Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1963, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1963, Side 5
Watson Kirkconnell: • • Onnur grein L Ijóðagerð í Kanada 1922-1963 að skáldið, sem helzt gæti verið sambærilegt við Stephan G. Stephansson, er minn gamli vinur, Guttormur J. Guttormsson í River- ton, Manitoba. Þetta get ég fullyrt, af því að ég hef heimsótt hann og rætt við hann þau öfl, sem hafa mótað skáldskap hans. Hann er eina íslenzka skáldið, sem fætt er í Kanada, og erfiðleikarnir við írumbýlingsbúskap, eftir að hann hafði snemma misst föður sinn, urðu þess valdandi, að hann hlaut lítið meiri menntun í æsku en Stephan G. Sextán ára gamall fór hann út í heiminn, blá- snauður munaðarleysingi, og næstu ár- in flæktist hann úr einni þrældóms- vistinni í aðra við allskonar verk og stopula vinnu. Siðustu 53 árin hefur hann búið við mikla örbirgð á mörgu sveitabýli. En samt hefur hann Jesið hvíldarlaust — íslenzkar bókmenntir og enskar og heimsbókmenntir í ensk- um þýðingum. Einnig hann hefur unnið langt fram á nótt og skáldskapur hans stendur bæði að vöxtum og gæðum, Stephani G. einum að baki. Líklega er hann mesta skáld, sem nú yrkir á ís- lenzka tungu. S um skáldin — en ekki ailtaf þau beztu — geta hrifið mann með hátta- flækjum sínum. Gott dæmi þess er Nikulás Ottenson, sem í rímum sín- um, þ.e. formannavísum íslenzka fiski- flolans í Manitoba, lætur sér ekki nægja að nota einfalda þjóðvísnahætti heldur yrkir 104 vísur undir hagkveðlingshætti og meira en 200 hringhendur, — en hið fyrrnefnda er ferskeytla, þar sem önn- ur áherzlusamstafan í hinum fjórum vísuorðum AAAA og lokaáherzlusam- stafan ríma BBBB og hver hending er bundin strangri stuðlun, en síðara vísu- formið er eins nema hvað endarímin eru BCBC. Eina ráðið til að fylla út þetta þrönga rúm háttarins er að búa til „kerlingar“, en aftan við bókina eru nokkrar blaðsíður af skýringum á þessum kenningum, til að hjálpa við skilningi lesandans. f þessari skýr- ingaskrá hefur hann meðal annars 50 þrælsleg samnefni yfir sjó, 64 yfir mann og 63 yfir skip. Annarskonar sniðug- heit koma fyrir hjá Páli S. Pálssyni, er kvæði hans, Haust hefst á sapp- hiskum lengdarlínum, þar við er svo bætt rími á ítalska vísu, og loks eru vísuorðin nelgd saman með stuðlun. Eftirtektarverðir hættir koma líka fyr- ir hjá Sveini Björnssyni, Einari Páli Jónssyni og Þorsteini Þ. Þorsteinssyni. Annar hópur skálda leggur aðal- áherzluna á þjóðfélagslega gremju yfir ranglæti og brestum aldar vorrar. Þetta hafði að vSsu verið einn þátturinn í kveðskap Stephans G. og Guttorms, en hjá Jónasi Stefánssyni frá Kald- bak og Sigurði Júl. Jóhannessyni er það aðalþátturinn. Báðir hafa þeir glöggt auga fyrir fúabletlum á hag- og þjóðfélagskerfi voru, en „J.S.“ er þó hvassyrtari en Sigurður Júlíus. En hjá Jakobínu Johnson kveður við léttari og skemmtnari tón, ekki sízt í hinum yndisþokkafullu barna- Steplian G. Stephansson kvæðum, eins og „Hann Suggasveinn", sem er gamankvæði um rángjarnan fresskött. En eitthvert fegursta kvæði hennar er titilkvæðið í kvæðasafni henn ar, „Kertaljós". J. svipuðum léttum tón er litla kvæðið hans Vigfúsar Guttormssonar um „Froskinn", og kvæði Sigurðar Júl- íusar, „Mús í gildru“ sem minnir á kvæði Burns um hagamúsina. Einn eiginleiki, sem skýtur upp kolli aftur og aftur, er hæfileikinn til að vekja hlátur — ekki aðeins með mein- fýsnislegum vísum eða leifturárás þjóð- félagsdeilu, heldur með hreinlegri efn- isleysu. Það mætti hér nefna hið glettnis lega kvæði Þ.Þ.Þ. um „Hundinn prests- ins“ eða andann í kvæði Guttorms, „Drauminum, þar sem hann getur bros-. að að takmörkunum sinnar eigin sveita- músu með því að enda síðustu vísuna á því að „tjóðra Pegasus inni i fjós- inu“. Ef athugaður er aldur þeirra íslenzkra skálda, sem enn eru á lífi, gegnir lang- lífi þeirra hinni mestu furðu. Ef þeim er raðað eftir fæðingardögum þeirra á þessu ári, verður skráin þannig: Vig- fús Guttormsson 88, Gísli Jónsson 87, Guttormur J. Guttormsson 84, Jólhann- es P. Pálsson 82, Páll Bjarnason 81, Páll S. Pálsson 81, Jóhannes H. Hún- fjörð 79, Jakobína Johnson 79, Sveinn E. Björnsson 78, Páll Guðmundsson 76, og Davíð Björnsson 73. Ef við bætum þar við íslenzka Bandaríkjamanninum Richard Beck, sem kom vestur frá ís- landi árið 1922, 25 ára gamall, þá er hann nú sprækur unglingur, aðeins 66 ára gamall, en verður samt að teljast til „eldri deildarinnar11, þar sem hann sleppir embætti hálfsjötugur, samkvæmt Bandaríkjareglum. Og þegar ég lít yfir þennan merkilega skáldahóp, sem ég hef þekkt síðustu fjörutíu árin, get ég ekki annað en orðið furðu lostinn yfir skáldafrjósemi þeirra og andlegri skerpu. Fjórir af hópnum — allir yfir áttrætt — hafa skrifað í yfirstandandi árgang Tímarits Þjóðræknisfélagsins. Líklega er eini maðurinn innan við sextugt, sem þarna á grein, minn fyrr- verandi lærisveinn dr. Tryggvi J. Ole- son, sem á þarna sagnfræðilega ritgerð á ensku. E n næsta tilfinning mín, þegar ég lít yfir þennan virðulega hóp tólf ís- lenzkra skálda, þar sem sex eru á níræð- isaldri, fimm á áttræðisaldri og einn Framh. á bls. 13. Ég rölti niö ur á Höfn fyrir skömmu. Þaö var áöur en Flóra fékk faröingarhríö- irnar. Veöriö var sœmilegt og slangur af fólki í sömu erindum og ég, aö létta af sér svoköll- uöum áhyggj- um. Alþingi var nýkomiö saman, Pálsmessa afstaöin. Mér fannst þaö óvenju ábyrgöarfullt aö vera fs- lendingur um þessar mundir. Ég gœtti þess aö ganga ekki meö hend- ur fyrir aftan hak til aö vera ekki of snobbaður, því þá yröi kannski sagt frá því í blööunum og krafist rannsóknar á göngulagi mínu. Ég skotraði augunum upp á Esjuna, hún var þunglyndisleg eins og þjóö- in og einhvern veginn gat ég eklci fengið hana til að brosa, þó ég geröi ítrekaöar tilraunir til þess. Ég fðr aö reyna aö segja henni frá myndinni, sem Nína Tryggva- dðttir hefur málaö af Sclmu, en hún brosti ekki. Henni fannst þaö þvert á móti mjög alvarlegt mál. Þá fór ég aö rifja þaö upp sem haföi staöið undir Alþýöublaös- mynd af nokkrum fyrirmönnum þjóöarinnar: Spillingaröflin leika lausum hala á íslandi. En ekki létt- ist á henni brúnin fyrir þaö. Hún haföi ekki húmor fyrir þvi, eins og unglingarnir segja. Haustlaufiö fauk eins og fals- aöar ávísanir viö fœtur mér og þyrlaöist hátt í loft upp. Ég horföi öfundaraugum á eftir því og dáöist aö hversu áhyggjulaust þaö lét vindinn feykja sér um loft og strœti. Gult laufiö eins og áminning; sumariö ekki lengur, og í nánd vet- ur meö stirönaö land og fólk meö frosna sál. Kannski myndast vök í svokallaöa þjóöarsál, hugsaöi ég og hélt áfram aö vera áhyggjulaus áhorfandi á þessari boxkeppni, sem viö köllum daglegt líf. Kolalcraninn óvenju viöskotaillur í dag, ég snakaöi mér fram hjá honum án þess aö koma við tein- inn, sem afmarkar lífsbraut lians og tilveru, þessa sálarlausa jötuns; þessa attríbúts nútímans. Hélt svo áfram, jú, þarna kom einhver ,,blessaður“, og annar: „góöan dag“, en þaö var ekki meira því þaö var hœttulausast eins og á stóö aö vera einn og tala viö engan nema þenn- an óþekkta pralckara í sjálfum sér, sem við hátíðleg tœkifœri er kallaö- ur: Hinn Innri maöur. „Þaö er tóm vitleysa hjá þér“ heyrðist þá allt í einu eins og úr fjarska. „Nei, þetta er alveg rétt,“ var svaraö. „Þú veizt ekkert hvaö þú ert aö segja,“ var þá fullyrt. ,,Æ góöi vertu ekki aö þessu pípi, ég veit þetta alveg eins vel og þú.“ Inn í draumveröld mína þrengdu sér orö, stór orö og smá, og víggiröing einverunnar brast ems og stíflan í Piave-dalnum og íslensk ur oröaflaumur streymdi inn á mig og ég fann ég var oröinn þátttak- andi i þessu daglega lífi endalaus- rar mœlgi, fullyröinga og móöursýk iskasta sem eru svo einkennandi fyrir ofstœkismanninn í okkur: Hinn Ytra Mann. Og ég sem var aö vona aö Höfnin vœri full af Færeyingum. Ég stansaöi og horföi á þá sem voru aö tála saman á togarabryggj- unni; annar meö derhúfu og líkast- ur Sigga sixpensara, hinn hrolckin- hœröur, mjósleginn meö andlit Alvizkunnar strengt yfir há kinn- bein. „Þú œttir aö lesa þetta aftur,“ sagöi Andlitiö. „Ég þarf þess ékki, ég skil mælt mál,“ sagöi Sixpensar- inn og yppti öxlum. „Þeir segja víst í Þjðöviljanum aö Kiljan sé enn á linunni,“ fullyrti Andlitiö. „Jœja,“ sagði Sixpensarinn og glotti, „hvaöa línu?“ „Krúsjeffslínunni,“ sagöi Andlitiö. „Já - einmitt “ sagöi Sixpensarinn, sneri sér að mér og ávarpaöi mig svofelldum oröum: „Helduröu hann fari aö rigna?“ Ég hrökk viö og stamaöi: „Já-nei-jú, œtli þaö ekki,“ Þetta var skipulögö innrás fannst mér, ég œtlaöi aö snúast á hœli og flýja, en þá kallaði Sixpensarinn aftur: „Þeir eru aö segja aö Stalín sé eklci dauöur, livaö segir þú um þaö ?“ „Ekki dauöur nei, ha-jœja?“ stamaði ég, „kannski hann sé ekki dauöur.“ „Jú, hann er áreiöanlega dauður," sagöi Sixpensarinn þá og klóraöi sér undir derinu, „Ef hann vœri ekki dauöur, þá vœri ekki svona mikill hveitiskortur í Rúss- landi." „Nú, hvernig þá?" spuröi ég og var nú farinn að hlusta eins og lxver annar blaöamaöur. „Þó aö Krú sjeff sé slœmur," sagöi Sixpensar- inn hróöugur, „þá er hann ekki svo slœmur. Nú þurfa þeir nefnilega aö gefa fleiri Rússum aö éta en ef Sta- lín heföi lifaö." Ég þakkaði fyrir mig og kvaddi. Sixpensarinn tók ofan, Andlitiö reigöi sig. Ég hraöaöi mér burt í þeirri fullvissu aö enn einn spámaö ur vœri risinn upp meöal hinna út- völdu „fsraelsmanna Norðursins." M S0. tölublað 1963 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.