ekki sjást leng- ur svartar línur kringum augun með austurlenzku skástriki við augnkrókinn. Hraustlegur glans á að vera á hárinu, og roði hefur komið á ný í kinnarnar. og hvitt og hvít tilbrigði allt frá kalk- hvítu til rjóma-hvíts. Og sama má segja um New York. Og þá má geta þess, að New York og París virðast á sama máli í næstum öllum efnum í þetta sinn. Beztu bandarísku teiknararnir, eins og Galanos og Norell, sem sýna ‘f—6 vikum fyrr en gert er í París, lögðu aðaláherzlu á útiverutízku til notkunar að degi til, á sama hátt og gert er í París. Sumar flikur hjá Norell og St. Laurent voru næstum alveg eins. Lang- ar skyrtuermar undir ermalausum peys- um eða jökkum. Hvorugur hafði stælt hinn — báðir eru í raun réttri skapandi menn — en báðum virðist hafa fundizt þetta útlit í samræmi anda vorra tíma. að er engin ástæða til að slíta sér út á því að segja frá bandarísku sýningunum i smáatriðum. Á Seventh Avenue eru búin til föt, sem eru dásam- leg að vera í; snilldarverk á viðskipta- sviðinu, sem þó skortir sköpunaranda og einstaklingseinkenni. Aðeins örfáir þora að vera öðru vísi. Það eru t. d. þeir áðurnefndu: Norell og James Gala- nos í Kalifomíu. Föt Galanos eru fagur- lega sniðin og hann hefur fundið upp nýjar aðferðir til að komast hjá saum- um. Árangurinn: fyrirhafnarlaus glæsi- leiki. Lokufellingarpilsin hennar eru þegar stæld alls staðar. A.nnar tízkumeistari, sem fram- leiðir föt með afar sérkennilegum blæ er Balenciaga, enda þótt haim sé ekki eins áberandi. Saumar hans og snið eru frábær og minna á höggmynd að bygg- ingu, — hann er að sjálfsögðu átrúnað- argoð allra ungra tízkuteiknara. — f þetta sinn heldur Balenciaga áfram með útivistartízku sína, sem hann byrjaði á í fyrra. Á nýjustu kápum hans eru eng- ar ermar. Þær eru aðskornar að fram-' an, bakið er vítt með mjúkum línum, og axlastykkin eru framlengd eins og lítil cape. Hann er einnig með ermalausa jakka, sem sýna langar, hnepptar blússu- ermar. Aðalsmerki St. Laurents er París- arkæti og duttlumgar. Hann er með alls konar skemmtilega hluti, eins og til dæmis lökkuð blóm búin til úr hári, sem nota skal við kvöldgreiðslur, og af- skaplega kvenlegar organdislaufur og slæður við samkvæmisklæðnað, — dá- samlegustu kjólana í París, sem gefa grannt og unglegt útlit, með háu mitti og mjúklegu hálsmáli. Hann er með þrönga, síða kvöldkjóla með ermvun — sumir þeirra eru útsaumaðir eftir mið- alda fyrirmynd, ævintýralegan gim- steinaútsaum á jökkum og litlum blúss- um. Hann hefur breytt fiskimannaskyrt- unni frá síðustu sýningu (en hún er nú búin að hafa áhrif á tízkuteiknara um alhn heim). M arc Bohan (Dior) gleður ekki „tízkuspekingana“ eins mikið og við- skiptavinina. En hann kemur vanalega með hressilega sýningu. í þetta sinn þykir axlatízka hans athyglisverð — fyrst og fremst vegna þess, að síðustu sýningar hans hafa lagt meiri áherzlu á pilsin. Ermarnar hjá honum eru þröngar og settar í hátt á öxlinni með litlum púðum í mjúkri boglínu, sem gef- ur afskaplega nýstárlegan hliðarsvip. Annað nýtt hjá Dior: geislabaugshattar, venjulega stráhattar, sem bornir eru aft- an á höfðinu. Sumar beztu kápurnar og dragtirnar, sem ég hef séð á þessari árstíð, eru frá Cardin. Þær eru annað hvort opnar eða boðungarnir rétt ná saman til að sýna kjól eða blússu undir, sem annað hvort er í svipuðum eða andstæðum lit. Sam- kvæmistízka Cardins er afskaplega kven leg; hann sýnir mikið af húðinni og kjólarnir eru afar lágir bæði að fram- an og aftan. Til að nefna dæmi er einn kjóllinn með þröngt, svart pils — með hvíta krepblússu, sem fellur eins og munkahetta niður að mitti á bakinu. í fellingum hennar titrar svört organdi- rós. En það þarf meira en venjulega konu til að bera þennan kjól vel. IMýjasta efnið í París er lérefi, þungt, glansandi léreft, allsendis ólíkt því lérefti, sem er vant að hanga eins og tuska eftir nokkurra stunda notkun. Það er meiri kraftur í þessu nýja lé- refti, og tízkufrömuðunum þykir gaman að nota það, og það er auðvelt í með- förum. Helztu litirnir í París eru svart ]Víinnumst á skó: Ljósir krókódíla- eða eðluskinnskór með lágum hælum (um það bil 4—5 cm. háir) eru ennþá það bezta til að vera í á götu. En T- bönd hafa hlotið miklar vinsældir, bæði hversdagslega og til samkvæmisnotkun- ar. Bæði Balenciaga og Norell sýndu trausta, gamaldagsbundna Oxfordskð, sem líta út eins og þeir séu tilbúnir í langa gönguferð. —OoO— P. S. — Hafið þið nokkurn tíma heyrt getið um félagsskap, sem kallar sig SINA. Ég skal fara með það fullum stöfum: „Society for Indecency to Nabed Animals“; já, rétt er nú það. Það segist Framhald á bls. 12 13. tMulblaS 1969 LESBÓK morgunblaðsins 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.