Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1963, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1963, Side 16
X-2 0 ntarkar upphaf nýrrar aldar í sögu geimferða Nýjasta geimfar Ameríku, sem var nýskeð sýnt opin- berlega, táknar algjöra byltingu 'gegn hylkjumnn, sem hingað til hafa verið notuð, bæði austan tjalds og vestan. X-20 er 10.5 metrar á lengd. Það líkist mest orustuþotu, með tveim afturstæðum delta-vængjum og láréttum og lóðréttum afturstýrum. Eins og er, er verið að prófa þau á jörðu niðri, en þegar í júlímánuði kom- andi, er ætlunin að hefja flug á þeim. Fyrstu tilraunaflugin verða gerð frá móðurskipi. B-52 verður látin sleppa þeim í 15.000 metra hæð. í fyrstu tveim-þrem flugferðum stýra flugmenn- irnir þeim eins og í renniflugi, án þess að setja rakettuhreyfilinn í gang, með 960 km. ræsihraða. Það eru þessar til- raunir, sem nafn þeirra er af dregið: Dyna-Soar — fyrir Dynamic Soaring. legum þotuhreyflum, sem geta komið lionum yzt út í gufuhvolfið. En þegar ioftið er orðið of súrefnissnautt til að næra venjulega brennslu, er rakettu- hreyfillinn settur í gang, og hann hefur með sér eigin súrefnisforða og stýrir vélinni með stjórnarrakettum, eins og X-15 og Mercury-hylkin. Effir Viggo E. Steensfrup . ilraunaflugin gefa flugmönnun- um æfingu í að sfcýra vélinni, sem geng- ur eins og þota, prófa stöðugleika hennar og stýrihæfni og æfa lendingar á upp- þurrkuðum botni vatnanna við Edwards- flugstöðina í Kalíforníu. Jafnskjótt sem flugmennirnir hafa kynnt sér vélina nægilega, taka þeir að nota rakettuhreyfilinn, sem getur komið lienni upp í 10.000 km. hraða eftir að henni er sleppt á lofti, Þessi fyrirætlun með X-20 verður framkvæmd af flughernum í samvinnu við Nasa, og þegar hafa verið valdir sex liðsforingjar um þrítugsaldur sem geimflugmenn. Skilyrðin, sem þeir verða að uppfylla, eru verkfræðipróf og mörg þúsund tíma flug í orustuþotum. Síðan 1961 hefur kennsla þeirra á jörðu niðri aðallega snúizt um rann- sóknir og athuganir á rakettuhreyflum, aerodynamiska tækni og „flug“ í mið- flóttavélum, sem snúast með mörg þús- und kílómetra hraða, og svo auk þess séræfingu við flugvélar, sem fara hraðar en hljóðið. Eins og er, æfa þeir sig í Bockheed F-104-A Starfighter, með sérstökum út- búnaði til að geta flogið í allt að 40 km. hæð. F-104 leggur af stað með venju- lúftir fáeinar ferðir við stýrið á X-15 og frekari æfingu með Mercury- geimförunum, eru stjarnfararnir tilbúnir undir fyrsta raunverulega flugið í geimn um, snemma árs 1965. Hreyfiaflið er 36 metra há Titan-eld- flaug m-c. Titan 1 er þegar fullreyndur og Titan II er verið að gera tilraunaflug með eins og stendur, á Canaveralhöfða. Fyrsta þrep í III-C er tveir rakettu- hreyflar, hvor við annars hlið, með föstu eldsneyti og þriggja metra breið- um útblástursopum. Annað og þriðja þrep er Titan II o.g fjórða og síðasta, næst íyrir neðan X-20, hefur sjö mínútna brennslutíma og geta flugmennirnir stjórnað því frá stjórnsætinu. Fyrsta hringflugið er framið með fjar- stýrðum gerviflugmanni, sem lendir flug vélinni eftir radioskipun frá jörðu, eftir tvær hringferðir. Eftir svo sem mánuð frá þessu, verður tekið til við X-20 flug með' flugmönn- um. Flugmaðurinn er tvitryggður gegn slysum, þegar skotið er- af stað. Hann getur annaðhvort skotið X-20 lausri frá rakettunni, ræst rakettuhreyfilinn og flogið niður á lendingarbraut einhvers staðar nærri, eða þá látið skjóta sætinu út úr vélinni og lent í fallhlíf, ef hreyfill- inn er bilaður. . J jálf aðferðin við skotið, líkist þeirri, sem þekkt er frá Mercury, allt til fjórða þreps ,þegar stjarnfarinn tekur sjálfur að nokkru leyti stjórnina á því, að honum verði skotið á rétta braut. Það er ennþá leyndarmál að hve miklu leyti hann stýrir sjálfur í fyrstu þremur ferðunum, úti í geimnum, en eftir tvær hringferðir snýr hann við og skýtur heimferðarrakettunum, yfir Afríku. Inn- fallshornið inn í gufuhvolfið er talsvert gleiðara en hjá Mercury. Jafnvel þótt viðnám loftsins hiti þá hluta, sem mest verða fyrir því upp í 2.200° hita, þá er brautin svo löng, að loftið kælir Eiftur vélina á leiðinni. Áður en lent er, stýrir sljarnfarinn eftir lendingarbrautinni, ná- kvæmlega eins og flugmaður í farþega- vél rennir sér í lendingu við Edwards. Þegar eru uppi ráðagerðir um að nota hina fimm tonna þungu X-20 sem flutn- ingatæki fyrir rannsóknarstöðvar á fastri hringferð. Hún er að því leyti ólík hin- um eldri hylkjum, að hana má nota aftur og aftur og stýra henni miklu nákvæmar til móta í geimnum. » ið flug í geimnum hefur flug- maðurinn nú í fyrsta sinn fulla stjórn á geimfari og sama er að segja um þegar flogið er inn í fufuhvolfið og lent á jörðu. Úti á hringferð sinni, getur hann breytt stefnu, að vild, með því að ræsa og stöðva rakettuhreyfilinn, í stað þess að svífa stjórnlaust eins og farþegi eða vaktmaður. Að öllu samanlögðu hefur þessi nýj- ung upp á marga kosti að bjóða, svo að miklar líkur eru til, að hún muni út- rýma gjörsamlega hylkjunum í geim- flugi, áður en langt um líður, og síðar verða notuð til flugs milli hnatta. ÞETTA eru stjamfararnir sex, þ.e.a.s. mennirnir, sem valdir hafa verið til þjálfunar í stjóm X-20. I*eir eru allir foringjar í flughernum aff einum undan- teknum, Milton Thomson, sem ekki er í herþjónustu. Hann er lengst til vinstri á mefffylgjandi myndum en affrir eru, taliff frá vinstri: Russle L. Rogers, maj- or, 34 ára, William J. Knight, kapteinn, 33. ára, James W. Wood, major, 38 ára, Henry Gordon, major, 37 ára og Albert H.G. Crews, kaptcinn, 33. ára. _______ Titan ni þrumar i loft upp meff X-20 á oddinum. Fyrstu (yztu) tvö þrepin innihalda fast elds- neyti, og sjálf Titan Il-flaugin í miffjunni er annaff og þriffja þrep, en hiff fjórffa fylgir X-20 í byrjun hringferffarinnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.