Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1963, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1963, Qupperneq 3
Eftir Emelia Cardo Bazán L í gegnum gluggarimlana á lílaustri St. Clare-systranna í S----- sá ég nunnu á bæn. Hún lá fyrir framan há altarið, með andlitið við gólfið, út- rétta handleggi og algerlega hreyfing- arlaus. Hún virtist ekki fremur lifandi, en stytturnar af drottningu og prinsessu er stóðu inni í kórnum. Skyndilega sett- ist nunnan upp, eflaust til að draga and- ann, og ég gat séð hana. Það leyndi sér ekki, að hún hiaut að hafa verið mjög lagleg á yngri árum sínum. Hún hafði útlit fyrir að vera 80- 90 ára> Andlit hennar bar hinn gula fölva dauðans og riðandi höfuðið, djúpu hrukkurnar og hvítar augabrýrn- ar staðfestu það enn betur. m að merkilega við þetta andlit, sem ekki tilheyrði lengur þessum heimi, voru augun. Þrátt fyrir aldurinn varð- veittu þau enn eld sinn, hinn djúpa myrkva og hið hvassa, ástríðuþrungna tillit — tillit, sem enginn gat gleymt er sá það einu sinni. Slík augu voru ó- skiljanleg í nunnu, sem gengið hafði í klaustur og gefið guði saklaust hjarta sitt. Þau vitnuðu um æsta fortíð og ákafar tilfinningar, heitt hjarta og hel- sárar minningar. Ég varð gripinn ákafri forvitni, þrátt fyrir vonleysi mitt um að ég fengi nokkurntíma að vita leynd- armál nunnunnar. Tilviljunin tók það hins vegar að sér að uppfylla þá ósk mína. Við matborðið í veitingahúsinu þetta sama kvöld, kynntist ég öldruðum manni mjög málgefnum og vakandi í hugsun, einum þeirra er hafa gaman af að veita ókunnugum upplýsingar. Ég hafði naumast minnst á St. Clare-klaustrið og þau áhrif er augu gömlu nunnunnar höfðu haft á mig, þegar þessi nýi kunn- ingi minn hrópaði „Ah, systir Aparición! Já, vissulega, vissulega. Það er vissulega eitthvað við augun i henni. Saga henn- ar er skrifuð þar. Trúið mér, þessar djúpu hrukku í kinnum hennar eru farvegir tára, sem runnið hafa í fjórtán ár. Mikið saltvatn getur runnið á svo löngum tíma. Aumingja systír Aparic- ion... ég get sagt yður sögu hennar, betur en nokkur annar, því að bæði faðir minn þekkti hana sem unga stúlku og ég held jafnvel að hann hafi elskað hana. Þeir segja, að hún hafi verið eins og gyðja... S ystir Aparicion var kölluð Irene, áður en hún vann nunnuheitið. Foreldr- ar hennar voru vel efnum búin. Þau áttu nokkur börn, en þau dóu og þau helguðu Irene alla sina ást og umhyggju Hún fæddist í borginni A.....og forlög- in höguðu því svo til. að þessi sama borg varð fæðingarstaður hins fræga skálds ....” Ég rak upp lágt undrunaróp, þegar sögumaður minn nefndi nafnið á hin- um fræga höfundi „fallna erkiengilsins“ nafn, sem ber á sér beizkan fyrirlitn- ingarfullan hroka, nístandi hæðni eða bitra illkvitni. Þetta nafn og svipur nunnunnar runnu saman í vitund minni enda þótt mér væri enn þá alls ókunn- ugt um tengslin á milli þeirra. „Það er hann“, endurtók fræðari minn — „hinn frægi Juan de Camargo, stolt og heiður borgarinnar A.......... Hún á hvorki málm-námur, dýrðlinga sem gera kraftaverk, dómkirkju né neitt annað merkilegt til að sýna gestum sínum. En hún bendir með stærilæti út á torgið sitt: „Þetta er húsið þar sem Camargo fæddist". „Ah“ greip ég frammí. „Nú skil ég. Systir Aparicion-Irene, meina ég — varð ástfangin af Camargo, en hann endurgalt ekki ást hennar svo að hún gekk í klaustur, til þess að gleyma ...“ „Andartak“ hrópaði sögumaður minn kvartandi — „aðeins andartak. Ef að- eins væri um slíkt að ræða, væri sag- an einungis frásögn um daglegan at- burð og naumast sagnaverð, nei, saga systur Aparicion er meiri og merkilegri en það. Verið þolinmóður og þér skul- uð fá að heyra hana alla. Séra Sigurður Einarsson i Holti: Vér kveðjum enn Við ljóðsins anda ólst vor þjóðarsál. Á aldahrjóstrin féllu stuðlamál « með hreim og flugboð líkt og söngur svana. Og stefin hrundu snjöll við yzta ál sem óður lífs og hinzta kveðja í bana. Á sýldu fleyi, í fenntri vetrarbúð bar fagurvirkur hugur vorgrænt skrúð og stráði á kuldann orðsins ilmi og gliti. Og þegar hrönnin svall um klökkva súð var sungið bragamál í stormsins þyti. Og enn er fjarri, að allt sé gleymt og máð, sem óðarsmiðir hafa mælt og skráð. — Hitt vekur meiri furðu forna og nýja, að enn er snilld vors óðar hæsta dáð, sem andi vor bar auðnu til að drýgja. Því ljóð er tjáning lífsins, heil og snjöll, og ljóð er þjáning manns og táraföll, allt líf hans hjarta, sigrar þess og syndir, hans dýpsta reynsla, opinská, og öll, hans æðsta vizka — hneppt í formsins myndir. Því yrkir enginn kraftakvæði úr reyk, né kveður snjallan brag í feluleik við sjálfs sín hugsun, tungu orð og anda. Og seinna finnur hyskin hönd og smeyk, að vits er þörf, ef verkið á að standa. Og þrotni ei kvika, bærist hvergi lá á borði hjartans, mun þess seint að gá, að hugans megin hæstu kröftum væðist. Hún verður aldrei djúp né himinhá, sú hugsun, sem í værðarmóki fæðist. ----O------ En fljótt og hljótt, sem fljúgi gullin ör um firnavíddir leiftra skáldsins svör og hitta fyrir hjörtu nýrra alda. Þá kviknar bergmál óðs á ungri vör sem elding blossi milli himintjalda. 90. tölublaS 1963 >3 em barn hafði Irene séð Ju'an de Camargo oft og mörgum sinnum, án þess þó að hafa þó nokkru sinni talað við hann, þar eð hann var þá þegar ungur maður, einrænn og hlédrægur. Þegar Irene var rétt að slíta barnsskón- um var Camargo — munaðarleysingi — þegar byrjaður á laganámi í Salamanca og hann kom aðeins til borgarinnar í heimsókn til forráðamanns síns, í skóla- leyfunum. Eitt sumar, þegar hann var að koma til A...í sumarleyfi sínu, varð honum af tilviljun litið upp í her- bergi Irene og mætti augnaráði hennar, sem leit um leið út. Camargo stanzaði hest sinn til þess að njóta lengur þess- arrar óvenjulegu fegurðar, en stúlkan roðnaði niður á háls og dró tjöldin fyr- ir gluggann í skyndi. Þetta kvöld orti Camargo, sem þá þegar var byrjaður að birta kvæði sín í skammlífum bók- menntatímaritum, fallegt ljóð, þar sem hann lýsti þeim áhrifum, sem hann hafði orðið fyrir, við það að sjá Irene, er hann kom til þorpsins. Um kvöldið festi hann blaðið með ljóðinu við stein og fleygði honum í glugga stúlkunnar. Rúðan brotnaði og stúlkan tók blaðið og las ljóðið, ekki hundrað, heldur þús- und sinnum. Hún drakk það í sig — laug aði sig í því. Samt var þetta kvæði Camargos, sem ekki er með í heildar- verkum hans, engin ástarjátning, heldur þvert á móti. f því harmaði skáldið þann veruleika, að fegurð og hreinleiki stúlk- unnar í glugganum, skyldi ekki vera fyr ir hann, sem var fordæmdur. Ef hann kæmi nálægt henni, myndi hann verða valdur að dauða hinnar veikbyggðu lilju Eftir þetta atvik sýndi Camargo þess engin merki, að hann minntist tilveru Framhald á bls. 6 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.