Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1963, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1963, Page 4
j PÁLL PÁFI VI | Frámhald af bls. 2 hafa sótt þessar samkomur, sem haldnar eru í sjálfri Péturskirkjunni á sumrin — og þar má sjá fólk frá öllum hugs- anlegum löndum og af öllum hugsan- iegum trúflokkum. Fyrst eftir krýning- una, voru vit'anlega margir höfðingjar. sem taka þurfti á móti, svo sem Xennedy forseti, Baldvin Belgíukon- ungur, Sukarno, forseti Indónesíu og Segni, forseti Ítalíu. Og Páll hefur hald ið áfram tabella-áheyrnunum, þar sem hann tekur persónulega móti biskupum og yfirmönnum allra safnaða og dóm- stóla, sem til Rómar koma. Enda þótt Póll hafi gefið til kynna, að hann muni eiga samskipti við valda- rnenn í Austur-Evrópu, eins og Jó- hannes, þá munu þau samskipti fara fram á fullkomlega formlegan og reglu- bundinn hátt. Þar .gerist væntanlega ekkert fyrir stundar-hugdettur einar. Nýi páfinn hefur tekið föstum tökum stjórnina á Radio Vatican og Osserva- tore Romano, dagblaði Vatíkansins, og samræmt pólitíska stefnu þessara tveggja málgagna, þannig að þau láti í Ijós óbrjálaða stefnu páfadóms Mont- inis. Páll er fyrst og fremst maður, sem veit, hvað hann viil. Og hann kann einnig að tjá hug- myndir sínar. Ræður páfans eru sérlega skýrar og greinilegar, auk þess sem stíll þeirra er þokkafullur og viðkunnanleg- ur. Þegar páfinn tók á móti stórum hópi unglinga, komst hann þannig að orði: „Kirkjan fagnar æskunni, eins og gam- alt tré fagnar vorinu“. Við annað tæki- íæri sagði hann: „Andleg afstaða til ekki-kaþólskra verður að breytast . . . við megum ekki lengur skoða þá óbetr- anlega og framandi óvini, heldur bræð- ur, sem hafa því orðið viðskila við okk- ur . “.. Og í einu ávarpi, sagði hann: „Nútíminn hefur of lengi litið kaþólsk- an prest augum. sem eru uppbólgin af fjandsamlegu háði, og blinduð af efnis- hyggju. Við höfum verið skoðaðir sem erfingjar löngu dauðra miðalda, banda- menn eigingjarnrar íhaldssemi, fjarlæg- ir raunverulegu lífi. .“ Sterkasta hlið Páls er stjórn og skipu lagning, enda hefur hann varið mest- um kröftum sínum á því sviði. Sem aðal framkvæmdastjóri Vatkansins á valda- árum Píusar XII, í um það bil sautján ár, þekkir Páll hvern krók og kima páfa stólsins, betur en nokkur hinna síðari páfa hefur gert. Varla er svo til ein- staklingur, vinnandi innan Vatíkansins, allt frá lægsta garðyrkjumanni til yfir- kardinálans, að páfinn þekki hann ekki og heilsi honum. T il þess að fást við vandamál kirkjunnar og stjórna henni, hefur Páll ekki einungis mikið mannvit, heldur og skipulagsgáfu á háu stigi. f þau sjö ár sem hann var erkibiskup í Milano — sem almennt er talið stærsta erki- biskupsdæmi heims, öðlaðist hann þekk ingu á viðskiptum í stóru broti og kom sér upp tækni, sem sjaldgæf mun vera í kirkjustjórn. Hann kom sér upp hópi aðstoðarmanna, sem voru einskonar kirkjuráð, og ráðfærði sig reglulega við þessa menn. Erkibiskup-kardínólinn hélt meira að segja regluleg kvöldboð á föstudögum, þar sem rædd voru mál- eíni biskupsdæmisins. (Maturinn í þess- um boðum var sagður vera af allra fín- asta tagi, en Montini kardínáli sjálfur, sem hefur ekki nema smáfulgs matar- lyst, lét sér venjulega nægja eitt epii eða ostbita). í Milano var það stöðugt áhugamál Montini kardínála að reisa nógu margar kirkjur til að sjá fyrir andlegum þörf- um borgar, sem þandist stöðugt út, und an innrás tugþúsunda verkamanna, sem komu að sunnan. Hann fékk bygginga- menn til að hafa kapellur í fjölbýlis- húsum í stóru útborgunum. Hann kom upp innflytjendahælum. Prestar voru einnig fengnir þangað að sunnan. í Milano kynntist Montini því alveg nákvæmlega, „hvað kirkjubygging þyrfti að kosta“, segir einn samverka- maður hans. „Hann lærði líka fljótlega verðmæti hinna fjölmörgu landspildna, sem biskupsdæmið átti í Milano. Þess vegna gat hann selt þessa spilduna og býttað hinni, biskupsdæminu til mikils ábata. Hann skildi við Milano-biskups- dæmið í frægustu röð og reglu“. En vitanlega er Róm ekki sama sem Milano. Stjórnin á Vatíkansvélinni er ílóknari og erfiðari að setja í skorður. Ennþá hefur engin tilkynning um ,innra stjórnarráð" borizt frá höll Péturs postula, en kunnugir mundu ekkert verða hissa þótt einhverju þvílíku yrði komið á fót. En þegar eru farin að sjást merki þess, að nýi páfinn vilji stranga og framkvæmdasama stjórn. Andlát Valeri kardínála, nú fyrir skömmu, los- aði mikilvægt embætti yfirmanns sam- félags trúaðra. Páll páfi útnefndi eftir- inann Valeris innan þriggja daga. Hann kvaðst ekki vilja fá neitt lát á starf- semi þessa embættis. E n Páll er ekki einungis góður stjórnandi, sem fylgist vandlega með hverju smáatriði starfs síns. Franskur útvarpsmaður sagði, að hann væri eins konar sambland af þremur síðustu páf- um. Hann hefur festu Píusar XII, hinn mikla fjársjóð góðvildar Jóhannesar XXIII og stjórnkænsku Píusar XII. Og amerískur, kaþólskur rithöfundur hefur talið hin „þekktu" atriði um páfann þannig: Hann er víkingur til vinnu, hann er þaulkunnugui rómversku kúríunni, hann er meistari að stjórnvizku og hann er þaulvanur og innblásinn ræðu- maður. Auk þess hefur hann mikla trú á mikilvægi kirkjuþingsins, og er em- ráðinn að vinna fyrir einingu kristinna manna. Hinn nýi páfi snýst við vandamálum kirkjunnar af svo mikilli vizku, að taka verður fyrirvara um áhugamál hans og trú. Hann berst greinilega fyrir ka- þólskri kenningu, en getur jafnframt hlustað á þá, sem eru á öðru máli en hann sjálfur. Hann er frjálslyndur í þeim skilningi, að hann fagnar nýjum hug- myndum og nýjum aðferðum, en íhalds- samur í þeim skilningi, að hann Vill haldi uppi gömlum meginreglum. Þegar Monsignor Montini var vara- ráðerra venjulegra mála, undir stjórn Píusar XII, var hann almennt talinn Vatikan-vinstri maður — af því að ann- að betra orð var ekki til. Monsignor Domenico Tardini, sem var vararáð- herra annarra mála, og hann, gerðu oft að gamni sínu yfir þessum lýsingarorð- um. Einu sinni kom það vandamál á daginn, hvor þeirra ætti að ganga á undan á einhverjum fundi. Tardini leysti úr vandanum með snarræði sínu. Þeir gengu saman, arm í arm: „Þú ert kallaður vinstrimaður og ég hægrimað- ur, svo að það er bezt, að ég gangi til hægri og þú til vinstri". Sannleikurmn er nú annars sá, að lýs- ingin „Vinstrimaður“, er mjög viðmiðað hugtak í Vatíkaninu, og hefur miklu veikari merkingu þar en í stjórnmálum. E öng barátta Montinis — og með nokkrum árangri — við að halda uppi kaþólsku unglingafélögunum gegn áhrif um frá stjórninni á fasistatímabilinu, o.'li hinum tilvonandi páfa megnri óbeit á einræði í hvaða mynd sem er. Það er enginn vafi á því, að fasistar viidu ganga milli bols og höfuðs á kaþólsku unglingafélögunum, og að hann þurfti að taka á allri sinni festu, lagni og klók- indum til að halda lífinu í félögunum. Óbeit hans á einræðisstjórn olli hinu greinilega hrifningarleysi spænsku stjórnarinnar og spænska einræðisherr- ans við komu hans á páfastólinn. Páll páfi flýtti sér að reyna að draga úr þessari óvild með því að heimsækja sjúkrabeð eins spænsks kardínála eftir valdatöku sína, og láta gera mikið úr þessari heimsókn. Ein forvitnileg spurning um þessar mundir er sú, hvort Páll muni taka virkan og persónulegan þátt í kirkju- þinginu, þegar það nú kemur saman. Við fyrri setu þess taldi Jóhannes páfi sjálfan sig vera ráðgjafa og mannasætti þess, fremur en þátttakanda. Hann hiustaði á umræðurnar í sérstöku út- varpi, sem hafði samband úr Péturs- kirkjunni og í páfahöllina, en að frátal- ínni setningarathöfninni sat hann aldrei þingið. Það er líklegt, að Páll muni taka iniklu virkari þátt í stjórn og störfum pingsins. Samkvæmt kanóiskum lögum getur páfinn ráðið gangi þings að eigin vild. Hann getur, ef honum svo sýnist, verið aðal-löggjafi þingsins. Hann getur samþykkt eða bannað fyrirtekt mála til umræðu. Hann getur fyrirskipað um- læður. Páfinn einn getur kallað saman þing og slitið því. Ekkert verk þingsina er gilt án undirskriftar páfa. Ræður, hirðisbréf og greinar eftir Montini kardínála sýna álit Páls páfa á þinginu. f vikulegri skýrslu um það, sem gerðist á þinginu,' meðan á fyrstu setu þess stóð, reyndi hinn tilvonandi páfi að útskýra fyrir umdæmi sínu, hvað væri að gerast. Það er eftirtektar- vert, að á einum stað mælir hann með þeirri hugmynd, að hver klerkur á þing inu skuli eiga rétt á að gefa skoðanir sínar til kynna. „Þinginu miðar heldur hægt, aðallega sökum ræðumannafjöldans", segir Mont mi kardínáli. „En þetta á við um allar fjölmennar ráðstefnur, einkum þó þær, þar sem hver og einn er frjáls að því ða segja meiningu sína. Og þetta frelsi er þinginu til sóma“. Enda þótt hann sem páfi geti skorið niður umræður, er það ólíklegt, að hann geri neitt þvílíkt, eftir að hafa sagt ofan greind orð. í einni síðustu grein þessa greinaflokks, tjáir hann sig hlynntan því, að þingið „fari fram með þolin- mæði, hugrekki og festu“, þann veg, sem það ætlar að ganga. Áður en Jóhannes páfi XXIII dó, hafði hann lesið að mestu leyti 17 frum- vörp, sem leggja skyldi fyrir þingið, og samþykkt framkomu þeirra, en einnig áður en hann setur nafn sitt á þau, vill hann vita efni þeirra en auk þess öll rök með og móti samþykkt þeirra. Af þeim frumvörpum, sem eftir eru, er merkast mál, sem varð ólokið á síð- asta kirkjuþingi fyrir meira en öld. Þetta fjallar um völd og réttindi biskupa, miðað við völd og réttindi páf- ans. Þetta atriði hefur lengi verið til áskilnaðar kaþólskum og mótmælend- um. Mótmælendur, sem stjórna kirkjum sínum með sýnódum — biskupaþingum — viðurkenna ekki yfirráð páfans, eða neinar aðrar takmarkanir á athafna- frelsi sínu. Innan kaþólskunnar sjálfrar er kominn upp framfarasinnaður flokk- ur, sem aðhyllist svipaðar skoðanir. Hann heldur því fram, að Vatíkanið eða kúrían á þess vegum, hafi ofmikið vald út á við og heimtar nokkra dreifingu þess valds. Á ður en Montini kardínáli varð Páll VI, minntist hann á þörfina á að ákvarða betur eðli biskupsvaldsins, telja upp störf þess, völd og skyldur, gera grein fyrir evangeliskum uppruna þess og valdi þess til kennslu, prests- þjónustu og lögsögu, bæði um persónu livers eintaks biskups og störf biskupa yfirleitt. En hvað sem því öllu líður, þá hefur Páll páfi enga dul dregið á þá von sína, að geta gert sameiningu kristinnar kirkju aðalmálið í páfadómi sínum. Hann hefur sagt í ræðu: „Getum við beygt út af þeirri braut, sem Jóhannes XXIII var svo djarfur að ryðja, tii kirkjusögu framtíðarinnar, brautina til rómverzkrar alkirkju, brautina til al- heimsvalda kaþólskrar trúar?“ Fyrir aðeins einum mánuði sendi Páll páfi andríka áskorun til austrænu rétttrúnaðarkirkjunnar um að „snúa heim“ til Rómar. „Komið! Brjótum nið- ur girðingarnar, sem skilja oss sundur. Látum oss reyna að stofna og fella sam an allsherjar einingu. Við viljum hvorki gleypa né eyða hinni blómlegu aust- rænu kirkju heldur viljum við koma henni aftur á sinn stað á hinu eina tró einingarinnar, sem er Kristur". 4 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 30. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.