Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1963, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1963, Side 6
Verkfræðingar við Dearborn-háskóla nn skoða tunglið á sjónvarpsskermi, sem er staðsettur nokkrum fetum fyrir neðan kíki stjörnuturnsins. Sam- vinna nýtíkulegra sjónvarpsmyndavéla og aldargömlu linsunnar í kikinum, gefur stjarnfræðingunum áður óþekkla mögulcika á rannsókn himingeims- ins. — Tunglið skoðað meb nýrri abferb JDearnborn stjörnuturn- inum í Illinois hafa menn fundið upp nýja aðferð til að skoða tunglið og fjarlægari stjörnur, en hún er í því fólgin að tengja hina ágætu, aldargömlu linsu turnsins sjónvarpi. í stað þess að horfa á það beint gegn um kíki, eða nota myndir, sem teknar eru gegn um hann, horfa nú stjarnfræðingarnir í Dearn- born á alheiminn í einangruðu sjónvarpi. Með því að setja elektróniska sjón- varpsmyndavél í samband við kíki stöðvarinnar, þarf ekki að lýsa mynd- ina nema hálfa aðra mínútu, til þess að fá hana jafngóða og aðra, sem tek- in er á ljósmyndaplötu og þurft hef- ur að lýsa í ef til vill tvær klukku- stundir. Sumar hinar fjarlægari stjörnur eru beinlínis svo daufar, að ljós þeirra, þegar það er tekið, jafn- vel með sterkasta kíki, nemur ekki nema fáum fótó á sekúndu, og næst ekki á ljósmyndaplötu. M iTijog næmur sjonvarpskikir, sem festur er við kíkinn í Dearnborn, veitir honum næmi, sem jafnast á við 186 þumlunga kíki, sem notaði ljós- myndaplötu, segir dr. J. Allen Hynek, stjórnandi stjörnuturnsins og for- stjóri stjarnfræðideildar háskólans. Sökum hraðans og hæfileika til að ná daufum og hreyfanlegum fyrirmynd- um, getur þessi sjónvarpstækni stjarn fræðinnar fylgzt með skeytum, sem send eru til tunglsins og reikistjarn- anna, eins og bent hefur verið á. Þessi aðferð getur einnig gert það mögulegt að senda það, sem sést í kíkinum, jafnharðan í skólastofur um öll Bandaríkin, og jafnvel víðar gegn um auglýsingastöðvar sjónvarps. Við kynningu á sjónvarps-stjarn- fræði í Dearnborn-stjörnuturninum, sýndu verkfræðingarnir fyrst hvernig nýi hreyfiútbúnaðurinn stillti kíkinn á tunglið. Gígir og „höf“ á tunglinu liðu hægt og hægt yfir sjónvarps- skerminn, sem komið var fyrir niður undir kíkinum. Með því að halda „birtunni" stöðugri meðan verið var að stilla „andstæðurnar", fengu verk- fræðingarnir fram skarpar myndir af veggjum gíganna og sammiðja hring- um, sem sýnast mynda stalla innan í gígnum. Myndirnar voru svo skýr- ar að blossar eða önnur merki, sem geimfarar mundu senda út, yrðu vel sýnilegar í kíkjum á jörðu niðri. — Tunglryk, sem gysi upp við „þunga“ lendingu yrði einnig sýnilegt. T A il þess að sja betur, var nokk- ur hluti sjónsviðs kíkisins í Dear- born stækkaður og síðan leiddur inn í sjónvarpsrörið, til þess að nota hraðann. Stuttar lýsingar eins og hægt er að nota, af þessum ástæð- um, hafa það einnig í för með sér, að mistur af völdum andrúmslofts- ins minnkar. Ójöfnur, sem voru aðeins 0.4 mílu á yfirborði tungls- ins, sáust með sjónvarpsútbúnað- inum, og er það betri útkoma en hægt er að ná með ljósmyndaræmu. Margir stærstu kíkjar heims — miðað við linsustærð— eru miklu stærri en sá í Dearnborn, sem er 18.5 þuml. En fáir þeirra eru ná- kvæmar slipaðir. Árið 1862, þegar Alvan Clark var að prófa linsuna í vinnustofu sinni í Cambridge, Mass., fann hann hingað til óséða fylgi- stjörnu Siriusar, sem reyndist vera fyrsta hvíta dvergstjarna, sem nokk- urn tíma hefði þekkzt. Eftir hreins- un fyrir skömmu fann þessi Dear- born-linsa örlitla ögn af eldföstum leir, sem sat föst úti við rönd í fremri linsunni, rétt eins og til að minna stjarnfræðinga atómaldar á, að fyrir einni öld var það erfitt verk að slípa gler í svona fíngerðar lins- ur. Þessar Bearborn-linsur voru slíp- aðar í Englandi. LtJ I SMÁSAGAN | Framhald af bls. 3 stúlkUnnar og í október fór hann til Madrid. Þetta var byrjunin á hinu rót- lausa æviskeiði hans, pólitísku ævin- týrum og bókmenntalegu afreka. E ftir brottför Camargos varð Irene daprari með hverjum deginum sem leið, unz hún varð raunverulega veik. Foreldrar hennar gerðu allt sem þau gátu til að gléðja hana. Þau ferðuðust með hana til Badajoz, kynntu hana fyr- ir ungum mönnum og fóru með henni á dansleiki. Hún átti aðdáendur og hrósyrðin hljómuðu sífellt í eyrum hennar, en sálarástand hennar og lik- amsheilsa sýndu engin batamerki. Hún gat ekki hugsað um annað en Camargo. Þegar Irene kom til Madrid var Cam- argo orðinn frægur. Hin eldheitu, hroka fullu ljóð hans, tilfinningaheit og hríf- andi, öfluðu honum óteljandi aðdáenda og eftirlíkenda. Ævintýri hans og af- köst voru aðal-umræðu efni dagsins. Hann hafði safnað um sig heilli hirð gáfaðra, kærulausra bóhema. Camargo var þegar byrjaður að ryðja brautina til sinnar eigin útlegðar, en um það vissu foreldrar Irene alls ekki neitt og þegar þau mættu skáldinu á götu heils- uðu þau honum hlýlega. Hann var þó frá sömu borg og þau. C amargo, er gagntekinn var að nýju af fegurð stúlkunnar og varð þess strax var að koma hans, kallaði blóð ið framm í í föla vanga hennar, slóst í för með þeim og hét að koma í heim- sókn innan tíðar. Saklaust sveitafólkið gekkst upp við vinsemd hans og ánægja þeirra óx nokkrum dögum síðar er Camargo hafði efnt heit sitt og þau sáu að Irene var tekin að hressast. Grun- laus um hneykslin, sem tengd voru nafni hans, þó virtist þeim sem Cam- argo gæti vel komið til greina sem hugsanlegur tengdasonur og þau leyfðu honum að endurtaka heimsóknir sínar. Eg sé það á svip yðar, að þér þykist geta getið yður til um endalok- in. En þar skjátlast yður. Enda þótt Irene væri heilluð og sem töfruð af einhverjum yfirnáttúrulegum kröftum, þá neitaði hún því samt algerlega í sex mánuði, að heimsækja Camargo. Þessi þrjóska stúlkunnar varð vinum hans kærkomið ertnisefni og sært stolt hans kom honum til að hefna sín, djöf- ullega, miskunnarlaust. Hann bað, hót- aði, hann varð kuldalegúr, hann vakti afbrýðissemi hennar, hann hótaði sjálfs- morði — í einu orði sagt, hann beitti öllum brögðum, unz Irene var ofurliði borin og samþykkti loks vilja hans. Vegna ofurmannlegs hugrekkis kom hún aftur, hrein og óspjölluð og Cam- argo varð fórnardýr svo mikils aðhlát- urs og hæðni, að hann var viti sínu fjær af bræði. Við næstu samfundi voru kraftar Ir- ene eyddir til hlítar, vilji hennar brot- inn og hún gaf upp alla vörn. Og þegar hún lá, utan við sig og titrandi, með lokuð augun, í faðmi húss siðlausa elsk- huga síns, rak hann allt í einu upp skellihlátur kippti í veggtjaldssnúru og Irene sá átta eða tíu unga menn er störðu á hana lostafulum græðgisaugum Svo fóru þeir allir að hlægja og klöpp- uðu saman lófunum. Jrene þaut á fætur og hljóp með laust hárið og hálf-nakin niður stigana og út á götu. Hún komst heim til sín, elt af heilli hersingu götuskríls, sem köstuðu steinum og aur í hana. Hún neitaði algerlega að segja hvar hún hefði verið, eða hvað fyrir hana hafði komið. Litlu síðar fékk hún ákafa heila- bólgu og ekki hugað líf. Þegar hún hresstist loks gekk hún í þetta klaustur — eins langt og hægt var frá A......... Meinlæti hennar hafa fyllt nunnurnar skelfingu, ótrúlegar föstur og brauðið blandað ösku, margin dagar án vatns, berfætt á bæn, liggjandi á hnjánum, heilar vetrarnætur; húðstrýkjandi sinn eigin líkama, með þungan hring um hálsinn, þyrnikrónu undir hettunni, naglabelti um mittið. En það sem mest áhrif hefur á klaustursysturnar sem líta á hana sem einskonar dýrðling, er hinn sífelldi grátur hennar. Þær segja m.a.s. að hún hafi einu sinni fyllt þvotta skál með tárum sínum. En svo einn dag urðu augu hennar skyndilega þurr, án svo mikils sem eins társ og glampandi, eins og þér sáuð þau. Þetta gerðist fyrir meira en tuttugu árum. Sjálf telur hún að þetta hafi verið tákn um fyrirgefn- ingu guðs, en samt heldur hún áfram föstum meinlætum og bænahaldi. „Hún á að friðþægja fyrir tvö,“ svar- aði ég. „Heldurðu kannski að systir Aparicion hafi gleymt hinni ógæfu- sömu og friðlausu sál Camargos....?“ LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 30. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.