Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1963, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1963, Side 8
Portúgalska stúlkan Amelía Natividade vinstri hönd árið 1946. V firnáttúrlegir atburðir og kraftaverk hafa fylgt manninum frá upphafi. Það hefur verið siður að nefna þá atburði kraftaverk, sem ekki mátti skýra í ljósi þeirrar þekkingar, sem menn réðu yfir hverju sinni. Kraftaverk hins frumstæða manns finnast enn í dag um allan heim, meðal þeirra þjóða, sem lítt snortnar eru af efnishyggju vestrænnar menningar. í vitund margra þjóðflokka býr andi í hverjum steini og hverju tré, dýrum og fuglum, ám og vötnum. f»eir eru illir- og góðir og þeir framkvæma krafta- verk fyrir tilstilli mannanna, sem kunna að tala við þá og láta þá þjóna sér, töframannanna. Kraftaverk menningarþjóðanna eiga sér stað fyrir tilstilli guða. Goðsögur fornþjóðanna segja frá aragrúa yfir- náttúrlegra atburða. Þó birtast slík kraftaverk sjaldnast meðal lifandi manna, heldur er frá þeim sagt í arf- sögum og ævintýrum. Saga kristninnar befur að geyma gífurlegan fjölda krafta- verka og slík kraftaverk gerast meðal okkar enn þann dag í dag. Upprisa dauSra Mikilfenglegust allra kraftaverka er upprisa dauðra. Hæst allra upprisa ber fékk blæð'andi „kross-sár“ á enni og að sjálfsögðu upprisu Jesús Krists, sem hvert mannsbarn kannast við. En meðal þeirra, sem á hann trúa, eru til sögux um síðari upprisur. Á 4. öld átti það sér tvisvar stað, að dauðir menn væru lífgaðir við. Zenobius, biskup í Flórens, lífgaði við sendimann, sem hafði verið drepinn á leið sinni til hans með gjafir. Þegar komið var með lík sendimannsins, féll heilagur Zenobius á kné við líkbörurnar og bað til guðs. Drottinn bænheyrði hann og hinn látni maður reis á fætur. Um svipað leyti gekk hungursneyð og þá fann heilagur Nikulás frá Bari eitt sinn lík þriggja barna í gistihúsi við alfaraleið. Gestgjafinn hafði myrt börnin og ætlaði að nota lík þeirra til matar. Heilagur Nikulás bað fyrir lífi þeirra og líf kviknaði á ný í börnunum. Krossfestiagarmerki Á síðari öldum hefur nokkuð borið á því, að sárin, sem Kristur fékk á kross- inum, hafi komið í ljós á dauðlegum mönnum. Vitað er um hér um bil 340 slík tilfelli í heiminum. Fyrsti maðurinn, sem fékk sár Krists, var heilagur Franz frá Assisi. Það var árið 1224. í hvert skipti, sem frásögn berst af slíkum viðburðum, grípa þeir mjög hugi manna. Sumir hafa fengið krossfestingarsárin aftur og aftur um langt árabil, til dæmis Louise Lateau, belgísk sveitastúlka, sem fékk sárin fyrst árið 1868. Úr henni blæddi á hverjum föstudegi. Mikla athygli vöktu sár Theresu Neu- mann frá Konnersreuth. Hún var fædd á föstudaginn langa og komu sárin fyrst fram á 28. afmælisdegi hennar, föstudeg- inum langa 2. apríl 1926. Þetta endur- tók sig á hverjum langa frjádegi. Árið 1946 sá portúgölsk bændastúlka, Amelia Natividade, hina heilögu jómfrú, og samfara því komu sár á enni og vinstri hönd stúlkunnar. Síðar spáði Amelia að kraftaverk myndi eiga sér stað á ákveðnuim degd. Og þúsundir píla gríma töldu sig hafa séð bláan hring kringuim sólina ’á -rauðum hlmni þennan dag. Osvikin sár Margir þeirra, sem slík sár hafa feng- ið, hafa án efa gert þau viljandi. Kross- festingarmerkin á Louise Lateau voru hinsvegar ekki gerð með neinum verk- færum. Læknisfræðiakademía Belgíu fram- kvæmdi stranga rannsókn á sárum Louise. Blæðingin úr enni hennar var skoðuð með sterkum stækkunarglerjum og sást þá að blóðið síaðist út um ör- smá þríhyrnd sár á húðinni, sem tæp- lega mátti sjá með berum augum. Sjá mátti blóðdropa myndast á enni hennar og hrundu þeir niður andlitið, líkt og sviti. Blæðingin átti sér stað, þótt svæðið sem úr blæddi væri einangrað frá um- hverfinu. í einni tilrauninni blæddi úr hendi stúlkunnar, enda þótt handlegg- ur hennar væri búinn að vera innsiglað- ur í glerhylki yfir nótt. Læknarnir kom- ust að þeirri niðurstöðu að stúlkan væri ekki svikari. Einn af þeim, sem náð hefur mikilli frægð fyrir krossfestingarsár á þessari öld, er ítalski Kapúsínmunkurinn Padre Pio, frá klaustri í grennd við Foggia. Eft ir að hann hlaut vígslu fékk hann berkla og stundum féll hann í dá, meðan hann söng messu. Árið 1918 fundust eitt sinn á honum, er hann féll í dá, sár á hönd- um hans, fótum og í síðunni. Síðan hef- ur hann haldið áfram að fá þessi sár og sagt er að stöðugt blæði úr þeim, nóg til-að gegnbleyta nokkra klúta á dag. í fyrstunni var páfagarður efagjarn, en eftir tveggja ára rannsókn var því lýst yfir, að sárin væru af yfirnáttúru- legum uppruna. Padre Pio hefur fengið nær 70 miíljónir króna gefnar frá trúuð- um mönnum, og fyrir um það bil ára- tug reisti hann fyrir féð sjúkrahús með 500 rúmum. Ekki óskylt kraftaverk átti sér stað I Entrevaux í Frakklandi árið 1954. Jean Salate braut í bræði fingur af styttu af heilagri Önnu, sem hann átti. Blóð fór að drjúpa úr brotsárinu. Efnafræðingar, sem rannsökuðu vökvann, kváðu upp þann dóm, að hann væri blóð. Þennan dag runnu þrjátíu dropar úr sárinu og næsta morgun blæddi aftur úr því. Eldgöngur Eitt af því, sem oft er talið til krafta verka, eru eldgöngur, og til er fjöldi frásagna og rannsókna, sem sanna svo óyggjandi er, að menn geta gengið á glóðum. Eldgöngur tíðkast nokkuð i sambandi við trúarathafnir víða um heim, en einkum í suðaustur Asíu os á Blóð draup úr brotsárinu á styttu hcil- agrar Önnu. Kyrrahafseyjum. Þeir sem eldgöngurnar framkvæma trúa oftast nær fastlega að þeir séu undir sérstakri vernd einhverra guða og margir fakírar staðhæfa, að þeir geti látið þessa vernd ná til manna, sem fylgja þeim. Hinn kunni sænski ferðalangur Olle Strandberg var eitt sinn á ferð á Raiatea og var þar viðstaddur trúarhátíð til dýrS ar guðinum Tiki, og segist honum svo frá: „Á miðju samkomusvæðinu hafði ver- ið grafin aflöng, grunn, ferhyrnd gryfja, 15 skrefa löng og 4ra skrefa breið. Hún var fyllt þurrum við, trjálurkum miklum og kókosbasti. Síðan var kveikt í viðn- um, meira eldsneyti borið á bálið jafn- óðum og kösturinn lækkaði, unz gryfj- an var eitt glóandi eldhaf að börmum, og loks voru lagðar stiklur úr hellum og hnullungum enda á milli“. „Hann (æðsti presturinn) þuldi sær- ingax sínar á kynlegu hrognamáli, Tahiti-frönsku, og öll var þulan tákn- ræn fyrir átök heiðni og kristni um hugi manna á þessum slóðum. Þar var trúboð Framhald á bls. 13 Zenobius biskup lifgar sendimanninn 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.